Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Qupperneq 35
STORMNÓTT, FÆÐING OG DAUÐl við aðskilnað líkama og sálar hljóti að verða samruni þeirra „anda sem unn- ast“ en hafa ekki fengið að njótast að veruleika. Við höfum fengið að heyra harmrænar ástarsögur kvennanna tveggja og í tilviki Símons-Önnu er hún sjálf í engum vafa um að hún er við andlát sitt að halda á fund hins langþráða Páls. Heinesen fer virkilega á kostum þegar hann lýsir „viðkomustöðum“ kvennanna tveggja fyrir dauðann. Á milli „fæðingar“ og dauða lenda þær nefhilega hvor á sínum stað: Hin dyggðuga jómfrú, Símons-Anna, fer beint til „himnaríkis“, eins og getið var um hér að ofan, hún upplifir björgun sína frá upphafi og þar til hún gefur upp andann sem för inn í himnaríki: Já, þannig er það, hugsaði hún, það verður fyrst dimmt og hræðilegt, en svo er manni lyft upp. Maður er borinn á styrkum örmum, og síð- an flýgur maður áfram og inn í ljósið. Dyr ljúkast upp, hár ríkmann- legur stigi með rauðum dreglum blasir við manni, blóm og gullin rið, hér eru lampar og ljósakrónur, hér kliða mildar raddir og huggunar- rík orð, og þá er maður laus úr prísundinni. Liðið, liðið er hið undar- lega jarðlíf með sína villustigu og syndsamlega misskilning, ryk og salt og myrkur, liðinn er biðtíminn og vesöld hans, og upprunninn er nú tími hinnar sælu fullkomnunar, hinn fyrirheitni morgunroði ei- lífðarinnar, sem Páll hafði lýst svo fagurlega í bréfunum sínum, hin himneska stund gleðinnar, þegar sálirnar mætast í ff iði og allt verður gott... (16) Síðustu orð Símons-Önnu eru: „Kemurðu nú, Páll?“ Hin synduga kona, Þöngla-Anna, þarf hins vegar fyrst að fara í gegnum „hreinsunareldinn“, það er að segja eldhús „erkióvinarins" og elju sinnar, Smiðs-Rósu: Eldhúsið var fullt af gufu, hringirnir á eldavélinni voru rauðglóandi [...] (14) Stormurinn ýlffaði og hvein, eldurinn hvæsti grimmdarlega í rauð- kyntri eldvélinni, hér var volgurslegur og kæfandi ilmur af kaffi og brauði náðarinnar, hér höfðu þær loksins klófest hana og gátu lesið henni pistilinn. Já, Smiðs-Rósa þuldi. Þessi hávaxna, skinhoraða kona með hörkulegu brúnahrukkuna, sem var eins og botnlaus hyldýpisgjá lóðrétt niður ennið, hún sat með biblíuna í kjöltunni og las um synd og refsingu, um iðrun og yfirbót, um konuna, sem hafði orðið ber að því að drýgja hór ... (17) Þöngla-Anna lætur þó ekki kúga sig á þennan hátt, hún neitar að sitja undir særingunum og yfirgefur hreinsunareldinn, fer út í stormnóttina til þess eins TMM 2000:3 malogmenning.is 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.