Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 88

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 88
83 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Við vildum byrja á að spyrja þig, Gerður, um mikilvægi rannsókna í menntamálum yfirleitt. Það er geysilega mikilvægt að skapa nýja þekkingu á menntamálunum til að skilja þau betur, átta sig á þróuninni og geta sett hana í víðara samhengi. Ákvarðanir í menntamálum, eins og í öðrum málaflokkum, þarf að taka á grunni upplýsinga og þekkingar, eftir því sem framast er unnt, til viðbótar við innsæi og reynslu. Einkum þess vegna finnst mér rannsóknir og hvers konar gagnaöflun á sviði menntamála mjög mikilvæg. Mér finnst skipta höfuðmáli að fólk þekki stöðu mála í þeim málaflokki sem unnið er í. Á hinn bóginn má ekki falla í þá gryfju að ekki megi hreyfa sig í menntamálum án þess að rannsaka hlutina fyrst, þá yrði lítið gert. Ég byrjaði strax á því, þegar Fræðslumiðstöð var stofnuð síðsumars árið 1996, að setja á laggirnar það sem við kölluðum Þróunarsvið. Meginverkefni þess var að safna upplýsingum um grunnskólana í Reykjavík til að sjá þróunina og byggja ákvarðanir um frekari þróun á grunni upplýsinga, svo sem unnt væri. Á þeim tíma var lítið til af tölfræðilegum upplýsingum um grunnskólastarf, en það hefur gjörbreyst á síðustu 10 árum, m.a. hjá Hagstofunni. Við fengum öflugan stjórnanda á Þróunarsviðið, dr. Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur, sem stýrði þarna mikilli gagnaöflun og úrvinnslu. Þegar spáð er um framtíðina er mikilvægt að lesa í fortíðina – og svo nútímann auðvitað. Þetta höfum við reynt að gera undanfarin 10 ár í Reykjavík og nú fer fram fjölþætt gagnaöflun og greining í Gagnadeild Menntasviðs. Þú ert að tala um menntamál byggð á rannsóknum, „evidence based practice“? Já, einmitt, í stjórnunarfræðunum hefur verið áhersla á „evidence based decision making“ og nú er gjarnan talað um að ákvarðanir skuli byggðar á þekkingu (e. knowledge based decision making). Þá er átt við að tengja saman gögn, innsæi og reynslu svo úr verði ný þekking. Áður fyrr þótti sjálfsagt að byggja ákvarðanir fyrst og fremst á reynslu og tilfinningu, bæði í skólunum og við stefnumótun menntamála almennt. MEIRA EN AÐ SEGJA ÞAÐ Hvers konar gagnaöflun hafið þið verið með? Það má skipta gagnaöflun okkar í nokkra meginflokka. Við höfum verið með kannanir annað hvert ár um viðhorf foreldra, nemenda og starfsmanna skólanna. Við söfnum miklum tölfræðilegum gögnum um skólana og skólastarfið og sjáum vel þróun mála frá ýmsum sjónarhornum og birtist sumt af því efni í ársskýrslum. Svo höfum við lagt áherslu á að skoða tiltekin mál sem eru í umræðu eða þykja kalla á aðgerðir og höfum bæði gert það með umfangsmiklum rannsóknum, t.d. á sérkennslu og tölvunotkun, eða aðeins sent eina og eina spurningu til skólastjóranna, t.d. frá fræðsluráði og síðar menntaráði, þegar aðilar þar vildu fá vitneskju um eitthvað sérstakt. Auk þess að fylgjast með námsframvindu nemenda á samræmdum prófum höfum við verið með reglubundnar skimanir í lestri og stærðfræði. Loks hefur verið lögð áhersla á að halda til haga gögnum sem safnað er á námsferðum til annarra landa svo auðveldara sé að draga af þessum ferðum lærdóm og bera okkur saman við önnur lönd. Ekki er aðeins séð til þess að öll þessi gögn séu aðgengileg heldur hefur Fræðslumiðstöð og síðar Menntasvið gert sér far um að nota þau með kerfisbundnum hætti. Hvernig finnst þér hafa tekist að nýta þessi miklu gögn? Fyrsta skrefið, að safna gögnunum, er erfitt. Það er álag á þá sem veita upplýsingarnar þegar kannski hver könnunin rekur aðra. Það er líka kúnst að orða spurningar svo upplýsingar fáist um það sem leitað er að, hafa spurningar ekki leiðandi o.s.frv. Það er líka erfitt að greina niðurstöðurnar, sjá hvað þær segja okkur. Þegar við t.d. lögðum niðurstöður fyrir fræðsluráð varð oft mikil umræða um hvernig bæri að túlka gögnin, hvort greining okkar „væri örugglega rétt“ og Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.