Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 82
JÓN VIÐAR JÓNSSON ónákvæm, bæði í skiptunum við Adolf og svo Gustav, og þar með allir þættir þessarar konu, metnaður hennar, ástríða og grimmd.“ Agnar Bogason segir henni of hætt við „óþarfa intensity, alveg óþörfum öfgum í túlkun sinni“, Sigurður A. rekur augun í kómíska drætti sem séu hlutverkinu ffamandi, en Loftur Guðmundsson vill að nokkru leyti kenna „vanþakklátu“ hlutverki um.35 Eins og Faðirinn voru Kröfuhafar hljóðritaðir og fluttir í útvarp (jan. 1965). Verður ekki annað sagt en hljóðritunin staðfesti heildarmynd dóm- anna. Rúrik Haraldsson hefur afar föst tök á illmenninu Gústav; hatrið og heiftin loga undir fáguðu yfirborði heimsmannsins, og þó verður hann á einhvern hátt aumkunarverður um það er lýkur; Rúrik nær hér afburðavel að skila því tvísæi, sem gerir bestu mannlýsingar Strindbergs óviðjafnanleg- ar. Gunnar Eyjólfsson tekur Adolf skynsamlegum tökum, forðast t.d. að gera sjúkleika málarans of áberandi frá upphafi, sem Ollén segir að sé ein mesta hættan við hlutverkið.36 Túlkun hinnar ágætu leikkonu Helgu Valtýsdóttur á Teklu er hins vegar síst betri en gagnrýnendur segja. í upphafi sýnir hún flennuskap Teklu rækilega, en síðar er engu líkara en hún missi sjónar af þeim streng í persónunni og geri úr henni tiltölulega geðuga konu. Afleið- ingin verður sú, að mannlýsingin lendir öll í brotum eins og Ólafur Jónsson orðar það. Þarna gerist því í raun og veru hið sama og í sýningu Föðurins; að- alleikkonan - og leikstjórinn - virðast ala með sér efasemdir um ásetning höfundar og reyna beinlínis að draga fjöður yfir fordæðuskap kvenpersón- unnar. I báðum tilvikum verður útkoman nokkurn veginn sú sama: dramatík verkanna gufar að miklu leyti upp, meginstef þeirra, hatrömm barátta karls og konu og sá djúpstæði harmleikur sem af henni hlýst, verður ekki nema svipur hjá sjón. Strindberg á íslandi eftir 1970 Ef ffá eru taldir fýrrnefndir gestaleikir Poul Reumerts og samleikenda hans, voru sýningar Þjóðleikhússins á Föðurnum og Kröfuhöfum fýrstu kynni ís- lenskra leikhúsgesta af leikritum Strindbergs í höndum reyndra atvinnu- listamanna. Þær hafa augljóslega ráðið miklu um mynd þeirra af skáldinu, ekki síst í krafti útvarpsflutningsins. Af prósa Strindbergs var á þessum tíma ekkert til nema fáeinar smásagnaþýðingar; síðar hafa allténd verið þýdd og gefin út þrjú aðalverka hans af skáldsögutagi: Heimeyjarfólkið (1969) í þýðingu Sveins Víkings, Rauða herbergið (1979) í þýðingu Hjartar Pálssonar og Infernó (1998) í þýðingu Þórarins Eldjárns. 80 www.mm.is TMM 1999:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.