Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 98

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2006, Qupperneq 98
93 Tímarit um menntarannsóknir, 3. árgangur 2006 nýjar námsbrautir. En ég vissi ekkert um atvinnulífið. Hvaða námsbrautir átti ég þá að búa til? Margir framhaldsskólar voru þá að byrja með námsbraut fyrir sjúkraliða og við gerðum það líka. En það voru eitthvað svo fáar hugmyndir á lofti. Ég þekkti ekki atvinnulífið nógu vel til þess að vita hvaða störf það voru sem vantaði menntun í. Ég vildi að ég hefði þá haft þá yfirsýn sem ég hef núna. Mér fannst líka framhaldsskólanámið í starfsmenntuninni byrja á öfugum enda, á almennu námi eins og stærðfræði sem nemendurnir, flestir strákar, réðu illa við þá stundina eða höfðu ekki áhuga á. Mér fannst þeir ættu að byrja í sérgreininni og taka svo stærðfræðina í lokin, þeir þurftu auðvitað að læra rúmfræði og þegar þeir sæju það mundi áhuginn vakna. Ég hef lengi haft áhuga á að tengja skóla og atvinnulíf, skipulagði t.d. þátttöku nemenda minna í atvinnulífinu, bæði á unglingastigi og í Háskólanum, bjó til námsefni um námsval o.fl., hef gefið út stuðningsgögn fyrir náms- og starfsráðgjöf og haft mikinn áhuga á náms- og starfsráðgjöf almennt, sem tengist þessu áhugasviði. BROTTFALL Þú hefur líka skoðað gengi brottfallsnemenda og annað tengt því? Já, ég sá nemendur mína úr gagnfræðaskóla- num, sem þá hét, alls ekki hefja framhalds- skólanám eða detta út úr framhaldsnámi og hef almennt haft áhyggjur af framhaldsskóla- kerfinu okkar sem helst illa á nemendum sínum í samanburði við flest önnur lönd. Þetta, og það sem ég nefndi hér áður, var m.a. ástæðan fyrir því að ég fór að gera rannsóknir á störfum og áður á gengi brottfallsnemenda í atvinnulífinu. Áður en ég byrjaði á rannsókninni á færni- kröfum starfa sem ekki krefjast sérmenntunar úr skóla hafði ég rannsakað ákveðna þætti í tengslum milli grunnskóla og framhaldsskóla og tengslum framhaldsskólanáms við háskólanám og atvinnulífið. Ég hafði skoðað færnikröfur starfa frá ýmsum sjónarhólum og gaf út bók sem ber heitið „Frá skóla til atvinnulífs“6. Þar er lýst nokkrum rannsóknum sem ég gerði á tengslum menntunar og starfs. Svo hafði ég aðeins skoðað námsráðgjöf sem snýr m.a. að slíkum skilum. Doktorsritgerðin mín bar heitið „The Forgotten Half“7 og beindist að nemendum sem ekki ljúka framhaldsnámi, sem ég nefndi „týnda helminginn“ í skólakerfi okkar. HEF ALLTAF VERIÐ HAGNÝTINGARSINNI Þetta tengist allt og er allt hagnýtt. Hefurðu alltaf verið hagnýtingarsinni? Já, ég hef líklega alltaf verið hagnýtingarsinni í þessum efnum. Þegar ég stundaði rann- sóknir vildi ég að þær nýttust í starfi og þegar ég var fræðslustjóri vildi ég nýta rannsóknarniðurstöður og önnur gögn. Ef ég hefði ekki stundað rannsóknir áður en ég varð fræðslustjóri hefði ég trúlega ekki sett á stofn Þróunarsviðið. Ég hefði líklega hvorki verið svona upptekin af því að nýta rannsóknagögn og önnur gögn í starfi mínu né svona nákvæm hvað varðar skýrsluskrif og túlkun á þeim gögnum sem við byggðum á. Ég las yfir nær allar skýrslur sem við birtum eins og ég væri að dæma meistaraprófsritgerðir! Kröfurnar sem ég gerði komu sumum samstarfsmönnum mínum á óvart. Og svo spurði ég gjarnan: „Á hverju byggir þú þetta? Hvar eru gögnin? “ eða „Hver eru rökin?“ Þetta hefði ég líklega ekki gert nema af því ég hafði stundað rannsóknir, og vanist þessari nákvæmni og kröfuhörku. Þetta er heilmikil þjálfun og sjálfsagi. Margir starfsmenn hafa Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur 6 Gerður G. Óskarsdóttir (2000). Frá skóla til atvinnulífs. Rannsóknir á tengslum menntunar og starfs. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. 7 Gerður G. Óskarsdóttir (1995). The Forgotten Half. Comparison of Dropouts and Graduates in Their Early Work Experience. The Icelandic Case. Reykavík: Social Science Research Institute and University Press, Universtiy of Iceland.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.