Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 65
„OFBELDl KOMMÚNISTA VIÐ BORGARALEGA RITHÖFUNDA“ þekktum rithöfundum eins og Gunnari Gunnarssyni, Davíð Stefánssyni, Tómasi Guðmundssyni, Guðmundi Hagalín og Kristmanni Guðmunds- syni. Einnig er það ítrekað að gífurlegt vald hafi safnast á hendur eins manns, Kristins E. Andréssonar, formanns Máls og menningar og ritstjóra tímarits þess félags - hann hafi „með einu pennastriki á velmektardögum sínum (getað) úrskurðað hvort ungur höfundur ætti sér viðreisnar von eða ekki“ (Alþbl. 29.07.1992) Þessi ofsóknakennning er svo útbreidd að við sjálff liggur að gengið sé að henni sem vísri furðu víða, m.a. í skrifum þeirra sem aldurs síns vegna muna fátt um tíma hins rauða „ægiveldis“. Þó er þessi kenning byggð á oftúlkun, einsýni og rangtúlkun mestan part. Hér verður reynt að rýna í þessi bók- menntaár, einkum tímann frá 1930 og ffam yfir 1960, en þá verða flest þau dæmi um pólitísk ærsl í bókmenntalífi sem eftirminnilegust hafa orðið. II Þegar menn riíja upp bókmenntaskrif þessara áratuga finna þeir vissulega mörg dæmi um dómhörku sem ber pólitískan svip. Reyndar hafði flest mun sterkari pólitískan lit á þeim tíma sem hér um ræðir en nú, þetta var tími flokkaveldis: allir sem um munaði voru miskunnarlaust dregnir í pólitíska dilka á hvaða sviði sem þeir störfuðu. En það kemur samt fljótlega í ljós að það er mikil oftúlkun að tala um alveldi pólitísks ofstækis, hvað þá að ofstæki eða dómharka séu á eina hlið. Það er í gangi augljós hneigð til að „halda með sínum mönnum“ og halla þá á „hina.“ Sú hneigð er gömul og ný: lesendur láta það hafa áhrif, misjafnlega sterk, á dóma sína um bókmenntir, hvort hugmyndir og túlkun höfunda eru í takt við þau gildi sem þeim sjálfum eru kær eða ganga þvert á þau. Sú hneigð var mun sterkari á fjórða áratugnum og svo á árum eftir stríð þegar lesendur höfðu í mörgum greinum aðra afstöðu til bókmennta en nú, komu þeim fyrir nær miðju tilverunnar og treystu mjög á „sína höfunda“ sér til stuðnings í glímunni við tilveruna og samfélag- ið. Samt er þessi tilhneiging ekki jafn fyrirferðarmikil og menn gætu haldið. Þegar á heildina er litið dofna fljótlega allar línur, ekki síst þær pólitísku. Bókaskrif á íslandi einkenndust lengi vel af velviljuðu, ástríðulitlu og al- mennu tali um listræn tök og vel heppnaðar persónulýsingar og að gaman væri að fá að heyra meira frá höfundinum - allt í þeim anda kunningjavin- semdar og skólabræðralaga sem settu sterkari svip á bókmenntaumræðuna en menn kæra sig um að muna. „Mínir menn“ eru alls ekki bara þeir sem hugsa líkt og ég í pólitík—eins og vikið verður að síðar. Auk þess finnst flest- um sem taka þátt í umræðunni að þeir þurfi að leggja sitt til að lofa bók- menntalega viðleitni yfirleitt. Maður freistast stundum til að halda að TMM 2000:3 malogmenning.is 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.