Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 91

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 91
86 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Fannst ykkur matið takast vel? Já, það var strax farið að vinna í skólanum eftir umbótaáætluninni sem kennarahópurinn vann. En mér er jafnframt ljóst nú að það þarf að vera tryggt að einhver í skólanum hafi kunnáttu, reynslu og tíma til þess að safna saman gögnum, geti greint þau, skrifað skýrslu, stýrt gerð umbótaáætlunar og, síðast en ekki síst, fylgt svo málinu eftir. Kunna skólarnir það? Kannski vantar upp á þjálfunina. Við höfum haldið námskeið um þetta að beiðni skólanna. Það þarf bara svo mikla þjálfun og þess vegna fer fólk í mastersnám og doktorsnám: Til að fá þessa þjálfun. En við verðum að gæta að því að ætla ekki skólunum of mikið. Skólastjórarnir í Reykjavík fóru fyrir nokkrum árum á heils árs námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar í mati á skólastarfi. Ég kenndi það með Guðbjörgu Andreu. Það stóð allan veturinn, heilan dag í hverjum mánuði. Allir þurftu að vinna matsverkefni. En ég tel að jafnvel svo umfangsmikið námskeið hafi ekki veitt nægilega þjálfun til þess að þeir gætu almennt haldið áfram þótt einstaka skóli gerði það. Hafa þeir þá ekki tíma til þess að vinna þetta? Ég er ekki viss um að tíminn sé höfuðóvinurinn, heldur vandinn að ákveða hvað eigi að gera við upplýsingarnar en auðvitað er líka um tímaskort að ræða, alveg örugglega, og það þarf mikið til fyrir skóla að demba sér í umfangsmikið innra mat og hætta ekki fyrr en umbótaáætlun liggur fyrir. TORTRYGGNI GAGNVART RANNSÓKNUM Mæta stjórnendur fleiri þröskuldum úti í skólunum? Já, trúlega, það er víða vantrú eða jafnvel tortryggni úti í skólunum á niðurstöður rann- sókna og kannana. Kennarastéttin hefur ekki gert mikið af því að halda fram niðurstöðum rannsókna í sinni fræðigrein, jafnvel gert grín að þeim. Þessu er öðruvísi farið í mörgum öðrum stéttum. Tökum sem dæmi lækna, þeir meta mikils niðurstöður rannsókna í sinni grein og halda þeim stíft á loft. Hjúkrunarfræðingar eru tiltölulega ný háskólastétt, en um leið og þær urðu háskólastétt fóru þær greinilega að halda fram niðurstöðum rannsókna í sinni grein, stunda rannsóknir og tala um þær af virðingu. Það er sorglegt finnst mér fyrir mína stétt – ég er kennari – að við skulum hafa þá menningu að meta ekki að verðleikum fræðimennsku í okkar grein. Menn kynna niðurstöður rannsókna sinna, t.d. á ráðstefnum, og þá heyrist kannski: „Já, einmitt, hefur greinilega aldrei kennt, veit ekki hvað það er að standa frammi fyrir nemendum, hefur aldrei reynt þetta á eigin skinni,“ og þar með er dómurinn fallinn. Nú er ég kannski að ýkja, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar hópi og ég held að það sé einn af þröskuldunum. Af hverju skýrist þetta? Ég held að þetta eigi sér ýmsar skýringar. Meðal þeirra er svolítið neikvæð afstaða til rannsókna sem mér finnst veikja stéttina. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að rannsóknir leysa ekki allan vanda, t.d. ákvarða þær ekki þá stefnu sem á að taka, eins og ég nefndi hér áðan, og stundum er það svo að rannsóknir eru ekki nægilega vel gerðar og taka t.d. ekki mið af mikilvægum þáttum skólastarfs. Hefur mönnum fundist rannsóknirnar vera úr takti? Já stundum finnst fólki það. Þegar Kennara- háskólinn varð háskóli tók við þetta algera rannsóknafrelsi. Sumir starfsmenn voru í rannsóknum sem komu skólastarfi jafnvel sára- lítið eða ekkert við. Mér finnst slíkt algjört rannsóknafrelsi ekki ganga upp. Hvernig getur maður verið ráðinn að kennaramenntunarstofnun sem rekin er af almannafé í almannaþágu, og leyft sér að stunda bara sín áhugamál? En ég held að þetta hafi gjörbreyst og nú séu kennarar í kennaramenntunarstofnunum okkar að skoða hluti sem skipta miklu máli fyrir Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.