Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 97

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Page 97
92 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 helgarnar til að sinna mínum hluta af þessu verkefni og í skýrslu- og greinaskrifin. Mín von var að íslenska rannsóknin á þessum 100 störfum, að teknu tilliti til samanburðar- rannsóknarinnar, mundi nýtast við mótun nýrra námsleiða í starfsmenntun, en það varð ekki mikið úr því. Þarna er enn eitt mjög skýrt dæmi um að ekki dugar að hafa gögnin, hafa upplýsingarnar, það þarf að vera bæði vilji og kunnátta til þess að færa þær sér í nyt. Við nýttum þær reyndar á Fræðslumiðstöð til þess að sníða námsbraut fyrir störf stuðningsfulltrúa og skólaliða.5 Við sömdum við Borgarholtsskóla um að starfrækja námsleið fyrir þessar starfsstéttir í grunnskólunum og létum þeim í té niðurstöður úr rannsókninni um þessi störf. Síðan unnum við saman brautar- og áfangalýsingar. Það tók þó nokkurn tíma að koma niðurstöðum úr rannsókninni inn í lýsingar á náminu. Við lögðum áherslu á að í kennslunni væri fjallað um alla þætti starfsins, svo sem samskipti, teymisvinnu, sérþarfir og fatlanir ýmiss konar, meðhöndlun barna í hegðunarvanda með einfaldri atferlismeðferð og að leiðbeina börnum við útileiki, svo dæmi séu tekin. Fyrst var þetta nám rekið fyrir Reykjavíkurborg. Starfsmennirnir sóttu námið á laugardögum og í fríum og fengu framhaldsskólaeiningar fyrir eins og vera ber í framhaldsskólanámi. Síðan tók Borgarholtsskóli við rekstrinum, sem mér fannst mjög eðlileg þróun, og bauð auk þess öðrum sveitarfélögum þessa þjónustu og hver greiddi fyrir sitt fólk. Síðan hefur námið þróast í að verða almennara, sem mér finnst miður, en þannig vill þetta oft þróast. Ég tel svo mikilvægt að sérnám snúist fyrst og fremst um sérgreinina. Það er hún sem vekur áhuga nemendanna, ekki almenna námið, eins og stærðfræði og íslenska. En nú virðast nýjar brautir í framhaldsskólum gjarnan búnar til að miklu leyti úr námsáföngum sem eru þegar fyrir hendi. VANTRÚ Á MENNTUN Við buðum nokkrum starfsmenntaráðum sem starfa á vegum menntamálaráðuneytisins að nýta niðurstöður úr rannsókninni á störfunum hundrað, það er að segja um sitt eða sín störf, og önnur áttu sjálf frumkvæði að því. En það fylgdi lítil ráðgjöf af okkar hálfu um hvernig mætti nýta þessar rannsóknaniðurstöður. Gögnin voru kannski kynnt á einum fundi og svo var okkar hlut lokið. Ég veit eiginlega ekki hvernig þessi gögn nýttust þeim. Þetta tengist umræðunni um vandann við að nýta rannsóknagögn og upplýsingar. Mér finnst að símenntun fyrir svonefnd ófaglærð störf eigi að vera í meira mæli en nú er á vegum framhaldsskólanna. Á grunni hennar geta skólarnir þá mótað fjölbreyttara framhaldsnám fyrir ungt fólk og að öðru leyti geta menn lokið framhaldsskólanámi á hvaða aldri sem er, bæði meðfram starfi og í hléum frá störfum í atvinnulífinu. Þannig eiga bæði framhaldsskólar og háskólar að vera. En verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins virðast hafa meiri áhuga á að reka símenntunina sjálf – „á forsendum atvinnulífsins“– eins og sagt er, og til þeirra fer gríðarlega mikið fjármagn frá ríkinu til símenntunar í stað þess að það fari til framhaldsskólanna. Ef til vill spilar þarna inn í einhver vantrú á skólum. Þannig eru að þróast tvö kerfi hér á landi í starfsmenntun. TENGSL SKÓLA OG ATVINNULÍFS Hvert má rekja áhuga þinn á störfum í atvinnu- lífinu og tengslum menntunar og starfs? Ég var mjög upptekin af framhaldsskólastiginu og starfsmenntuninni hér áður af því að ég hafði stýrt mótun nýs framhaldsskóla á Austurlandi, sem síðar fékk heitið Verkmenntaskóli Austurlands. Við vorum þar með nám í nokkrum iðngreinum, en sáralítið á því sviði sem vakti áhuga stelpnanna, sem var ekki nógu gott. Mig langaði til þess að búa til Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur 5 Gerður G. Óskarsdóttir og Hildur Björk Svavarsdóttir (1998). Rannsókn á færnikröfum starfa. Greining á starfi: Stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Reykjavík: Sammennt, samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla. Unnið fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.