Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2000, Side 124
RITDÓMAR útundan sér og taka völdin af sögumanni, ein minning er borin uppi af ótal þráðum sem geta leitt ffásögnina í mismunandi áttir og verður sögumaður off að beita sig hörðu til að láta ekki berast af leið. Birtan á fjöllunum er því mjög sjálfs- meðvituð saga og sögumaður er einnig mjög meðvitaður um erfiðið sem fylgir því að festa minningar í orð. Með reglu- legu millibili minnir hann lesandann á fjarlægðina í tíma og rúmi, að hann sé samtímis í borginni og í 20 ára gamalli sveit, þannig að í honum búi tvennir (eða margir) tímar og um leið á það að minnið geti verið hverfult, að fyllt sé upp í eyður hér og þar, ýmsu sleppt úr eða látið liggja milli hluta og þetta sé því hans útgáfa af sannleika þessara sumra „sem gáfu æsku [hans] svo fagran hljóm að síðar komst [hann] óskaddaður gegnum dimmustu ár” (243). Þetta er hans héraðslýsing sem byggir ef til vill síður á staðreyndum en þeirri sterku tilfinningu sem hefur lifað með honum í 20 ár og er ekki alls kostar laus við nostalgíu, á sama hátt og héraðslýsingin sem ein lykil- persóna sögunnar, skáldið Starkaður, vinnur að á ekki að vera „Opinber” saga sveitarinnar, „þjökuð samþykktum gildum” (183). Hún á öllu heldur, að hans sögn, að vera „við sjálf, líf okkar og fortíð, hugsun og verk, með öllum þeim ýkjum, öllum þeim lygum, öllum þeim sannleika, allri þeirri dásemd, öllum þeim smásálarskap, öllu því hugleysi, allri þeirri djörfung, allri þeirri mennsku sem í okkur býr” (183). Þessi tvö skáld, þ.e. sögumaður og Starkaður, eru því í vissum skilningi að skapa goðsagnaheim fýrir komandi kynslóðir að sækja í, sögur sem gefa lífi þeirra og afkomenda þeirra merkingu með því að tengja þau við fortíð sem að einhverju leyti er að líða undir lok, einhvers konar veröld sem var sem engu að síður er forsenda þeirrar sem tekur við. Það er svo þriðju bókinni í bókinni sem ædað er að innihalda sjálfan sann- leikann, þ.e. orð Guðs. Bókin er afrakstur af ævistarfi þriggja kynslóða, bóndans sem ávallt gengur undir nafninu Post- ulinn, föður hans og afa. Starf þeirra felst í því að „skyggna” orð biblíunnar með það fyrir augum að komast að því hver þeirra séu að sönnu orð Guðs. Öllum er bókunum þremur ædað að innihalda einhvern sannleika, einhvern dýrmætan fjársjóð sem í fyrri tilfellunum tveimur má ekki glatast en sem aldrei kemur fyrir sjónir manna í því þriðja. Sannleiks- kverið er numið á brott af persónu sem sumir í sveitinni álíta sjálfan guð en sögumaður, um stundarsakir a.m.k., skáldskapinn holdi klæddan. Þessi dularfulli gestur telur manninn ekki ráða við sannleikann, en kannski eru hér- aðslýsing Starkaðar og sú frásögn sem sögumaður situr við að setja saman aðrar útgáfur sannleikans, sögur sem bera í sér fegurð og birtu í anda róm- antískra hugmynda um skáldskapinn. Rómantík En það eru deiri skáld en skáldin í þessari sögu. f vissum skilningi er sveitafólkinu lýst sem skáldum sem yrkja jörðina á sama hátt og önnur skáld orðin. Náttúran er lifandi í texta bókarinnar, hún er mjög víða persónugerð í ljóð- rænum náttúrumyndum og verður eins og sjálfstæð en margbreytileg persóna sem fólkið í sveitinni er í lifandi tengslum við, á sama hátt og skáldin við orðin. Náttúran og skáldskapurinn virðast á einhvern hátt heyra saman, enda kemur smám saman í ljós að titill bókarinnar vísar ekki eingöngu til náttúrunnar. Fjöllin eru nefnilega ekki bara gerð úr urð og mosa heldur einnig orðum og birtan sem býr á eða yfir þessum fjöllum er einhvers konar sannleiksmynd sem 122 malogmenning.is TMM 2000:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.