Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 53

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 53
48 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Námshegðun leiðtoga í unglingabekk L-bekkurinn skiptist í fótboltastelpur, körfuboltastráka og jaðarhóp5 sem var kynja- blandaður. Tveir nemendur, strákur og stelpa, höfðu engin tengsl í bekknum. Bekkurinn var virkur og taldist „góður bekkur“ meðal kennara. Hann kom vel út á samræmdu prófunum og var yfir meðaltali í öllum greinum. Að sögn umsjónarkennara komu stelpurnar að meðaltali aðeins betur út en strákarnir. Af þeim vinahópum sem nemendur tilgreindu virtust fótboltastelpur og körfuboltastrákar skipa æðsta sess í bekknum. Konur virtust talsvert fleiri í kennaraliðinu en flestir af þeim karlkennurum sem voru á svæðinu kenndu unglingunum. Ég kynntist fjórum karlkennurum og jafnmörgum kvenkennurum. Það kom fram hjá mörgum nemendum að þeir þekktu kennara sína mjög vel, höfðu haft þá í mörg ár og tengst þeim persónulega. Langflestum, sem ég tók viðtal við, leið vel í grunnskólanum og fannst námið skemmtilegt. Framhaldsskólinn sem þau sóttu er mjög fjölmennur bóknámsskóli og þar voru kynjahlutföll meðal kennara og nemenda nokkuð jöfn. Niðurstöður Eins og áður sagði verður sjónum sérstaklega beint að námshegðun bekkjarleiðtoganna. Í fyrstu er gerð grein fyrir útkomu úr tengslaritum en þau gefa tóninn um valdastöðu einstaklinga innan bekkjarins. Í öðru lagi er leiðtogunum lýst nánar út frá þeim vinahópum sem þeir eru í en vinahóparnir og þau gildi sem þeir standa fyrir eru forsenda fyrir vinsældum leiðtoganna. Leiðtogarnir lýsa svo best þeim gildum sem hópurinn sameinast um að telja mikilvæg. Þetta atriði tók heilmikinn tíma í rannsóknarferlinu og byggðist á tengslaritum og svo á viðtölum við ólíka meðlimi úr stærstu vinahópunum og við kennara. Í þriðja lagi er svo loks komið að námsviðhorfum og námshegðun leiðtoganna sjálfra. Vinahóparnir Gerð voru tengslarit í upphafi og lok vetrar (2. tafla). Í bæði skiptin vantaði tvo nemendur. Stig frá strákum eru í gráu dálkunum og stig frá stelpum eru í þeim hvítu. Nemendur voru spurðir með hverjum þeir vildu helst vinna og þurftu að skrifa niður þrjú nöfn og eitt stig var gefið fyrir hvert nafn. Fyrra tengslaritið var óskilyrt en í seinna tengslaritinu var sett það skilyrði að nemandi þyrfti að velja einn af gagnstæðu kyni. Með tengslaritum er hægt að fá grófa mynd af félagslegri stöðu nemenda. Valdimar sker sig úr, bæði hvað varðar fjölda stiga og vinsældir hjá báðum kynjum. Í seinna tengslaritinu kom 4 Fyrir áhugasama lesendur sem vilja frekari upplýsingar um greiningarferlið og aðferðafræði bendi ég á aðferðafræðikaflann í ritgerð minni (Berglind Rós Magnúsdóttir, 2003:58­69). 5 Nafnið á hópnum kemur frá Siggu sem var mest leiðandi í hópnum og kallaði þau „outsiders“. 2. tafla. Tengslarit fyrir 10.-L. Stigahæstu nemendur Fyrra tengslarit Seinna tengslarit Meðaltal n=10 n=9 n= 9 n=10 atkvæða Valdimar 6 3 6 5 10 Geiri 5 1 5 2 6,5 Njáll 5 0 3 1 4,5 Ása 0 3 0 6 4,5 Brynja 1 3 3 2 4,5 Sigrún 0 1 2 2 2,5 Sigga 2 1 1 1 2,5 Samtals atkvæði í bekknum 36 21 26 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.