Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 31
26
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006
Sam- og tvíkynhneigðir eru þjóðfélagshópur,
sem verður fyrir aðkasti og fordómum vegna
kynhneigðar sinnar (Herek, 1988, 2002;
Þorvaldur Kristinsson, 2000). Þó ýmislegt
bendi til aukins umburðarlyndis á síðustu
áratugum eru neikvæð viðhorf og fordómar enn
til staðar í skólum ekki síður en samfélaginu
almennt (Sears, 1992; Van de Ven, 1995).
Afleiðingin getur m.a. verið sú að sam- og
tvíkynhneigðir unglingar eigi í meiri erfið-
leikum í skólanum en aðrir nemendur og verði
hættara við félagslegum og heilsufarslegum
vandamálum, svo sem þunglyndi, átröskun,
áfengis- og fíkniefnamisnotkun og jafnvel
sjálfsvígi (sjá t.d. Fontaine, 1998; Fontaine og
Hammond, 1996; Robin o.fl., 2002; Russell,
Driscoll og Truong, 2002; Russell og Joyner,
2001).
Skýrt kemur fram bæði í Aðalnámskrá
grunnskóla (1999) og siðareglum Kennara-
„Svona eða hinsegin“:
Áhrif fræðslu á viðhorf kennara
til sam- og tvíkynhneigðra
Kristín Elva Viðarsdóttir, Háskólanum á Akureyri
Sif Einarsdóttir, Háskóla Íslands
Sam- og tvíkynhneigðir unglingar verða fyrir aðkasti og fordómum. Þetta getur haft alvarlegar
afleiðingar í för með sér, svo sem þunglyndi, lágt sjálfsmat og aukna hættu á sjálfsvígum. Í ljósi
fyrri rannsókna og hugmynda um áhrif fræðslu á fordóma var kannað hvort skipulögð fræðsla gerði
viðhorf grunnskólakennara til sam- og tvíkynhneigðar jákvæðari. Alls 137 grunnskólakennarar í
þremur skólum tóku þátt í rannsókninni. Í upphafi rannsóknar voru viðhorf þátttakenda til sam-
og tvíkynhneigðar metin og þekking þeirra á málefnum þessara þjóðfélagshópa mæld. Rúmum
mánuði síðar fengu þátttakendur í tilraunahópi skipulagða fræðslu um sam- og tvíkynhneigð.
Eftir það svöruðu allir þátttakendur spurningalistunum aftur. Niðurstöður sýndu að þekking á
málefnum sam- og tvíkynhneigðra jókst og viðhorf til þessara þjóðfélagshópa urðu jákvæðari hjá
þeim sem fengu skipulagða fræðslu um málefni sam- og tvíkynhneigðra. Engar breytingar komu
fram í samanburðarhópnum sem fékk ekki fræðslu. Hægt er að hafa jákvæð áhrif á viðhorf og bæta
þekkingu kennara á sam- og tvíkynhneigðum með stuttri fræðslu og bæta þannig umhverfi þessara
ungmenna í skólum landsins.
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006, 26–40
Hagnýtt gildi: Starfshættir grunnskólans skulu mótast og einkennast af fordómaleysi,
umburðarlyndi, jafngildishugmyndum og virðingu fyrir einstaklingum. Rannsóknin sýnir að
tiltölulega stutt fræðsla fyrir kennara hafi jákvæð áhrif á bæði þekkingu og viðhorf þeirra til
sam- og tvíkynhneigðra. Ef námskeið af þessu tagi væru í boði fyrir grunnskólakennara mætti
bæta hæfni kennara til að takast á við þann vanda sem steðjar að sam- og tvíkynhneigðum
ungmennum í skólanum á tiltölulega einfaldan og ódýran hátt. Önnur hagnýt afurð þessarar
rannsóknar er mælitækin sem þýdd og staðfærð voru hérlendis og meta kynhneigðarhroka
og gagnkynhneigðarrembu og leggur rannsóknin grunn að frekara mati á eiginleikum þeirra
og meiri rannsóknum á þessu sviði.