Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 15

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 15
mannkynbótastefnunni (unnur B. karlsdóttir, 1998). málflutningur þessara manna varð til þess að árið 1938 voru samþykkt lög á alþingi um ófrjósemis aðgerðir (Lög um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt nr. 16/1938). árið 2002 kom út skýrsla um ófrjósemis að - gerðir á gildistíma laganna frá 1938 en þau voru í gildi til ársins 1975. í henni kemur meðal annars fram að andlegur vanþroski var skráður meginástæða í 101 tilviki en árið 1968 voru samkvæmt heilbrigðisskýrslum skráðir 597 ,,fávitar“ á íslandi (margrét margeirsdóttir, 2001). ekki eru til neinar opinberar heimildir um ófrjósemisaðgerðir á íslandi eftir að lögin féllu úr gildi árið 1975 en í þeirri rannsókn sem hér er greint frá kemur fram að fjórar konur af þeim fimm sem tóku þátt í rannsókninni gengust undir ófrjósemisaðgerðir, þar af tvær eftir 1975 (guðrún V. stefánsdóttir, 2008). Fram til ársins 1936 voru ekki í gildi sér - stök lög um þjónustu við fólk með þroska - hömlun hér á landi, en víða í vestrænum löndum varð slík lagasetning að veruleika í upphafi 20. aldar. í bókinni Haltur ríður hrossi bendir Dóra s. Bjarnason (1989) á að saga fatlaðs fólks á íslandi sé keimlík sögu þessa hóps á Vestur - löndum. Þó telur hún að ýmis sértæk úrræði hafi verið seinna á ferð hér á landi. norska fræðikonan Berit Johnsen (2001) telur að þau viðhorf almennings sem birtast í evrópskri og norrænni sögu beri vott um vantraust, ótta og fordóma í garð fólks með þroskahömlun. Þó megi einnig greina verndunarsjónarmið. árið 1930 hóf sesselja sigmundsdóttir að reisa heimili fyrir munaðarlaus börn að sól - heimum í grímsnesi. Heimilið var í upphafi ekki ætlað fólki með þroskahömlun en ári síðar, eða 1931, fluttu fyrstu „fávitarnir“ á heimilið (margrét margeirsdóttir, 2001). sólheimar var fyrsta stofnunin á íslandi sem vistaði fólk með þroskahömlun en til að byrja með var um börn að ræða. í kjölfar þess hófst umræða á alþingi um þjónustu við þennan hóp og voru fyrstu lögin sem sett voru um þjónustu við „fávita“, lög um fávitahæli (nr. 18), samþykkt á alþingi árið 1936. Lögin gerðu eingöngu ráð fyrir þjónustu á svokölluð um fávitahælum en þau skyldu vera í aðgreindum deildum fyrir konur, karla og börn. í frumvarpinu var gert ráð fyrir að fávitahæli skyldu staðsett fyrir utan bæjar - mörk. í greinargerð með frumvarpinu segir: Til skamms tíma þótti sjálfsagt að hafa fá - vitahæli karla og kvenna sem fjærst hvort öðru, þar eð fávizka vanvita og hálfvita er harla oft arfgeng, og hverju þjóðfélagi tjón að þeirri fjölgun. en nú þykir minni ástæða til þess, þar eð víða er farið að gera fávita ófrjóa og hjálpa þeim fávitum með læknis aðgerð, sem þjást af óeðlilega áköfum kyn hvötum (Frumvarp til laga um fávitahæli, þingskjal nr. 138/1935). Þessi tilvísun ber þess glöggt merki að lögin voru undir áhrifum mannkynbótastefnu en jafn - framt má greina sterk áhrif læknisfræðinnar. í lögunum er kveðið á um að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með fávitahælunum og að formaður nefndarinnar sé læknir, „sér - fróð ur um mein fávita“ eins og það er orðað í lög unum. Þarna kemur fram það sjónarmið að „fávitaháttur“ sé sjúkdómur og því voru læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk talið hæfast til að ákveða með hvaða hætti þjónustan skyldi vera. Þó að í lögum um fávitahæli (1936) megi greina afar neikvæð viðhorf í garð fólks með þroskahömlun má benda á að á þessum tíma bjó fólkið oft við ömurlegar aðstæður í samfé - laginu (gísli ágúst gunnlaugsson, 1982). Fyrir suma voru stofnanirnar því ákveðin lausn og athvarf. í lögunum má jafnframt finna nokkur dæmi um mannúðarsjónarmið, sérstaklega þegar fjallað er um þá sem ekkert gátu lært eða unnið en þeim „bar að mæta með nærgætni og aðhlynningu“ (sbr. 4. gr.). Þótt lögunum væri ætlað að bæta aðhlynn - ingu „fávita“ átti öll þjónusta við þá að fara fram innan veggja stofnunarinnar. Lögin um fá vitahæli marka því upphaf þeirrar stefnu að veita ein - göngu þjónustu á sólarhringsstofnunum og í kjölfar þeirra hófst uppbygging slíkra stofn ana á íslandi. Þrátt fyrir þessa stefnu bjuggu margir heima hjá fjölskyldum sínum og þar sem um enga félagslega þjónustu var að ræða voru for - eldr ar oft í þeirri aðstöðu að verða að annast börn sín og síðan fullorðið fólk án nokk urs stuðn - ings frá samfélaginu (margrét mar geirs dóttir, 2001). á þessum tíma heyrði til und antekninga að börn með þroskahömlun hefðu aðgang að dagvistunarstofnunum og grunnskólum landsins. Þó að raddir mannkynbótasinna og lækna 15Raddir fólks með þroskahömlun Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.