Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 92

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Síða 92
87 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 skólastarf. Rannsóknir hafa almennt eflst mjög mikið, á síðastliðnum 20 árum hefur orðið gjörbylting í þessum efnum. Það er orðið til rannsóknasamfélag í menntamálum hér á landi. Hverju þarf þá að breyta til þess að rannsóknir nýtist betur? Það er verið að vinna mikið af rannsóknum á sviði menntamála sem eru mjög mikilvægar, og þær eru kynntar á ráðstefnum og í fræðiritum, en ráðstefnurnar eru mest sóttar af öðrum rannsakendum. Slangur af kennurum mætir. Ég veit ekki hve mikið starfandi kennarar lesa fræðiritin. Ætli kennarar lesi ýkjamikið t.d. þetta tímarit (TUM) eða Uppeldi og menntun? Ég er sannfærð um að eins og er sé ákveðinn samskiptavandi milli ólíkra hópa innan menntageirans að því er varðar umræðu um rannsóknir. Fræðimenn gætu e.t.v. unnið að því í samvinnu við starfandi kennara að breyta þessari menningu sem við töluðum um áðan og stuðlað að því að kennarar eigi kost á þjálfun í að túlka og lesa rannsóknir, en ég er einnig þeirrar skoðunar að rannsóknarfólkið eigi að gæta þess að missa ekki tengsl við þá sem starfa utan rannsóknarheimsins. Það eigi að kunna að matreiða þær fyrir fleiri en aðeins aðra rannsóknarmenn í fræðiritum. En sem betur fer hefur orðið breyting í þá veru að nú þykir sjálfsagt að rannsóknir nýtist, sem var kannski ekki eins mikið áður. Það gefur von um að niðurstöður rannsókna verði meiri „eign“ kennara. Kannski gengur fræðimennskan stundum út í smá öfgar þegar menn reyna t.d. að útskýra einfalda hluti með afskaplega fræðilegum orðum. Setja sig í óþarflega fræðilegar stellingar. Það er einhver togstreita í okkar stétt gagnvart fræðunum almennt. Tengt þessu er hvað kennarar hafa oft talað illa um menntun sína, kennaramenntunin sé ekki nærri nógu góð, jafnvel vond, þar sé ekki fjallað um það sem skipti mestu máli. Aðrar stéttir tala ekki jafnilla um menntun sína og kennarar. Heyrið þið einhvern tíma t.d. presta eða verkfræðinga segja að menntun þeirra sé vond? Ég held að það sé sjaldgæft, hversu slæm sem hún kann að vera. Þetta er auðvitað nátengt viðhorfunum til rannsókna. Það má kannski spyrja þig um menntunina, hvað finnst þér sjálfri um hana? Finnst þér kennaraskólarnir mennta þá kennara sem þú þarft á að halda í skólunum? Mér finnst við hafa upp til hópa afburða kennara sem eru að vinna mjög gott starf. Ég er sannfærð um að kennaramenntunarstofna- nirnar leggja sig fram um að gera eins vel og þær hafa burði og bjargir til á hverjum tíma. Það er fráleitt að unnt sé að „kenna allt“ í grunnnámi. Við erum í stöðugri símenntun nú til dags og þar bæta menn stöðugt við sig. Það er mjög eðlilegt og oft betra að ná tökum á nýju efni með reynslu í starfi að baki. Hefur þú oft rekið þig á það að rannsóknargögn hafi sagt þér eitthvað þvert á það sem innsæi þitt sagði þér? Já, oft koma gögnin manni á óvart. T.d. í nýjustu rannsókninni sem við létum gera á Menntasviði um hegðunarvandann. Ég hélt hann væri mestur á unglingastigi, sem var alls ekki raunin. Ekki hafði heldur hvarflað að mér annað en að nemendur væru sendir í sérkennslu á grundvelli einkunna í lestri. Ég vissi að það væru ekki flókin viðmið notuð, en ég hélt að viðmiðin væru þó einkunnir í lestri. Sérkennslan í Reykjavík kostar milljarð á ári. Svo kom í ljós í fyrstu rannsókn okkar á sérkennslu að það virtist að vissu leyti tilviljanakennt hverjir fóru í sérkennslu. Það var nokkuð um að t.d. nemendur með háar einkunnir í íslensku voru í sérkennslu í lestri. Hvernig stóð á því? Ein skýringin var sú að þeir sem trufluðu starfið, voru settir í sérkennslu í lestri til að hafa þá ekki í bekknum, burtséð frá getu þeirra í lestri. Í stað þess að gera eitthvað markvisst í hegðunarvanda virtust þeir sendir í sérkennslu í lestri. Slíkar niðurstöður kalla á að brugðist sé við, þótt þær segi okkur ekki hvað eigi að gera! Við vildum því nota þessar niðurstöður Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.