Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Qupperneq 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Qupperneq 115
RITDÓMAR fyrirmyndir í lífinu. Hún reynir að lifa eins og ein af körlunum og virðist ætla að takast það bærilega enda er kynhlutverk hennar engan veginn fyrirfram ákvarð- að. Það verður þó smámsaman knýjandi fyrir hana að komast að því hvar mörkin milli hennar og þessara fimm karlmanna liggja og hún yfirgefúr heimilið í þeim tilgangi öðrum þræði. Og þó að stúlkan hylji kvenlegan líkama sinn rækilega undir hólkvíðri lopapeysu er hún fúll af losta og nautn og laus við alla blygðun þegar það á við. Karlarnir kalla hana „húsmóðurina" í gríni en í raun og veru eru það þeir sem skipta með sér húsmóðurhlutverkinu á heimilinu. Stúlkan er fullkomlega laus undan matseld, þrifúm og heimilishaldi enda þótt hún þurfi stöku sinnum að skreppa út í búð. Þannig er hefðbundnum kynhlutverkum umsnúið. Stúlkan er eins og ein af körlunum og er það undirstrikað rækilega í lokin þegar hún hefúr komið sér upp athvarfi úti í bæ eins og þeir. Eitt af því sem vekur athygli í sögunni er að stúlkan er sífeht hungruð og það er stöðugt verið að gefa henni að borða. Matur og matargerð er raunar afar fyrir- ferðarmikið þema í sögunni og það er eft- irtektarvert að þeir karlmenn sem koma við sögu eru ýmist að gefa stúlkunni að borða eða njóta hennar kynferðislega. Hvorki matur né kynlíf geta þó satt það hungur sem raunverulega kvelur stúlkuna. María mey og litli svarti Sambó Árið 1998 kom út smásagnasafnið Á meðati hann horfir á þig ertu María mey. Það var fyrsta skáldverk höfundar. Þar sýndi Guðrún Eva að hún er hugmynda- ríkur höfundur sem fer ótroðnar slóðir og tekst á listilegan hátt að skapa and- rúmsloft gáska og fjarstæðukenndrar fegurðar. Þar er að finna sömu einlægn- ina og hispursleysið í lýsingum á sam- skiptum kynjanna og í Ljúlí Ijúlí og þar fjalla sögurnar ennfremur um ungar stúlkur sem eru duglegar við að skapa sér sjálfstæða tilveru. f smásagnasafninu settu trúarlegar tengingar mark sitt á sumar af sögunum og höfðu sterk áhrif og þar var einnig leikið með ýmsar ævintýravísanir. í Ljúlí Ijúlí er farin sama leið enda þótt trúarvís- anir virki þar fremur eins og skraut þar sem þær falla í skuggann af ýmsum öðr- um. Faðir Sögu málar t.d. af henni helgi- mynd þar sem hún líkist Maríu mey og stúlkan þráir hreinleika, sakleysi og fegurð. Saga hefúr ennfremur unun af því að hlusta á trúarlega tónlist (sálu- messu). Það vekur þó athygli að hún ger- ir það í felum og síðustu orðin sem hún skrifar í dagbók sína eru þessi: Guð er sannleikur og Guð er fullkom- inn. Með því að nálgast sannleikann hlýt ég að nálgast fullkomnunina og þá sættist ég við (bls. 236.) ... sjálfa mig ... lífið ... gæti lesandi botnað en einhvern veginn virkar þetta trúarlega niðurlag algjörlega úr takt við kaldhæðnislegan stíl sögunnar þar sem kirkjan er kölluð Hallgrímur og Guð er uppnefndur Gussi. Hinar trúarlegu teng- ingar sögunnar jaðra líka við ofhleðslu ekki síst þar sem stúlkan verður allt í senn hóran útskúfaða, María mey, Mjall- hvít, Þyrnirós og litli svarti Sambó. Sagan felur í sér afhelgun ýmissa goð- sagna og siðferðislegra gilda. Sagt er ffá sifjaspelli og kynferðislegri misnotkun eins og um hversdagsleg tíðindi sé að ræða og stúlkan kippir sér ekki upp við þær óvenjulegu fjölskylduaðstæður sem hún býr við. Frásögnin er vafin í búning hispursleysis, gáska og kaldhæðni, eink- um samtölin sem mörg hver eru mjög skemmtilega skrifuð. Sagan er full af hugmyndum og möguleikum en svolítið TMM 2000:3 malogmenning.is 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.