Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 58
MALAN MARNERSDÓTTIR Færeyjar þróuðust eftir afnám einokunarverslunarinnar 1856 á skömmum tíma úr miðalda- og í nútímasamfélag. Verslunarrekstur verður nú mögulegur, samtímis sem bylting verður á lífskjörum Fær- eyinga og upp úr þeim jarðvegi sem nú myndast spretta ýmsir sértrú- arflokkar, en einmitt þeir gegna heilmiklu hlutverki í mörgum af verkum William Heinesens. Styrjaldarárin voru líka öðruvísi í Fær- eyjum en á móðurlandinu. Eyjarnar voru hersetnar af Bretum og mönnum gáfúst ríkuleg tækifæri til að hagnast á siglingum sem hins- vegar stefndu lífi sjómanna í hættu. Þetta er baksvið fyrstu skáldsögu Heinesens eftir heimsstyrjöldina. Bd. 8 bls. 68. Peter Madsen afgreiðir sögulega, samfélagslega og menningarlega þróun í rúma öld í einni málsgrein, en hann leggur áherslu á það sem William Heinesen lýsir í skáldsögunum - trúmál og stríðsárin. En hversvegna er afnám einokunarverslunarinnar nefnt í ákveðinni mynd og með ártali? Venjulegur danskur lesandi veit varla um hvaða verslun er að ræða. Konunglega verslunin gegnir miklu hlutverki í Detgode háb en auðvit- að ekki afnám verslunarinnar, því skáldsagan gerist á 7. og 8. áratug 17. aldar. En þegar Peter Madsen fjallar um Detgode háb nefnir hann ekki verslunina á nafn, ekki frekar en samfélagsaðstæður á tímum Lucasar Debes. Einokunar- verslunin er söguleg klisja sem á að sýna að Peter Madsen veit sitthvað um sögu Færeyja. í nýju dönsku bókmenntasögunni er lítið gert úr skyldleika Williams Heinesen við aðra danska rithöfunda. Á sama hátt og Torben Brostrom skipar Ib Bondebjerg honum á bekk með Paul la Cour og leggur Noatun að jöfnu við Fiskerne eftir Hans Kirk. Peter Madsen segir að William Heinesen haft með Den sorte Gryde gengið til liðs við það sem hann nefndi sjálfur „baráttufúsan húmanisma og skynsemishyggju“ (bd. 8 bls. 69) í menning- arumræðu samtímans. Sú samtímaumræða sem Peter Madsen vísar til mun vera menningarumræðan í Danmörku eft ir lok síðari heimstyrjaldar. í því sambandi skrifar hann að William Heinesen tengist Otto Gelsted og Hans Kirk. Skáldbræðrum Willams Heinesen í dönskum bókmenntum hefur fækkað í nýju dönsku bókmenntasögunni. Ljóðin fá litla sem enga umfjöllun, aft ur á móti eru skáldsögunum gerð nákvæm skil. Lítið er minnst á sögulegt og samfélagslegt baksvið skáldverka Heinesens og stundum er það sem skrifað er beinlínis villandi. 56 malogmenning.is TMM 2000:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.