Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 39

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 39
34 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til sam- og tvíkynhneigðra marktækur munur væri á viðhorfum, þekkingu og framtíðarhegðun tilrauna- og samanburðarhóps fyrir og eftir fræðsluna voru notuð óháð t-próf. Fyrst var kannað hvort viðhorf, þekking og væntingar um hegðun væru sambærilegar í tilrauna- og samanburðarhópi áður en fræðslan fór fram. Þetta var gert til að útiloka að munur hefði verið á hópunum áður en fræðslan fór fram. Í töflu 1 má sjá að tilraunahópurinn og samanburðarhópurinn eru mjög svipaðir í öllum mælingum nema að tilraunahópurinn virðist hafa jákvæðari viðhorf til lesbía en samanburðarhópinn við forprófunina. Reyndist ekki vera marktækur munur á öðrum kvörðum en þeim sem metur viðhorf til lesbía við forprófun. Aðalatriðið er að við mælingu tvö sem framkvæmd var rétt eftir að skipulögðu fræðslunni lauk reyndist hins vegar vera marktækur munur á tilraunahópnum og samanburðarhópnum í öllum mælingum. Niðurstöður t-prófana mun á milli saman- burðar- og tilraunahóps eftir að fræðslan fór fram er að finna í töflu 1. Í ljós kom að viðhorf tilraunahópsins urðu jákvæðari bæði til homma og lesbía eftir fræðsluna en viðhorf samanburðarhópsins sem enga fræðslu fékk. Eins var dreifing svara innan samanburðar- hópsins meiri en innan tilraunahópsins. Sértæk viðhorf kennara til samkynhneigðar voru jákvæðari hjá tilraunahópnum en samanburðarhópnum og það sama má segja um áætlaða framtíðarhegðun kennara við aðstæður tengdar samkynhneigð innan skólakerfisins. Einnig má sjá í töflu 1 að þekking á málefnum sam- og tvíkynhneigðra var meiri hjá þeim sem höfðu fengið skipulögðu fræðsluna en hinum sem ekki höfðu tekið þátt í henni. Umræða Markmið rannsóknarinnar var að prófa hvort skipulögð fræðsla um sam- og tvíkynhneigð leiddi til jákvæðari viðhorfa kennara til sam- og tvíkynhneigðar. Rannsóknin byggist á þeirri hugmynd að með aukinni þekkingu á málefnum sam- og tvíkynhneigðra mætti ýta undir jákvæðari viðhorf til þessara þjóðfélagshópa (Butler, 1999; Christensen og Sorensen, 1994; Van de Ven, 1995; Walters, 1994). Það var því mikilvægt að fræðslan sem þátttakendur í rannsókninni fengu yki þekkingu þeirra á málefnum sam- og tvíkynhneigðra. Niðurstöður bentu til að fræðsla hafði jákvæð áhrif á viðhorf kennara. Þekking á málefnum sem tengdist sam- og tvíkynhneigð jókst í kjölfar fræðslunnar og áætluð framtíðarhegðun gagnvart sam- og tvíkynhneigðum varð jákvæðari en í upphafi rannsóknar. Almenn viðhorf til homma og lesbía urðu jákvæðari eftir fræðsluna en þau voru fyrir hana. Viðhorf sem báru keim af gagnkynhneigðarhroka og kynhneigðarrembu voru minna áberandi eftir fræðsluna en fyrir hana. Auk þess urðu sértæk viðhorf kennara til samkynhneigðar innan skólakerfisins og áætluð framtíðarhegðun þátttakenda fyrir og eftir fræðsluna jákvæðari. Áberandi er að mest breyting verður á þekkingu kennara og virðist fræðslan því hafa skilað sér nokkuð vel í formi aukinnar þekkingar á málefnum sam- og tvíkynhneigðra. Engar breytingar á þekkingu á málefnum sam- og tvíkynhneigðra né viðhorfum til þessara þjóðfélagshópa komu fram hjá þeim kennurum sem voru í samanburðarhópi og ekki fengu neina fræðslu. Ólíklegt er því að umræða um málefni sam- og tvíkynhneigðra, sem var töluvert í gangi í samfélaginu á þeim tíma er rannsóknin fór fram, hafi ein og sér getað haft þessi áhrif á kennara í tilraunahópnum. Þessar niðurstöður eru í takt við það sem Butler (1999) komst að í sinni rannsókn, en hún kannaði hvort skipulögð fræðsla í formi fyrirlestra og umræðna hefði áhrif á viðhorf verðandi kennara til samkynhneigðar. Í ljósi þess að fræðsluefnið sem Butler (1999) notaði var undirstaða fræðsluefnisins sem notað var í rannsókninni er mikilvægt að skoða niðurstöðurnar í tengslum við niðurstöður rannsóknar hennar. Hún komst að því að almenn viðhorf þátttakenda til samkynhneigðar voru jákvæðari strax eftir fræðsluna og einnig varð áætluð framtíðarhegðun þátttakenda í garð samkynhneigðra jákvæðari í kjölfar fræðslunnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.