Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 54

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 54
49 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 mjög skýrt í ljós að Ása hafði sterkustu stöðuna meðal fótboltastelpna sem þóttu ráðandi meðal stelpna innan bekkjarins. Í seinna tengslaritinu fá þrír stigahæstu strákarnir 22 tilnefningar samanlagt eða 41% allra tilnefninga á meðan þrjár stigahæstu stelpurnar fá 15 stig eða 28%. Því fá sex krakkar af 21 tæp 70% af öllum tilnefningum bekkjarins. Það þýðir að einhverjir aðrir standa höllum fæti og svo virðist sem fleiri strákar geri það. Stigveldi drengjanna virðist brattara með fámennum toppi og mörgum á botninum. Enginn nemandi úr jaðarhópi var meðal vinsælustu nemenda nema Sigga. Fótboltastelpurnar voru ólíkar innbyrðis, sameiginlegur áhugi þeirra var á fótboltanum og að standa sig mjög vel í skólanum. Lára umsjónarkennari lagði mikið upp úr nánum tengslum við nemendur og bar mest traust til Fjólu og Ásu af stelpunum og Valdimars og Svans af strákunum. Það birtist m.a. í því að hún fékk þessa nemendur til að taka þau sem voru utanveltu inn í hópinn með það að markmiði að reyna að byggja upp betri bekkjaranda og fyrirbyggja einelti. Jaðarstelpur sem mynduðu stærstan hluta jaðarhópsins áttu það sameiginlegt að skilgreina sig í andstöðu við íþróttahópana og þær virtust frekar vera í átökum við kennara og foreldra og höfðu því meiri löngun til að tjá sig um erfiðar tilfinningar og neikvæða atburði í skólanum og heima fyrir. Einnig mátti greina mun á lífsviðhorfum, fatastíl og tónlistarsmekk, svo eitthvað sé nefnt, þar sem jaðarstelpur fíluðu „dekkri“ og rokkaðri hluti. Því má segja að veruháttur hópanna hafi verið ólíkur. Vert er að taka fram að stéttarstaða var ekki skoðuð með kerfisbundnum hætti en í viðtölunum kom fram skýr menningarmunur sem birtist m.a. í því hvað stelpunum fannst aðgreina þessa vinahópa, svo sem áhugamál og menningarneysla, og gerði það að verkum að þær töldu fótbolta- stelpur óspennandi félagsskap. Meiri breidd var í námsárangri nemenda innan jaðarhópsins og einkunnir virtust ekki vera eins mikilvægar og hjá fótboltastelpum og þær skilgreindu sig frá námshegðun fótboltastelpna. Í seinna viðtalinu við Ásu talaði hún um að hún hefði mjög oft þurft að taka frumkvæðið í hópavinnunni, sérstaklega ef engin önnur af fótboltastelpunum var með henni í hóp, því það þurfti yfirleitt að reka strákana og stelpur í jaðarhópi áfram. Þetta kom einnig fram hjá Fjólu og Brynju. Í þemaverkefni um Afríku reyndu þær að hugsa um heildarmyndina og reyndust vera eins konar verkstjórar á meðan báðir strákarnir í hópnum höfðu afmörkuð og sérhæfð verkefni. Aðrir strákar virtust hafa fundið sér slík sérhæfð verkefni í hópavinnunni sem sköpuðu þeim virðingarsess, þ.e. voru skilgreind og vel sjáanleg. Í seinna þemaverkefninu um borgarstjórnarkosningar, sem ég varð vitni að, var bekknum skipt upp í sex hópa sem hver um sig stofnaði framboð með borgarstjóraefnum. Hóparnir völdu allir stráka sem borgarstjóraefni en Lára umsjónar- kennari afstýrði því með því að skikka einn hópinn, sem í voru sjö stelpur og tveir strákar, til að hafa stelpu í forsvari. Valdimar og Svanur voru borgarstjóraefni fyrir sína flokka. Valdimar vann svo kosningaslaginn. Aðalstrákahópurinn var körfuboltastrákar-nir með Valdimar og Svan í fararbroddi. Strákarnir skiptust ekki með eins afgerandi hætti í andstæðar fylkingar og stelpurnar. Simmi var eini fasti karlkyns meðlimur jaðarhópsins úr L- bekknum en þrír aðrir drengir tengdust hópnum í frístundum eftir skóla. Simmi virtist vera í mestri andstöðu við gildi skólans og var á undanþágu frá skólasókn að hluta og vann þess í stað á verkstæði. Geiri virtist hafa rými til að tilheyra körfuboltahópnum í skólanum en eyða talsvert miklum tíma með jaðarhópnum eftir skóla. Slíkt svigrúm virtist ekki vera til staðar meðal stelpnahópanna. Þegar alhæft var um strákana í bekknum var átt við fyrirferðarmestu körfuboltastrákana, þá Valdimar og Svan, sem benti til að þeir væru fyrirmyndir að „eðlilegri“ strákahegðun. Aðrir voru jaðarsettir í umræðunni. Í hugum kennaranna voru þeir „strákaleiðtogarnir“: þeir unnu vel ... voru þægilegir ... léttir og skemmtilegir og þeir voru alltaf svona húmor og skemmtilegheit í Námshegðun leiðtoga í unglingabekk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.