Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 67

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Side 67
62 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast? munandi menningarbakgrunns og kynferðis nemenda og áhersla verði í vaxandi mæli á gagnrýnið mat á öllu efni (Au og Raphel, 2000; Rowan og félagar, 2002). Læsi gefur einstaklingnum tæki til aðlögunar og umbreytingar, bæði til eigin valdeflingar og til viðhalds og umsköpunar þjóðfélagsins. Því er bæði þörf fyrir áherslur á hefð og nýsköpun í lesefni m.a. í skólum og að sem flestir fái möguleika til að nota þá miðla sem þeim hentar. Hugtakið menningarlæsi hefur verið skil- greint sem „það að öðlast þekkingu á ákveð- num bókmenntum og sögulegum staðreyndum til að geta tekið þátt í menningarlífi og stjórnmálum þjóðar á upplýstan hátt“ (McLaren, 1988, bls. 213). Með þessari skilgreiningu á hugtakinu menningarlæsi er lögð áhersla á að öðlast þekkingu á bókmenntum sem skipta máli í viðkomandi menningu. Hirch (1987) telur að vanþekking ungs fólks á þekktum höfundum og textum komi í veg fyrir að það geti skilið samtímatexta í ljósi fyrri hefða og því sé mikilvægt að skilgreina ákveðna þætti sem allir eiga að þekkja í tiltekinni menningu. Þessi skoðun þykir réttlæta það að ákveðnir skyldutextar séu hafðir á námskrám skóla jafnvel þó að það séu oft aðrir textar en þeir vinsælustu meðal nemenda. Aðrir (Gee, 1988; McCarthy og fl., 2003) telja þennan skilning á menningarlæsi íhaldssaman og á undanhaldi. Þó að námskrár og kennsla taki mið af menningararfi þjóða tryggi það ekki umburðarlyndi, félagslegan jöfnuð, efnahagslegar framfarir eða aukið lýðræði. Graff (1987) telur að áherslan eigi að flytjast yfir á tungumál og ritfærni minnihlutahópa þar sem bókmenntanám í skólum viðhaldi oft félagslegum ójöfnuði. Hinu gagnstæða sé oft haldið fram af þeim sem haldi í goðsögnina um mikilvægi ákveðinna texta fyrir menningar- læsi uppvaxandi kynslóða. Þó að ofannefnd skilgreining á menningar- læsi rúmist innan þess ferlis sem er á milli þess að lesa orð og umskrifa heiminn (Freire og Macedo, 1987), má vissulega deila um margt í þessari skilgreiningu, til dæmis um: – Skilning á menningarhugtakinu. Stundum má greina óþarfa afmörkun við vestræna menningu, jafnvel við svokallaða hámenningu og nú á tímum fjölmenningar er oft stutt í sjónarmið kynþáttahyggju (Wikan, 1999). – Það hvaða bókmenntir og staðreyndir um er að ræða. Hefðin var sú að talið var rétt að skólinn kenndi góðar bókmenntir sem endurspegluðu gildi ráðandi menningar (e. the canon) (Applebee, 1991; Hirch, 1987). Menningarleg fjölbreytni í kjölfar hnattvæðingar gerir slíkar skilgreiningar umdeildari, og kallað er eftir bókmenntum sem gefa öllum sama tækifæri til að samsama sig söguhetjunum (McCarthy og félagar, 2003). Aðrir vara við að umskrifa þennan bókmenntakjarna þannig að hann endurspegli bakgrunn allra þjóðfélagshópa þar sem slíkt geti ýtt undir yfirborðslegar hugmyndir og fordóma um menningarhópa (Au og Raphel, 2000; Purves, 1994). – Hvaða máli kunnátta á tölvur og aðra nýja miðla skiptir, og hvort hún er að umbreyta bæði lestrarferlinu og því sem er numið. Bent hefur verið á að tölvurnar opni fyrir fleiri röddum en skólinn býður upp á, samanber internetið og bloggsíður, þar sem samskipti og miðlun á sér stað án milligöngu kennara eða samþykktrar námskrár (Au og Raphel, 2000). Orðið tölvulæsi (e. computer literacy) er stundum notað, en þá er oftast átt við það að kunna á tölvur eða upplýsingatækni fremur en að skírskotað sé til sérstakrar tegundar læsis (Rowan og félagar, 2002). Síðustu ár hafa svokallaðar nýjar læsisrannsóknir (e. New litearcy studies, NLS) þróast þar sem áhersla er bæði á hvað það merkir að vera læs á nýjum tímum, hvað tölvur og nýju miðlarnir almennt bjóða upp á í kennslu og hvað ný tjáningarform ungs fólks (blogg, SMS) þýða fyrir þróun læsis og þróun nýrra tækja til að skilja læsi við þessar nýju aðstæður (Rowan og félagar, 2002). Rauði þráðurinn í þessari gagnrýni er áherslan á að nemar séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan hátt við því sem þeir lesa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.