Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 58

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 58
53 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 seinka því (já). Það gerist líka alveg sko (já eða sleppa því bara) já, það er mjög algengt að sleppa því. Hér kemur fram að það er ekki litið neikvæðum augum að sinna náminu en ef velja þarf á milli þess og félagstengdra þátta er augljóslega ekki spurning hvað hefur forgang. Hann tengir þetta miklu meira við stráka- hegðun þó að hann þekki einnig stelpur sem leggja ekki mikla áherslu á námið. Hins vegar voru flestar vinkonur hans í framhaldsskólanum mjög metnaðargjarnar og sinnugar um námið. Þetta kemur vel heim og saman við skilgreiningar á víkjandi auðmagni (non- dominant cultural capital) (Warikoo, 2005). Það er í lagi að vera góður í náminu ef maður er líka þátttakandi í félagslegum þáttum sem eru mikils metnir af unglingahópnum. Ása Ása var vinsælust í sínum stóra vinahópi og þær virtust líta mjög upp til hennar fyrir háar einkunnir, afburða frammistöðu í fótboltanum, gæsku og ábyrgð. Hún var viðmið þeirra í náminu og t.d. Fjólu og Brynju var mikið í mun að fá sömu einkunn og hún og að henni líkaði við þær. Það kom fram í viðtölum að hún varð síst af öllum skotspónn af stelpunum. Flestir töldu hana greindustu stelpuna í bekknum og allir vissu að hún var best í fótboltanum. Í sjálfslýsingum lagði Ása áherslu á hversu metnaðargjörn hún væri í náminu og hversu miklu máli námsárangur skipti hana. Á: Ég hef svo mikinn metnað og (já) og stundum verð ég alveg brjáluð ef ég fæ ekki góða einkunn á prófi (mm). Hún taldi Valdimar gáfaðastan í bekknum af því hann var svo vel að sér og víðlesinn. Þegar ég spyr hana um eigin greind telur hún sig vera frekar ofarlega en metur eigin greind og annarra stelpna út frá einkunnum á meðan einkunnir strákanna eru ekki endilega mælikvarði á greind þeirra. Þessi ímynd sem Ása hafði af sér sem námsmanneskju virtist vera eftirsóknarverð meðal fótboltastelpna og þær kepptu innbyrðis um einkunnir. Eftirfarandi tilvitnun lýsir því ágætlega hvernig námsárangur Ásu virtist vera viðmiðið í hópnum: „ef þær fengu…kannski hærra en ég [sögðu þær] já ég fékk hærra en Ása og þá er ég bara ógeðslega svekkt út af því að það er svo leiðinlegt þegar eitthvað svona er sagt...“. Sumir kennarar nefndu að samviskusemi fótboltastelpna keyrði oft um þverbak en stærðfræðikennarinn lýsir þeim með eftirfarandi hætti á samræmda prófinu: … það voru stelpur sem fóru að gráta bara í prófinu … spennan var svo mikil og þær voru búnar að leggja svo mikið á sig … þær voru svo upptjúnnaðar þannig að þegar þær rákust svo á eitthvað sem þær höfðu ekki séð áður og … vissu ekki hvað átti að gera, þær frusu bara. Hér kemur skýrt fram hversu gríðarlega miklu máli einkunnir og árangur skiptu þær. Ása stóð best að vígi í þeim efnum og fékk langoftast hæstu einkunnirnar að sögn umsjónarkennara. Oftast var Ása hópstjóri í þemaverkefnum og af hennar orðum mátti skynja að yfirstjórn hennar á þemaverkefnum hafi verið meira af nauðsyn og metnaði en löngun. „það er aldrei eitthvað svona, oh hún stjórnar alltaf öllu heldur var ég einhvern veginn bara sett í [það].“ Það virtist einnig stafa af mismiklum metnaði nemenda og að hennar mati var námshegðun í hópastarfinu kynjuð: ... af því þá var maður alltaf með tveim strákum í hóp og þeir alltaf svo latir, maður þurfti alltaf að reka þá áfram og ... þá ... þurfti ég eiginlega alltaf [að hafa verkefnin] eins og ég vildi ... Hún nefndi þó annars staðar að Sigga úr jaðarhópi hefði sýnt sams konar hegðun og strákarnir. Metnaður hennar og ábyrgðarkennd í náminu kom enn skýrar fram þegar ég spurði með hvernig fólki henni fyndist best að vinna: fólki ... sem að nennir ... að leggja vinnu Námshegðun leiðtoga í unglingabekk 6 Sjá nánari umfjöllun um kynjaða greindarorðræðu í Berglind Rós Magnúsdóttir (2005).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.