Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 13

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 13
8 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Að „veita ánægju og forðast sárindi“ Hún staðhæfir að skortur á mannasiðum sé eitt stærsta félagslegt vandamál okkar tíma (1993). Mannasiðirnir eru að hennar dómi hvorki þjónar siðferðisdygðanna, né sjálfir siðferðisdygð eða -dygðir, heldur tryggir samverkendur – og raunar eldri en nokkur dygð. Mannasiðirnir og dygðirnar vinna þannig einatt saman að því að halda uppi friði og farsæld í samfélögum; en þá sjaldan boð þeirra stangast á eiga mannasiðirnir að njóta forgangs. Án mannasiðanna yrði siðferðið seyrið. Ef við skoðum dæmi Martin um árekstra siðferðis og mannasiða sjáum við að skilningur hennar á því hvað sé siðferðileg dygð er afar þröngur. Martin nefnir að þegar fólk felli óbeðna dóma um okkur upp í opið geðið á okkur sé það skýrt dæmi um dygðina heiðarleika, en oftar en ekki ættu góðir mannasiðir að trompa þá dygð. Og þegar ókunnur borðnautur á veitingahúsi bendir okkur á að maturinn sem við ætluðum að panta sé of fituríkur segir Martin að hann sé að viðhafa dygðina góðvild, en það að hann láti þess orð gossa sýni að hann kunni sig ekki. Það sem Martin gerir sér ekki grein fyrir er að til eru siðferðilegar klípur þar sem ein dygð rekst á aðra. Vel kann að vera að persónurnar sem hún lýsir auðsýni dygðirnar heiðarleika og góðvild, en það þýðir ekki að þær séu dygðugar í heild við hinar gefnu aðstæður. Iðulega rekast boð tveggja eða fleiri dygða á í hinu daglega lífi okkar og þá reynir á næmi okkar fyrir hinum sérstöku kringumstæðum: hvaða dygð á að ráða. Í dæmunum sem Martin tekur myndi ég álíta að tillitssemi ætti með réttu að trompa heiðarleikann og góðvildina; og tillitssemi er vitaskuld viðurkennd siðferðileg dygð. Greining Martin byggist á þeirri ranghugmynd að breytni manns við tilteknar aðstæður falli skilyrðis- og vandræðalaust undir eina og aðeins eina siðferðisdygð (eða einn og aðeins einn löst) og sé þetta dygð sem ekki eigi við í hinu gefna tilviki þá komi mannasiðirnir eins og himnasending til að snúa okkur frá villu. Hún seilist um hurð til loku: notar í raun boð dygða sem hafa siðferðilegt gildi til að rökstyðja að niðurstaðan sem hún vill að við komumst að hafi sjálfstætt ósiðferðisbundið gildi. Eins og við munum þá gekk kenning Aristótelesar um vingjarnleikann einnig út á sjálfstætt gildi hans: en það var sjálfstætt siðferðilegt gildi – ekki ósiðferðisbundið – sem gildi dygðar meðal dygða. Samkvæmt greiningu hans yrðum við að segja um Beggu að þótt hún auðsýni ýmsar siðferðisdygðir í kennslu sinni þá skorti hana eina slíka dygð: vingjarnleikann. Mér virðist það skynsamlegri kostur en þeir sem reifaðir hafa verið í þessum hluta ritgerðarinnar. Vingjarnleiki sem dygð í kennslu Hin aristótelísku rök fyrir því að vingjarnleiki sé raunveruleg, sjálfstæð siðferðisdygð hafa umtalsverðar hagnýtar afleiðingar, ekki síst á þeim fræðasviðum er tengjast samskiptum við hópa sem standa höllum fæti af einhverjum ástæðum: vegna aldurs, kyns, litarháttar, sjúkdóma og svo framvegis. Það dýpkar til dæmis skilning á þýðingu alúðlegrar framkomu heilbrigðisstarfsfólks við sjúka og aldraða að lýsa henni sem siðferðilegri dygð fremur en einvörðungu sem þægilegu og hentugu kurteisisatriði. Vöntun á siðferðilegri dygð rýrir heilbrigðisstarfsmanninn sem fagmann; brot á kurteisisvenju er hvimleitt en grefur ekki nauðsynlega undan fagmennsku. Ég ætla þó ekki að fjölyrða hér um vingjarnleika sem dygð á heilbrigðisstofnunum heldur snúa mér að þessari sömu dygð í kennslustofunni þar sem ekki er síður mikilvægt að sýna aðgát í nærveru sálna. Á báðum stöðum ríkir sérstakt samband milli fagmanna og skjólstæðinga vegna þess að hinir síðarnefndu eru svo augljóslega veikari aðilinn. Jafnvel þeir sem eiga bágt með að fallast á öll rök Aristótelesar fyrir vingjarnleika sem almennri siðferðisdygð ættu að geta samþykkt gildi hennar sem stöðubundinnar dygðar við slíkar aðstæður. Síðustu tvo áratugi eða svo hefur skilningur glæðst verulega á hlutverki kennarans sem siðferðilegrar fyrirmyndar og siðferðilegs uppalanda, í kennslustofunni jafnt sem utan hennar (sjá t.d. Carr, 1991; Campbell, 2003).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.