Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 57

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 57
Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Námshegðun leiðtoga í unglingabekk strákarnir hafi talið sig þurfa að fylgja þessum viðmiðum og farið í sjoppuna og út í körfu. Eins voru stelpur sem höfðu óbilandi áhuga á íþróttum og svo þær sem samsömuðu sig meira drengjamenningunni eins og Brynja og Sigga sem hafa „ákveðið“ að taka námið fram yfir. Hér verður ljóst að ráðandi orðræða um „eðlilega“ námshegðun stráka og stelpna mótar ólíka námshegðun kynjanna í bekknum. Valdimar þurfti hins vegar einnig að sanna sig á öðrum sviðum, sem komu ekki beinlínis náminu við, til að öðlast þann sess sem hann hafði, svo sem með því að vera bestur í körfuboltanum, eiga kærustu, hafa áhuga á tölvum og vera félagslega fær, sem fólst m.a. í trúðslátum í tímum svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknir hafa sýnt að þetta eru allt dæmi um mikilvæga þætti til að öðlast virðingu og vinsældir innan drengjahópsins (Coleman, 1961; Connell, 1989; Kehily og Nayak, 1997; Mac an Ghaill, 1994; Martino, 1999). Þannig slapp hann einnig við nördastimpil. Þegar í framhaldsskólann kom hafði Valdimar augljóslega strax á fyrsta ári náð miklum vinsældum og sterkri stöðu. Í viðtali 2 sem tekið var á seinni önn í 1. bekk kom fram að hann ásamt nokkrum öðrum var kosinn í árgangaráð með miklum meirihluta atkvæða, þá búinn að stofna hljómsveit þar sem hann spilaði á gítar og söng og hann hafði að eigin mati ekki getað sinnt gömlum vinum vegna nýrra vinatengsla í framhaldsskólanum. Það sem hann lagði áherslu á og stundaði í grunnskólanum finnst honum hálf hjákátlegt nú: Við gátum talað um tölvuleiki allan daginn ... nú ... tala ég ekki við neinn um tölvuleiki...áhugasviðið mitt hefur breyst vegna þess að núna get ég eiginlega alveg notað mitt ... ég get bara gert eiginlega það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Þessi ummæli benda til að hann hafi lagað sig að ýmsum gildum drengjahópsins í grunnskólanum. Í grunnskólanum var mikil- vægt fyrir hann að vera líkamlega vel á sig kominn og standa vel að vígi í íþróttum, sýna fram á visku sína í kennslustundum og hafa áhuga á tölvuleikjum. Valdimar var hins vegar ósáttur við hversu lítið hann fékk að láta ljós sitt skína í tímum í framhaldsskólanum, sem að hans mati stafaði af því að kennararnir væru alltaf að flýta sér að komast yfir efnið. Hann taldi sig áhugalausari um námið en í grunnskólanum, m.a. sökum þessa. Í framhaldsskólanum hafði hann lent í basli með stærðfræðina og íslenskuna en í öðrum fögum hafði slæleg ástundun ekki bitnað svo illa á honum. Það sem virtist skipta mestu máli fyrir hann og stöðu hans voru aðrir hlutir: „Það sem hefur aðallega áhrif á vinsældir... er hversu áberandi þú ert í félagslífinu og einhverju svoleiðis“. Um leið kom fram að strákar væru að jafnaði mun meira áberandi í félagslífi skólans, í tónlistarlífinu sem skipaði stóran sess, ræðukeppnum, „Gettu betur“, helstu stjórnum, skólablaðinu og svo mætti áfram telja. Það stemmir einnig við óformlega athugun á þátttöku kynjanna í félagslífi í nokkrum framhaldsskólum þar sem strákar virðast hafa undirtökin, bæði þegar horft er til opinberra atburða eins og spurninga- og ræðukeppna og innra félagsstarfs (Þorgerður Einarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2005). Allir nýjir strákavinir Valdimars virtust jafn uppteknir og hann við að skemmta sér og taka virkan þátt í félagslífinu. Að hans mati töluðu þeir sjaldan um einkunnir og námið sjálft án þess þó að gera lítið úr því ef einhver þurfti að læra. V: Það ... virðist vera minni metnaður hjá strákunum. Það er alveg, ekkert athugavert við það þegar einhver er að læra, maður tekur bara fullt tillit til þess. R: Ef einhver er að sleppa djammi og svona út á það? V: Já, það náttúrulega gerist aldrei, sko. R: Nei [ég hlæ] ... en þá er það ... þá getur maður líka spurt sig af hverju gerist það aldrei? V: Ég veit það ekki, það er þá bara af því þá langar bara það mikið á djammið og klára bara að læra fyrir það eða þá bara að þeir 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.