Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 36
31
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006
Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra
hvors kvarða er því á bilinu 1 (mjög neikvæð
viðhorf) til 5 (mjög jákvæð viðhorf). Raja og
Stokes (1998) sýndu fram á að áreiðanleiki
innra samræmis (Chronbachs alfa stuðull) í
stöðlunarúrtaki MHS-L og MHS-G kvarðanna
var 0,95.
Þekking á sam- og tvíkynhneigð er kvarði
sem byggist að mestu leyti á Homosexual
Information Scale – HIS, sem Wells og
Franken birtu 1987. Upprunalegi HIS–kvarðinn
samanstendur af 18 fullyrðingum sem er svarað
með því að gefa til kynna hvort fullyrðingin er
,,rétt“ eða ,,röng“ að mati svaranda. Heildarskor
á HIS–kvarðanum er fengið með því að leggja
saman öll rétt svör. Butler (1999) sýndi fram á
að áreiðanleiki innra samræmis HIS– kvarðans
væri 0,67 sem er í lægra lagi. Nokkur þessara 18
atriða tengdust bandaríska hernum og lagalegri
stöðu samkynhneigðra í Bandaríkjunum og
áttu því ekki við um íslenskar aðstæður. Þessar
fullyrðingar voru því teknar út og aðrar samdar
sem eiga sérstaklega við um aðstæður sam-
og tvíkynhneigðra tengdar þessum áðurnefndu
atriðum á Íslandi. Sérfræðingur í hinsegin
fræðum og íslenskufræðingur gáfu ráð um
þessar breytingar. Lokaútgáfa listans hafði
að geyma 14 atriði og því eru mögulegar
niðurstöður á bilinu 0 (mjög lítil þekking á
samkynhneigð) til 14 (mjög mikil þekking
á samkynhneigð). Dæmi um fullyrðingar á
þekkingarkvarðanum eru m.a.: „Samkynhneigð
hefur aukist síðustu 25 árin“ og „á Íslandi hafa
samkynhneigðir og gagnkynhneigðir sömu
réttarstöðu“.
Sértæk viðhorf kennara til samkyn-
hneigðar (Educator-Specific Attitudes –
EAS) samanstendur af átta fullyrðingum sem
ætlað er að mæla sértæk viðhorf kennara
til samkynhneigðar innan skólakerfisins
og var hannaður af Butler (1999). Fjórar
fullyrðingar mæla viðhorf til samkynhneigðra
nemenda, t.d.: „Ég væri sátt/ur við að nemandi
talaði við mig um kynhneigð sína“ og fjórar
fullyrðingar mæla viðhorf til samkynhneigðra
kennara t.d.: „Mér þætti óþægilegt ef skólinn
minn réði kennara sem væri opinberlega
samkynhneigður“. Hverri fullyrðingu er svarað
á 4-punkta Likert–kvarða þar sem 1 = mjög
ósammála og 4 = mjög sammála. Heildarskor
hvers þátttakanda á EAS–kvarðanum var
svo fengið með því að leggja saman svör
allra spurninganna. Mögulegar niðurstöður
voru því á bilinu 8 (jákvæð sértæk viðhorf
kennara til samkynhneigðar) til 32 (neikvæð
sértæk viðhorf kennara til samkynhneigðar). Í
rannsókn Butler (1999) var áreiðanleiki innra
samræmis 0,72.
Framtíðarhegðun kennara (Anticipated
Educator Behaviors – AEB) er listi sem
samanstendur af 14 fullyrðingum um viðbrögð
kennarans við aðstæðum sem tengjast samkyn-
hneigð innan skólakerfisins, t.d.: „Ég myndi
taka á því ef nemandi talaði niðrandi um
samkynhneigða“ (Butler 1999). Hverri full-
yrðingu er svarað á 4-punkta Likert–kvarða
þar sem 1 = mjög ósammála og 4 = mjög
sammála. Heildarskor hvers þátttakanda
á AEB–kvarðanum er fengið með því að
leggja saman svör við öllum spurningunum.
Mögulegar niðurstöður voru því á bilinu 14
(jákvæð framtíðarhegðun kennara) til 56
(neikvæð framtíðarhegðun kennara). Sýnt
hefur verið fram á áreiðanleika innra samræmis
upp á 0,74 í upphaflegri útgáfu listans (Butler,
1999).
Lýðfræðilegar upplýsingar Auk þess að
svara stöðluðum mælitækjum voru þátttak-
endur beðnir að veita upplýsingar um ýmsa
bakgrunnsþætti. Meðal þess sem spurt var um
var aldur, kynferði, trú, kynhneigð og tengsl
við samkynhneigða einstaklinga.
Framkvæmd
Í febrúar 2005 var kennurum skólanna afhent
bréf þar sem gerð var grein fyrir í hverju
þátttaka þeirra í rannsókninni væri fólgin, auk
þess sem lögð var sérstök áhersla á nafnleynd
og trúnað við þátttakendur. Þeir einstaklingar
sem gáfu upplýst samþykki sitt fyrir því að
taka þátt í rannsókninni voru beðnir að svara
spurningalistunum og skila þeim í lokuðu
umslagi til skólastjóra/aðstoðarskólastjóra
skólans. Tveimur vikum síðar var skólastjóra/
aðstoðarskólastjóra sent bréf í tölvupósti sem