Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 68

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Blaðsíða 68
63 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Þetta samræmist vel þeim áherslum sem nú eru uppi um einstaklings-miðað nám, svo framarlega sem hugað verði að sjónarmiðum allra menningarhópa. Í PISA-athuguninni er notað hugtakið læsi (e. reading literacy) skilgreint á eftirfarandi hátt: „að skilja, nota og íhuga skrifaðan texta til að ná settu markmiði, til að þróa þekkingu sína og það sem í þeim býr (e. potential), og til að geta tekið virkan þátt í þjóðfélaginu“ (OECD, 2004, bls. 272). Carrington (2004) notar læsi í fleirtölu (e. literacies) og skilgreinir það sem „færni til að ná valdi á og sýna þær athafnir sem nauðsynlegar eru til að eiga skilvirk samskipti í félagslegu, menningarlegu og tæknilegu samhengi lífs okkar“ (bls. 224) og sneiðir því framhjá aðgreiningunni á milli texta og tölvu. Hún styðst við hugtök Bourdieus (1977, 1998) um menningarsvið, „habitus“ og menningarauðmagn og bendir á að hjá síðustu kynslóð hafi sú tegund læsis sem hentaði best til aðgangs að menningarlegu auðmagni verið tengd prentuðum texta. Nú sé menningarsviðið að breytast og það táknræna vægi sem textinn hafi miðað við annað form, myndir eða tölvuforrit. Hugtakið „habitus“ sé gott dæmi um það hvernig einstaklingurinn verður holdgervingur tæknilegra og menn- ingarlegra breytinga. Þessi líkömnun (e. embodiment) bendi til að breytingar á læsi hafi áhrif á sjálfsmyndir, athafnir og heimssýn einstaklinga og hópa, og það sé áhugavert þar sem tölvunotkun fólks virðist leiða til margs konar nýrrar vitrænnar færni og samskiptamöguleika. Lestur bókmennta í samanburði við aðra tómstundaiðju hefur verið rannsóknarefni höfundar í rúman áratug. Áhugi höfundar beinist bæði að læsishugtakinu sem ferli, að því hvað er lesið, þekkingu á því lestrarefni og síðast en ekki síst hvaða merkingu það hefur fyrir viðkomandi, ekki síst í menningarlegu tilliti. Því er hér stuðst við hugtakið menningarlæsi, þrátt fyrir annmarka þess og þörf á nútímalegri skilgreiningu, sem er að nokkru leyti viðfangs- efni rannsóknarinnar, samanber sjónarmið þeirra Au og Raphel (2002) og Carrington (2004) hér að framan. Hér er greint frá athugun á lestrarvenjum nemenda í 10. bekk í Reykjavík árið 20051. Tilgangur rannsóknar- innar er að athuga lestrar- og tómstundavenjur eða menningarlæsi þeirra og bera þær saman við lestrarvenjur sama aldurshóps 1993 og 1965 og við lestrar- og tómstundavenjur fólks á þrítugs- og fimmtugsaldri 2005. Skiptir lestur bókmennta og þekking á innihaldi þeirra og á íslenskri menningu einhverju máli fyrir ungt fólk við upphaf 21. aldar? Eru ungmenni á Íslandi að fjarlægjast bóklestur og kannski bóknám? Má sjá merki þess hér eins og í Japan (Carrington, 2004) að breytingar á læsi, hugsanagangi og tómstundavenjum séu það miklar að réttlætanlegt sé að tala um nýja manngerð eða nýja kynslóð? Athugunin er liður í umfangsmeiri rannsóknum höfundar, Sergio Morra og hin síðari ár Þórdísar Þórðardóttur á menningarlæsi á Íslandi. Hér verður stuðst við niðurstöður úr nokkrum fyrirliggjandi rannsóknum höfundar til samanburðar og því þykir rétt að rifja upp nokkur aðferðafræðileg atriði þeirra rannsókna, sem eru eftirfarandi. • 1993 voru gerðar tvær megindlegar athug- anir á grunn- og framhaldsskólanemum. Sú fyrri var á áhuga ungs fólks á íslenskri menningu, athugun á lestri og tómstundum 9–15 ára nemenda. Þátttakendur voru grunnskólanemar, 316 nemendur á aldrinum 9–15 ára, með áherslu á 7. og 10. bekk. 63% þátttakenda voru úr Reykjavík (fjórir skólar), 11% af Norðurlandi, 14% af Suðurlandi og 12% úr sjávarþorpi á Vesturlandi. Spurningalisti með 52 spurningum um lestrar- og tómstundavenjur var lagður fyrir nemana í viðkomandi skólum. Þar sem fleiri en einn bekkur var í árgangi völdu rannsakendur einn blandaðan bekk í hverjum skóla af handahófi. Réttmæti spurningalistans var athugað með sérstakri 1 Erindi um efni þessarar greinar var fyrst flutt á ráðstefnu Félags um menntarannsóknir, Gróska og margbreytileiki II, sem haldin var 19. nóvember 2005. Er „menningarlæsi“ ungs fólks að breytast?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.