Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 35

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 35
30 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra vegna þess að mikil umræða um málefni sam- og tvíkynhneigðra átti sér stað í samfélaginu á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Því reyndist nauðsynlegt að nota samanburðarhóp til þess að gera ályktanir um áhrif fræðslunnar mögulegar. Viðhorf kennaranna til sam- og tvíkynhneigðra, þekking þeirra á stöðu þessa hóps ásamt framtíðarhegðun var metin í tvígang1 í öllum skólunum, þ.e. fyrir og eftir að fræðslan hafði farið fram í tilraunahópnum. Þátttakendur Þátttakendur voru alls 137 kennarar og leiðbeinendur við þrjá grunnskóla af svipaðri stærð. Af þeim voru 81% konur og 19% karlar. Leyfi fékkst fyrir framkvæmd rannsóknarinnar frá skólastjórum og var hún tilkynnt til Persónu- verndar. Lögð var áhersla á það við kennarana að þeim væri frjálst að hafna þátttöku í rannsókninni og hætta hvenær sem þeir vildu. Einn skólanna var valinn sem tilraunahópur og fengu kennarar þess skóla fræðslu um málefni sam- og tvíkynhneigðra, meðan kennararnir í hinum tveimur skólunum voru valdir til að vera í samanburðarhóp og fengu þeir enga fræðslu um þessi málefni. Hentugleikaaðferð var notuð við val skólanna. Einn skólastjóranna hafði nýlega farið þess á leit við sjálfstætt starfandi sérfræðing í hinsegin fræðum að fá fræðslu um samkynhneigð til handa kennurum og starfsfólki og því var þessi skóli valinn til þátttöku í rannsókninni sem tilraunaskóli. Auk þess voru valdir tveir skólar til samanburðar, annar í sama bæjarfélagi og tilraunahópurinn en hinn utan þess bæjarfélags. Allir þátttakendur svöruðu spurningalistum um viðhorf, þekkingu og hegðun í tvö skipti. Af þeim 50 kennurum sem leitað var til í tilraunahópnum svöruðu 40 spurningalistanum áður en fræðslan fór fram, eða 80%, en eftir fræðsluna svöruðu 43 kennarar spurningalistanum eða 86%. Af þeim 87 kennurum í samanburðarhópnum sem leitað var til svöruðu 65 spurningalistanum í fyrri fyrirlögninni, eða 75%, en 50 tóku þátt í þeirri síðari, eða 57%. Spurningalistar Spurningalistarnir Mat á kynhneigðarhroka og Sértæk viðhorf kennara til samkynhneigðra voru notaðir til að meta bæði almenn og sértæk viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra. Þar sem aukin þekking er talin forsenda viðhorfsbreytinga var kannað hvort fræðslan skilaði sér. Til að meta þekkingu þátttakenda var notaður sérstakur kvarði sem kallaður er Þekking á samkynhneigð. Viðhorf eru talin hafa áhrif á hegðun fólks (Ajzen, 1982, 2002) og því var lagður fyrir listi sem kallast Framtíðarhegðun kennara sem metur viðbrögð við aðstæðum sem tengjast sam- og tvíkynhneigð sem geta skapast í skólakerfinu. Ekkert ofangreindra mælitækja hefur áður verið notað á Íslandi og eftir að leyfi til þýðingar fékkst frá höfundum þeirra voru þau því þýdd og staðfærð fyrir íslenskar aðstæður. Öll mælitækin voru þýdd yfir á íslensku og bakþýdd af tveimur tvítyngdum einstaklingum auk þess sem íslenskufræðingur yfirfór lokaútgáfu íslensku þýðingarinnar2. Mat á kynhneigðarhroka (The Modern Homophobia Scale - MHS) er notaður til að meta kynhneigðarhroka. Listinn samanstendur af 46 fullyrðingum sem endurspegla viðhorf til samkynhneigðra einstaklinga (Raja og Stokes, 1998). Hverri fullyrðingu listans er svarað á 5-punkta Likert–kvarða, 1 = mjög ósammála og 5 = mjög sammála. Listinn skiptist í tvennt. Annars vegar eru 24 fullyrðingar sem tilheyra kvarða sem mælir viðhorf til lesbía (MHS- L). Dæmi um slíka fullyrðingu er: „Lesbíur ættu að fara í meðferð til að breyta kynhneigð sinni“. Hins vegar eru 22 fullyrðingar sem tilheyra kvarða sem mæla viðhorf til homma (MHS-G) t.d.: ,,Mér finnst í lagi að sjá tvo karlmenn leiðast hönd í hönd“. Heildareinkunn sem endurspeglar viðhorf til homma annars vegar og lesbía hins vegar er fengin með því að leggja saman atriðin á hvorum kvarða. Þar sem þessir tveir kvarðar hafa ekki sama fjölda atriða er deilt með heildarfjölda þeirra til að gera niðurstöðutölurnar sambærilegar. Heildarskor 1 Tilraunahópurinn svaraði spurningalistanum auk þess í þriðja skipti 10 vikum eftir fræðsluna (sjá Kristín Elva Viðarsdóttir, 2006). 2 Hægt er að sjá spurningalistana í heild sinni í meistararitgerð Kristínar Elvu Viðarsdóttur (2006).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.