Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 95

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 95
90 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 Svo hefur mér einnig þótt gagnlegt að vitna í þá niðurstöðu að breytileikinn milli landa sé bara 10% af heildarbreytileikanum, sem þýðir í raun að það er óverulegur munur milli landanna samanborið við breytileikann innan hvers lands. Þessu trúa menn ekki. Yfirmenn menntamála í Kaupmannahöfn voru í öngum sínum af því að Danmörk kom svo illa út úr PISA, þegar aðilar frá höfuðborgum Norðurlanda ræddu niðurstöðurnar nýlega, en ég reyndi að benda þeim á þetta. Þeir virtust ekki róast við það eða áttuðu sig kannski ekki á hvað þetta þýddi. Menn rýndu bara í röðunina og sáu að Danmörk var neðst Norðurlandanna á listanum. Það væri fáránlegt að túlka niðurstöður PISA á þann hátt að Danmörk væri með lélega skóla, af því þeir raðast neðst af Norðurlöndunum á þessum lista. Þeir voru rétt um meðaltalið á heildina litið. En meðallagið er bara flott þegar svona lítill munur er á löndunum almennt. Þetta hef ég lagt mig fram um að endurtaka í fræðsluráði í hvert sinn sem niðurstöður þessara alþjóðlegu prófa hafa verið til umræðu. Menn horfa fram hjá því að það eru kannski 10 lönd sem ekki er marktækur munur á milli. Menn átta sig ekki á þessu og horfa bara á röð landanna. Það er mikill vandi að túlka gögn og jafnvel fólk í yfirstjórn menntamála hefur ekki nauðsynlega þjálfun til þess. Það mætti telja upp mun fleiri dæmi um nýtingu niðurstaðna úr þessari gagnaöflun. SAMRÆMDU PRÓFIN Snúum okkur næst að samræmdu prófunum og nýtingu allra þeirra gagna sem þar er safnað. Ég er mjög hlynnt samræmdum prófum til að sjá stöðu nemendahópsins almennt og til þess að einstakir skólar geti séð stöðu sína miðað við aðra og það sama á við um einstaka nemendur. En mér finnst slæmt hvað þau hafa verið bundin við ákveðið námsefni og þannig stýrt skólastarfinu of mikið. Undanfarna áratugi hafa þau ekki verið eins gagnleg í skólastarfi og þau hefðu mátt vera. Ég vona að þau þróist í það að verða einstaklingsmiðuð eins og nýjar hugmyndir um þau gera ráð fyrir. Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar, hefur lýst þessari sýn. Ég vil sjá slíka þróun í grunnskólanum, enda er þetta greinilega þróunin víða um lönd. Framfarastuðlarnir hafa verið settir fram til þess að hagnýta niðurstöður samræmdra prófa. Er það gerlegt? Já, þeir sýna framfarir nemenda og skólans milli samræmdra prófa út frá stöðu nemandans í viðkomandi árgangi. Þessi úrvinnsla fannst mér mjög spennandi skref og gagnlegt að hagnýta samræmd próf á þennan hátt. Ef skólar nýta sér þennan framfarastuðul til að skipuleggja nám nemenda eða endurskipuleggja starfið, þá er það geysigott dæmi um hagnýtingu rannsókna. Það er mikil hvatning fyrir skóla að sjá hjá sér háan framfarastuðul. En sumir skólar fá til sín nemendur með mjög góðan bakgrunn og framfarastuðull þeirra er ekki sérlega hár, því nemendurnir voru góðir frá upphafi. Aðrir fá nemendur með lélegri bakgrunn inn og hafa því mikið svigrúm til framfara. Margir eiga erfitt með að taka tillit til slíkra þátta við mat á skólastarfi í einstökum skólum. Menn hneigjast til þess að rýna aðeins í töfluna sem sýnir meðaleinkunn í hverjum skóla og meta skólastarfið út frá því. Fólk áttar sig ekki alltaf á því hve bakgrunnurinn skiptir miklu máli. Þetta er einmitt dæmi um mikilvægi þess að vanda sig vel við túlkun á niðurstöðum. En ég tel að þessi þróun, ef við kunnum að færa okkur hana í nyt, geti orðið okkur afar gagnleg. GAGNABANKI Hvað finnst þér um þá hugmynd að stofna einhvers konar gagnabanka í menntamálum? Mér líst vel á hana. Það er mikilvægt að það verði til aðgengilegur gagnabanki fyrir rannsakendur. Mér fannst svo sláandi, þegar ég var í doktorsnáminu í Bandaríkjunum, að allir Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.