Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 31

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 31
26 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Sam- og tvíkynhneigðir eru þjóðfélagshópur, sem verður fyrir aðkasti og fordómum vegna kynhneigðar sinnar (Herek, 1988, 2002; Þorvaldur Kristinsson, 2000). Þó ýmislegt bendi til aukins umburðarlyndis á síðustu áratugum eru neikvæð viðhorf og fordómar enn til staðar í skólum ekki síður en samfélaginu almennt (Sears, 1992; Van de Ven, 1995). Afleiðingin getur m.a. verið sú að sam- og tvíkynhneigðir unglingar eigi í meiri erfið- leikum í skólanum en aðrir nemendur og verði hættara við félagslegum og heilsufarslegum vandamálum, svo sem þunglyndi, átröskun, áfengis- og fíkniefnamisnotkun og jafnvel sjálfsvígi (sjá t.d. Fontaine, 1998; Fontaine og Hammond, 1996; Robin o.fl., 2002; Russell, Driscoll og Truong, 2002; Russell og Joyner, 2001). Skýrt kemur fram bæði í Aðalnámskrá grunnskóla (1999) og siðareglum Kennara- „Svona eða hinsegin“: Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra Kristín Elva Viðarsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sif Einarsdóttir, Háskóla Íslands Sam- og tvíkynhneigðir unglingar verða fyrir aðkasti og fordómum. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, svo sem þunglyndi, lágt sjálfsmat og aukna hættu á sjálfsvígum. Í ljósi fyrri rannsókna og hugmynda um áhrif fræðslu á fordóma var kannað hvort skipulögð fræðsla gerði viðhorf grunnskólakennara til sam- og tvíkynhneigðar jákvæðari. Alls 137 grunnskólakennarar í þremur skólum tóku þátt í rannsókninni. Í upphafi rannsóknar voru viðhorf þátttakenda til sam- og tvíkynhneigðar metin og þekking þeirra á málefnum þessara þjóðfélagshópa mæld. Rúmum mánuði síðar fengu þátttakendur í tilraunahópi skipulagða fræðslu um sam- og tvíkynhneigð. Eftir það svöruðu allir þátttakendur spurningalistunum aftur. Niðurstöður sýndu að þekking á málefnum sam- og tvíkynhneigðra jókst og viðhorf til þessara þjóðfélagshópa urðu jákvæðari hjá þeim sem fengu skipulagða fræðslu um málefni sam- og tvíkynhneigðra. Engar breytingar komu fram í samanburðarhópnum sem fékk ekki fræðslu. Hægt er að hafa jákvæð áhrif á viðhorf og bæta þekkingu kennara á sam- og tvíkynhneigðum með stuttri fræðslu og bæta þannig umhverfi þessara ungmenna í skólum landsins. Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006, 26–40 Hagnýtt gildi: Starfshættir grunnskólans skulu mótast og einkennast af fordómaleysi, umburðarlyndi, jafngildishugmyndum og virðingu fyrir einstaklingum. Rannsóknin sýnir að tiltölulega stutt fræðsla fyrir kennara hafi jákvæð áhrif á bæði þekkingu og viðhorf þeirra til sam- og tvíkynhneigðra. Ef námskeið af þessu tagi væru í boði fyrir grunnskólakennara mætti bæta hæfni kennara til að takast á við þann vanda sem steðjar að sam- og tvíkynhneigðum ungmennum í skólanum á tiltölulega einfaldan og ódýran hátt. Önnur hagnýt afurð þessarar rannsóknar er mælitækin sem þýdd og staðfærð voru hérlendis og meta kynhneigðarhroka og gagnkynhneigðarrembu og leggur rannsóknin grunn að frekara mati á eiginleikum þeirra og meiri rannsóknum á þessu sviði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.