Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 35
30
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006
Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra
vegna þess að mikil umræða um málefni sam-
og tvíkynhneigðra átti sér stað í samfélaginu
á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Því
reyndist nauðsynlegt að nota samanburðarhóp
til þess að gera ályktanir um áhrif fræðslunnar
mögulegar. Viðhorf kennaranna til sam- og
tvíkynhneigðra, þekking þeirra á stöðu þessa
hóps ásamt framtíðarhegðun var metin í
tvígang1 í öllum skólunum, þ.e. fyrir og eftir
að fræðslan hafði farið fram í tilraunahópnum.
Þátttakendur
Þátttakendur voru alls 137 kennarar og
leiðbeinendur við þrjá grunnskóla af svipaðri
stærð. Af þeim voru 81% konur og 19% karlar.
Leyfi fékkst fyrir framkvæmd rannsóknarinnar
frá skólastjórum og var hún tilkynnt til Persónu-
verndar. Lögð var áhersla á það við kennarana
að þeim væri frjálst að hafna þátttöku í
rannsókninni og hætta hvenær sem þeir vildu.
Einn skólanna var valinn sem tilraunahópur og
fengu kennarar þess skóla fræðslu um málefni
sam- og tvíkynhneigðra, meðan kennararnir í
hinum tveimur skólunum voru valdir til að vera
í samanburðarhóp og fengu þeir enga fræðslu
um þessi málefni. Hentugleikaaðferð var notuð
við val skólanna. Einn skólastjóranna hafði
nýlega farið þess á leit við sjálfstætt starfandi
sérfræðing í hinsegin fræðum að fá fræðslu
um samkynhneigð til handa kennurum og
starfsfólki og því var þessi skóli valinn til
þátttöku í rannsókninni sem tilraunaskóli. Auk
þess voru valdir tveir skólar til samanburðar,
annar í sama bæjarfélagi og tilraunahópurinn en
hinn utan þess bæjarfélags. Allir þátttakendur
svöruðu spurningalistum um viðhorf, þekkingu
og hegðun í tvö skipti. Af þeim 50 kennurum
sem leitað var til í tilraunahópnum svöruðu
40 spurningalistanum áður en fræðslan fór
fram, eða 80%, en eftir fræðsluna svöruðu 43
kennarar spurningalistanum eða 86%. Af þeim
87 kennurum í samanburðarhópnum sem leitað
var til svöruðu 65 spurningalistanum í fyrri
fyrirlögninni, eða 75%, en 50 tóku þátt í þeirri
síðari, eða 57%.
Spurningalistar
Spurningalistarnir Mat á kynhneigðarhroka
og Sértæk viðhorf kennara til samkynhneigðra
voru notaðir til að meta bæði almenn og sértæk
viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra.
Þar sem aukin þekking er talin forsenda
viðhorfsbreytinga var kannað hvort fræðslan
skilaði sér. Til að meta þekkingu þátttakenda
var notaður sérstakur kvarði sem kallaður
er Þekking á samkynhneigð. Viðhorf eru
talin hafa áhrif á hegðun fólks (Ajzen,
1982, 2002) og því var lagður fyrir listi
sem kallast Framtíðarhegðun kennara sem
metur viðbrögð við aðstæðum sem tengjast
sam- og tvíkynhneigð sem geta skapast í
skólakerfinu. Ekkert ofangreindra mælitækja
hefur áður verið notað á Íslandi og eftir að
leyfi til þýðingar fékkst frá höfundum þeirra
voru þau því þýdd og staðfærð fyrir íslenskar
aðstæður. Öll mælitækin voru þýdd yfir á
íslensku og bakþýdd af tveimur tvítyngdum
einstaklingum auk þess sem íslenskufræðingur
yfirfór lokaútgáfu íslensku þýðingarinnar2.
Mat á kynhneigðarhroka (The Modern
Homophobia Scale - MHS) er notaður til að
meta kynhneigðarhroka. Listinn samanstendur
af 46 fullyrðingum sem endurspegla viðhorf til
samkynhneigðra einstaklinga (Raja og Stokes,
1998). Hverri fullyrðingu listans er svarað á
5-punkta Likert–kvarða, 1 = mjög ósammála
og 5 = mjög sammála. Listinn skiptist í tvennt.
Annars vegar eru 24 fullyrðingar sem tilheyra
kvarða sem mælir viðhorf til lesbía (MHS-
L). Dæmi um slíka fullyrðingu er: „Lesbíur
ættu að fara í meðferð til að breyta kynhneigð
sinni“. Hins vegar eru 22 fullyrðingar sem
tilheyra kvarða sem mæla viðhorf til homma
(MHS-G) t.d.: ,,Mér finnst í lagi að sjá tvo
karlmenn leiðast hönd í hönd“. Heildareinkunn
sem endurspeglar viðhorf til homma annars
vegar og lesbía hins vegar er fengin með því að
leggja saman atriðin á hvorum kvarða. Þar sem
þessir tveir kvarðar hafa ekki sama fjölda atriða
er deilt með heildarfjölda þeirra til að gera
niðurstöðutölurnar sambærilegar. Heildarskor
1 Tilraunahópurinn svaraði spurningalistanum auk þess í þriðja skipti 10 vikum eftir fræðsluna (sjá Kristín Elva
Viðarsdóttir, 2006).
2 Hægt er að sjá spurningalistana í heild sinni í meistararitgerð Kristínar Elvu Viðarsdóttur (2006).