Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Page 16

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Page 16
hafi verið ríkjandi í lögunum um fávitahæli má líka sjá dæmi um uppeldisleg viðhorf. í greinar - gerð með lögunum var fjallað um mikilvægi menntunar og áhersla lögð á að lögleiða skóla - skyldu. rökstuðningur fyrir því var eftirfarandi: margoft vilja foreldrar vanvita og hálfvita ekki senda þá frá sér, þótt góður fávitaskóli sé þeim opinn, og lítið er hirt um að senda þá, sem engan eiga að, og læra svo þessi börn ekkert, nema ef til vill einhverja ósiði. Því ber nauðsyn til að þau verði skólaskyld að lögum sem önnur börn, þegar nógu stór skóli eða skólar eru til handa öllum (Frum varp til laga um fávitahæli, þingskjal nr.138/ 1935). Þrátt fyrir neikvæðan tón í lýsingum á börnunum koma fram í lögunum um fávitahæli skýr ákvæði um kennslu og uppeldi sem einn þátt í starfsemi stofnana ásamt aðhlynningu og gæslu. árið 1907 voru sett lög um almenna skólaskyldu hérlendis og tóku þau til 10-14 ára barna. Lögin náðu þó ekki til barna með þroska - hömlun. Það var ekki fyrr en með fræðslulög - unum 1946 sem gert var ráð fyrir einhverri þjónustu við börn sem áttu erfitt með nám. með fræðslulögunum varð menntun allra íslenskra barna lögboðin þó svo að almennir grunnskólar væru ekki skyldugir til að sjá um menntun þeirra allra. samkvæmt lögunum höfðu undan - þágu: ,,börn sem að dómi hlutaðeigandi kenn - ara, skólastjóra og skólalæknis skortir hæfileika til þess að stunda nám í almennum barna - skóla“(sbr. 5. gr.). í lögunum segir einnig: „Þeim börnum sem um getur skal séð fyrir vist í skóla eða stofnun sem veitir þeim uppeldi og fræðslu við þeirra hæfi“ (Lög um fræðslu barna nr. 34/1946). Þó að menntun allra barna væri lögboðin höfðu skólayfirvöld vald til þess að vísa börnum frá vegna áðurnefndra ákvæða og jafnvel ganga í að útvega vistun á sólar hrings - stofnunum. árið 1974 voru samþykkt ný lög um grunnskóla (nr. 63/1974). Þar kemur fram að fötluð börn, meðal annars með þroska - hömlun, skuli fá kennslu við hæfi (margrét margeirsdóttir, 2001). Þar var þó sérstaklega tekið fram að gera skyldi ráð fyrir að tveir hópar, þ.e. sjúklingar og ,,þroskaheftir“, hlytu menntun sína á sérstofnunum. eins og áður segir gerðu lög um fávitahæli (1936) ráð fyrir uppeldis- og kennsluhlutverki stofnana en svo virðist sem stofnanirnar hafi ekki nema að takmörkuðu leyti sinnt þessari skyldu sinni fyrr en eftir að reglugerð um sérkennslu (nr. 270/1977) var komið á og hinir svonefndu þjálfunarskólar, sem meðal annars voru starfræktir innan veggja stofnana, fengu fjárhagslegan grundvöll til að sinna hlutverki sínu (Jón Torfi Jónasson, 2008). af þessu má ráða að hugmyndin um stofnanavæðingu hafi verið afar sterk en lög um fávitastofnanir (nr. 53/1967), sem tóku við af lögum um fávitahæli frá 1936, gerðu ráð fyrir að ein stofnun, kópa - vogshæli, væri aðalstofnun ríkisins sem hefði víðtækt hlutverk í þjónustu við ,,fávita“ og sameinaði þar hjúkrun, þjálfun, kennslu og atvinnu. Lögin um fávitastofnanir voru í gildi til ársins 1979. Þá tóku við lög um aðstoð við þroskahefta (nr. 47) en með þeim urðu tímamót í þjónustu við fólk með þroskahömlun og fjölskyldur þeirra. í fyrsta sinn í íslenskri sögu var gert ráð fyrir að þessi hópur ætti rétt á þjónustu úti í samfélaginu. Frá upphafi aldarinnar og fram yfir hana miðja voru raddir mannkynbótasinna, lækna og sérfræðinga ríkjandi í rannsóknum og skrifum sem beindust að fólki með þroskahömlun. Tvö meginsjónarmið komu aðallega fram. annars vegar hin læknisfræðilega sýn sem setti fólk með þroskahömlun í hlutverk hins þögla og óvirka fórnarlambs og taldi það í þörf fyrir umönnun, meðaumkun, vernd og gæsku annarra (atkinson og Walmsley, 1999). Hins vegar það sjónarmið að vernda þyrfti samfélagið fyrir hinu óæskilega fólki. að baki bjó sú skoðun manna að fólk með þroskahömlun væri ógn við sam - félagið, afbrigðilegt og líklegt til að við halda lélegum kynstofni (margrét margeirsdóttir, 2001). Þessi viðhorf höfðu því mikil áhrif á upp vaxtarárum fólksins í rannsókn minni og urðu til þess að mörg þeirra ólust upp á stofn - unum. aðferðafræði og framkvæmd rannsóknar rannsóknin sem hér er til umfjöllunar var gerð á árunum 2003 – 2008. Hún er byggð á hefðum ævisögulegra lífssöguaðferða en Creswell (1998) skilgreinir slíkar aðferðir sem eina af megin - hefðum eigindlegra rannsókna. Hér er að miklu leyti sótt í aðferðafræðilegan grunn eigindlegra 16 Guðrún V. Stefánsdóttir Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.