Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 37

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 37
32 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra hann sendi áfram til allra kennara skólans. Þar var kennurum þökkuð þátttaka í rannsókninni en jafnframt ítrekað að ef einhverjir ættu eftir að svara spurningalistunum gætu þeir enn gert það. Sama fyrirkomulag var notað þegar þátttakendur í samanburðarhópnum voru beðnir um að svara spurningalistunum aftur í byrjun apríl 2005. Á sama tíma veitti sjálfstætt starfandi sérfræðingur í hinsegin fræðum kennurum í tilraunahópnum fræðslu um sam- og tvíkynhneigð. Strax að lokinni fræðslunni svöruðu þátttakendur spurningalistunum aftur. Fræðslan Fræðslan byggðist á efni sem Butler (1999) þróaði fyrir kennaranema og notaði til að meta áhrif fræðslu á viðhorf þeirra. Fræðslan fólst bæði í fyrirlestrum og umræðu sem auka áttu þekkingu þátttakenda á sam- og tvíkynhneigð. Rannsakendur fengu aðgang að fræðsluefni Butler og var efnið þýtt yfir á íslensku, auk þess sem bætt var við efni sem tengdist íslenskum aðstæðum, s.s., Aðalnámskrá grunn- skóla (1999) og siðareglum kennara (Kennara- samband Íslands, 2002). Einnig var farið í sögu samkynhneigðra á Íslandi og þróun lagasetningar. Fræðslan var í formi tveggja tíma fyrirlesturs og umræðna í 45 mínútur á eftir þar sem færi gafst á að spyrja út í efnið og ræða það. Í fræðslunni voru eftirfarandi atriði tekin til umfjöllunar: 1. Áhrif á nútímaviðhorf til sam- og tvíkyn- hneigðra; a) sagan og tíðarandinn, b) breytingar á íslenskum lögum, c) saman- burður við aðrar þjóðir. 2. Hvað er kynhneigð og hvernig er hún metin? 3. Skilgreiningar á hugtökum; a) er sam- og tvíkynhneigð val eða hneigð? b) kynhegðun og kynhneigðarímynd, c) kynhneigðarhroki (homophobia), d) gagnkynhneigðarremba (heterosexism). 4. Samkynhneigt ungt fólk; a) áhættuþættir, t.d. erfiðleikar í skóla, þunglyndi og sjálfsvíg, b) námskrá og siðareglur á Íslandi. Niðurstöður Markmið rannsóknarinnar var að prófa hvort skipulögð fræðsla um sam- og tvíkynhneigð leiddi til jákvæðari viðhorfa kennara til sam- og tvíkynhneigðar. Til þess að meta áhrif fræðslu á viðhorf var boðið upp á skipulagða fræðslu í einum skóla og tveir skólar voru notaðir til samanburðar. Þar sem ætlunin var að meta hvern þátttakanda tvisvar og þannig meta breytingar í svörum einstaklinga yfir tíma reyndist nauðsynlegt að merkja svarlistana á einhvern hátt. Þar sem mælingar á viðhorfum eru oft og tíðum viðkvæmar fyrir fólk var nauðsynlegt að lofa nafnleynd. Þátttakendur völdu sér því leyninafn sem þeir áttu að merkja svarblöðin með. Þessi aðferð bar ekki góðan árangur. Margir þátttakendur gleymdu þeim leyninöfnum sem þeir höfðu valið sér og því var einungis mögulegt að para saman svör 19 þátttakenda. Fyrst var áreiðanleiki þýddu kvarðanna sem notaðir voru metinn með Cronbachs alpha við fyrri fyrirlögn (N=137) til að fá einhverja hugmynd um gæði þeirra hérlendis. Áreiðanleiki þeirra fjögurra kvarða sem notaðir voru í rannsókninni reyndist vera á bilinu 0,67–0,92. Eru þetta mjög svipaðar niðurstöður og fengust með upprunalegu matslistana í rannsókn Butler (1999). Áreiðanleiki listans sem metur sértæk viðhorf kennara reyndist vera aðeins minni hérlendis (0,67) en í Bandaríkjunum (0,72) en áreiðanleiki mats á þekkingu (0,83) og framtíðarhegðun (0,85) reyndist meiri hér- lendis en erlendis (0,67 og 0,74). Í töflu 1 má sjá meðaltöl samanburðar- og tilraunahóps við forprófunina og í lok fræðslunnar fyrir alla spurningalistana sem notaðir voru til að meta þekkingu, viðhorf og framtíðarhegðun. Fyrst var kannað hvaða breytingar urðu á tilraunahópnum sem fékk fræðsluna með því að reikna áhrifsstærðir (effect size). Þetta var gert með því að draga meðaltal úr prófuninni eftir fræðsluna frá meðaltali úr prófuninni fyrir fræðsluna, síðan var deilt með samsettu staðalfráviki beggja prófana. Á þennan hátt fékkst staðlaður mælikvarði á muninn á milli þessara tveggja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.