Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Blaðsíða 80
ÁRNl BERGMANN
breyta heiminum svo um muni, en hann á sér alltaf von í lesanda, einum eða
átta eða mörgum, sem kunni honum þakkir fyrir verk sem varð þeim gleði-
gjafi eða aflgjafi, breytti í einhverju lífi þeirra.
VIII
í þessum þverstæðum lifir skáldskapurinn og af þeim spretta bæði góð tíð-
indi og ill af afstöðubókmenntum og gagnrýni og viðtökum lesenda. Þau illu
tengdust því einatt að lágkúru í pólitískri umræðu sló saman við langlífa
meinsemd í bókmenntalífi: hinn fræga skáldaríg.
Stundum spruttu af þessum samslætti stórskemmtilegar uppákomur,
gleymum því ekki. Erlendur Jónsson greinir frá því í endurminningum sín-
um, að þeir Indriði G. Þorsteinsson og Jóhann Hjálmarsson hafi farið saman
í upplestrarferð í skóla á Norðurlandi. í heimavistarskóla einum er illa á móti
þeim tekið og þegar skáldgestir finna bækur eft ir Thor Vilhjálmsson í hillu í
stofu skólastjóra en engar eftir sjálfa sig, þá þykjast þeir vissir um að þeir séu
„staddir á pólitísku rauðatorgi og vissara að vera við öllu búnir.“ Skólastjóri
hljóti reyndar að vera kommúnisti „og það af ósvífnara taginu.“ Þetta reynd-
ist svo mesti misskilningur, skólastjórinn var víst góður og gegn hægrimaður
- en atkvæðalítill, “ef ekki rola hreint og beint.“43
Kenningar um ofsóknir kommúnista, yfirgang vinstrimanna, eða þá um
skaðræðisáhrif stjórnmála á bókmenntaheiminn, gátu allar komið í góðar
þarfir. Höfundur fær ekki þá viðurkenningu sem hann dreymir um og finn-
ur sér þá nokkra huggun í því að það sé pólitísku andstreymi að kenna - um
þetta eru nokkur dæmi sem áður var á minnst. En svo er annað: pólitíkin var
þægilegur blóraböggull í víðari skilningi. Það var freistandi að kenna henni
um allt sem miður fór í sambýli skálda.
Indriði G. Þorsteinsson segir í grein um Guðmund Hagalín (Lesbók Mbl.
10.11.1998) að það hafi verið honum ný reynsla að „pólitísk slagsmál“ væru
látin ná til bókmennta á íslandi „þar sem skáld höfðu fengið að vera skáld í
friði.“ Þetta er rangt. Skáld voru ekki skáld í friði. Nítjánda öldin var tími
þjóðskálda sem oftar en ekki ætluðu hvert annað lifandi að drepa vegna þess
blátt áfram að þau voru hvert fyrir öðru, „hinir“ eru alltaf að hrifsa til sín
verkefni og ffægð, „trana sér ffam“.44 Og um aldamótin næstsíðustu ramba
þeir Þorsteinn Gíslason og Einar Benediktsson, skáldritstjórar báðir tveir,
blindir af heift á milli pólitískra svívirðinga og hnútukasts um það hve aumt
skáld andstæðingurinn sé.45
Til er skemmtileg ffásögn Davíðs Stefánssonar af því þegar hann, korn-
ungur maður, lendir í samkvæmi skálda á Akureyri - hann sest að sumbli
78
malogmenmng.is
TMM 2000:3