Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Page 108
Sameining Máls og menningar og Vöku-Helgafells I sumar var endanlega gengið frá sameiningu Máls og menningar hf. og Vöku-Helgafells hf. í fyrirtækinu Eddu - miðlun og útgáfu hf. Sameiningin hefur að vonum vakið nokkra athygli í útgáfu- og bókmenntaheiminum, og ekki nema sjálfsagt að gera áskrifendum TMM og dyggum félagsmönnum MM stutta grein fyrir henni. Er þá fyrst til að taka að um nokkurra ára skeið hefur rekstur og eignarhald MM verið aðskilið með þeim hætti, að reksturinn hefur verið í höndum Máls og menningar hf., en það félag síðan allt í eigu Bókmenntafélagsins Máls og menningar, sem er sjálfseignarstofnun. Þótt rekstur MM hf. sé nú lagður inn í annað fyrirtæki, er því ekki verið að leggja Mál og menningu niður, þar sem Bókmenntafélagið verður áfram til sem eins konar eignarhaldsfélag, með sömu markmið og áður, þ.e. „að efla ffjálsa þjóðmenningu með bókaútgáfu, fjölmiðlun og annarri upplýsingastarfsemi" einsog segir í skipulagsskrá félagsins. Bókmenntafélagið MM ræður, m. a. í gegnum einkahlutafélögin Mál og menningu - Heimskringlu og Vegamót, sem eru að öllu eða langmestu leyti í eigu þess, yfir þessum eignum helstum: 1. Helmingi hlutabréfa í Eddu - miðlun og útgáfu hf. 2. Stærstum hluta húseignarinnar að Laugavegi 18. 3. öðrum eignum sem myndast hafa í félaginu og ekki voru lagðar inn í hið sameinaða fyrirtæki. Það má því segja að Mál og menning sé vel í stakk búið til þess að hafa áhrif á bókaútgáfu og miðlun, einsog því var í upphafi ætlað. En af hverju þessi sameining? Undirritaðir eru ekki í nokkrum vafa um að hún er skynsamlegt skref, þótt fyrirtækið eigi það síðan undir starfsfólki sínu og stjórn að láta þá möguleika sem búa í henni verða að veruleika. Mál og menning var komin að ákveðnum endimörkum í þróun sinni, og til að taka ný og stór skref í starfseminni hefði fyrirtækið þurff að leita sér að fjárfestum eða samstarfsaðilum. Vaka-Helgafell fór í raun inn á þær brautir þegar stór hluti í fyrirtækinu var seldur FB A - það var leið til að sækja sér fjármagn til að takast á við ný verkefni. En lifði ekki MM ágætu lífi og þurfti frekari vaxtar við? Þegar rætt er um nauðsyn stækkunar er öðru fremur verið að horfa til þeirra verkefna sem við blasa. íslensk bókmenning þarf að sækja á brattann um þessar mundir. Ekki bara vegna þess hversu ótrúlega mikil og fjölbreytt önnur afþreying er í boði, heldur líka vegna tækniþróunarinnar. Fyrir nokkrum árum voru bókaútgefendur sannfærðir um að bókin héldi velli, sama hvað gerðist í tölvu- heiminum; núna er flestum þeirra ljóst að rafbækur munu taka æ meira til sín, og að sífellt meira efhi muni verða miðlað um netið. Jafnvel á sviði fagurbókmennta, þar sem bókarformið sjálft hefur virst nánast óaðskiljanlegur hluti lestrarnautnarinnar, 106 malogmenning.is TMM 2000:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.