Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 116
RITDÓMAR ofhlaðin, ómarkviss og reikandi eins og Saga sjálf. Og lesandi kemst ekki hjá því að fá á tilfmninguna að höfundi liggi ekkert nýtt á hjarta heldur hafi hann ein- faldlega ákveðið að endurvinna fyrri bók sína, rétt eins og Saga virðist ætla sér að gera í lok Ljúlí Ijúlí. Þessi endurritun er ekki eingöngu fólgin í stíl og hugmyndum heldur eru sumir kaflarnir beinlínis orðrétt endur- teknir og sömu nöfnin á persónunum stinga upp kolli. Hvað höfundi gengur til með þessu skal ósagt látið. Þetta er kannski bara skemmtilegur leikur en les- andi kemst ekki hjá því að taka eftir að rödd höfundar hefur breyst, hún er dekkri, stirðari og hásari og virkar ekki eins öguð og íyrr. Halla Kjartansdóttir Ekki er allt gull sem glóir Didda: Gullið í höjðinu. Skáldsaga. Forlagið 1999.159 bls. Gullið í höfðinu er þriðja skáldverk Diddu (Sigurlaugar Jónsdóttur), áður hafa kom- ið út ljóðabókin Lastafans og lausar skrúfur (1995) og Erta, skáldsaga í dag- bókarformi (1997). Með íyrstu bókinni kvað Didda sér hljóðs með eftirtektar- verðum hætti; ljóð hennar þóttu áhrifa- mikil og sterk þrátt fyrir ógnvekjandi innihald og framsetningu. Það var kannski öðru fremur efni og efnistök Diddu sem sættu tíðindum: berorðar, gróteskar lýsingar hennar á kynlífi og ofbeldi, mannlegri niðurlægingu og sárs- auka, oftast sett ffam á einkar kaldhamr- aðan hátt, boðuðu nýja strauma í íslenskum samtímabókmenntum eins og gengið hefur eftir í verkum ýmissa fleiri nýliða á skáldabekk. Erta samanstendur af árslangri dagbók samnefndar persónu sem lætur flest það flakka sem hún kærir sig um og hér er það sem áður bersögli um kynlíf og annarlega hegðun sem setur svip sinn á texta Diddu. í nýju skáldsögunni er sögð saga Kötlu sem er kynnt fýrir okkur á bókar- kápu á eftirfarandi hátt: Kada er vistmaður á geðdeild. Hún hefur ekki sagt orð í langan tíma. Hér fær hún hins vegar málið og segir okk- ur sína merkilegu sögu. Þar verður hún að treysta á gullið í höfðinu. /... / Didda opnar lesandanum sýn inn í heim geðveikra og hlífir engum í ógleymanlegri ffásögn af ungri mál- lausri konu. (Baksíða bókarkápu.) Margt er forvitnilegt í þessum texta og ýmsar spurningar kvikna hjá væntanleg- um lesanda bókarinnar: Af hverju hefur Katla ekki sagt orð í langan tíma? Og hver er hennar merkilega saga? Geymum þær spurningar um sinn. Hetjusaga? Gullið íhöfðinu ber undirtitilinn „Hetju- saga“ sem að sjálfsögðu hefur á sér írónískan blæ eins og raunin er einnig um aðra og mun ffægari skáldsögu sem ber þennan sama undirtitil. Fátt er hægt að finna sameiginlegt með þeim Bjarti í Sumarhúsum og Ködu, ungu konunni sem er „hetja" Gullsins í höfðinu, nema ef vera skyldi að bæði eru þau fremur andhetjur en hetjur ef mælt er á þekktan skala bókmenntalegra hetjudáða. Slíkt andhetjulegt „eðli“ Kötlu er margítrekað í fyrsta kafla bókarinnar sem hefst á sjálfslýsingu: „Ég er örvhent, rauðhærð og með gleraugu. Ég er fjarsýn... „ (5). Að vera rauðhærður í skáldsögu er yfirleitt ávísun á það að vera öðruvísi, utangarðs og öðrum illskiljanlegur (áhrifin marg- faldast líklega þegar viðkomandi er einnig með gleraugu og örvhentur!). Annarleiki Ködu (í tvöfaldri merk- 114 malogmenning.is TMM 2000:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.