Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 39

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 39
hefti fjallar mogens Ove madsen (2010) um nauðsyn þess að endurskoða háskólalögin. að hans mati þarf að tryggja frelsi háskóla kennara til rannsókna og festa í lögum að háskólakenn - arar séu hafðir með í ákvörðunum varðandi fjárhagsáætlun og vali á faglegum forsvars - mönnum. Til þess að þetta nái fram að ganga þarf að breyta stjórnarformi háskólanna sem einkennist af stjórnun ofan frá. ríkis stjórnin er ekki hlynnt því og einnig kemur fram að stjórnir háskólanna í kaupmannahöfn og árósum eru andvígar slíkum breytingum. umræðan heldur þó áfram og ekki mögulegt að segja fyrir um hvað muni gerast. á það var bent að hugmyndin um skólagjöld er í sjálfu sér óháð umræðunni um einka- eða opinberan rekstur; hún snýst aðeins um það hvernig og hverjir greiða fyrir menntunina. Þess vegna er eðlilegt að greina á milli umræðu um slík gjöld og rekstrarformið. Það mætti jafnvel velta því fyrir sér, vegna þess hve erfitt gæða - eftirlit er og hve margslungin sú umræða er (sjá t.d. Jón Torfa Jónasson og gyðu Jóhannsdóttir, 2008) að séu tekin skólagjöld sé ríkari ástæða til þess að stofnunin sé opinber svo tryggja megi að hún sé að öllu leyti innan hins stífa ramma opinbers rekstrar. eins og getið var í upphafi þessarar greinar hefur mikil umræða átt sér stað á íslandi undanfarin ár um ólíkt rekstrarform háskólanna, þ.e.a.s. hvort háskólar skuli vera opinberir háskólar eða einkaháskólar, m.a. í dagblöðum og á málþingum, en síður á fræðilegum rit - rýndum vettvangi. umræða talsmanna ólíkra rekstrarforma hefur verið nokkuð einsleit og ráðist af því hvaðan fólk er. Það er einkum tvennt sem einkennir umræðuna. 1) Talsmenn opinberra háskóla hafa bent á ójafna stöðu há - skólanna, svo sem að ríkið fjármagnar kennslu opinberra háskóla og einkaháskóla samkvæmt sömu reglum og að auki fá einka háskólar að innheimta skólagjöld. í grein Páls skúlasonar, þáverandi rektors Háskóla íslands, í morgun - blaðinu 8. desember 2003 er því haldið fram að eigi að jafna þessa aðstöðu þurfi annaðhvort að ákvarða fjárframlög til einkaháskólanna með tilliti til þeirra skólagjalda sem þeir innheimta eða heimila ríkisháskól unum að innheimta skólagjöld í líkingu við einkaháskólana. síðari kosturinn kosti laga breytingu hvað snertir ríkisháskólana en ekki sá fyrri, þar sem umfang fjárframlaga til einkaháskólanna komi ekki fram í lögum. Þetta sé því á borði stjórnmálamanna. 2) Talsmenn einkaháskólanna hafa lýst þeirri skoðun að best væri að einkavæða opinberu háskólana. á ráðstefnunni, Skólasaga – Skóla - stefna sem haldin var að Hólum 1. maí 2006 hélt runólfur ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, því meðal annars fram að ríkisreknir háskólar næðu sjaldan efstu sætum á alþjóð - legum matskvörð um og tók sem dæmi að einkareknir bandarískir háskólar væru mun ofar á slíkum listum en ríkisreknir háskólar evrópu. Hann hélt því síðan fram að allir íslenskir háskólar þyrftu að fá frelsi til að afla tekna að vild og nota þær aðferðir sem þeir teldu bestar; innheimta skóla gjalda væri þar meðtalin. Best væri að einka væða ríkisrekna háskóla og breyta þeim í sjálfs eignarstofnanir eða hlutafélög; þannig fengju þeir fullt stjórnunarfrelsi (Öflugra samstarf og jafnvel sameiningar, 2006). Jafn - framt hefur verið staðhæft að einkahá skólarnir hafi veitt ríkisreknu háskólunum nauðsynlega samkeppni; samkeppni sem þeir brugðust vel við (ólafur stephensen, 2007). greining á inntaki rekstrarformsins á grund - velli þeirra viðmiða sem rakin voru hér að framan sýnir að skynsamlegt sé að færa umræð - una út úr klisjukenndri hugtakanotkun, tengdri rekstrarforminu, og styðjast alfarið við þau viðmið sem við notuðum, eða önnur af því tagi. Þannig virðist gagnslítið að velta því fyrir sér hvort einkarekstur eða sjálfseignarform sé hið æskilega heldur verði að ræða vafningalaust hvort stofnanir eigi að ráða fjármálum sínum sjálfar (geti t.d. fjárfest að vild), lúta opinberu fjárhagseftirliti, starfa innan starfsmannalaga opinbera geirans, hlíta opinberu gæðakerfi eða aðeins samkeppnisvali stúdenta, vera stýrt af fólki utan stofnananna og kjósa stjórnunar - fyrirkomulag sem byggist á sterku valdi stjórn - enda, frekar en jafningjastjórnun. Jafnframt þarf fólk að gera sér grein fyrir því að innheimta skólagjalda er þessu ekki tengd. abstract The private - public distinction in Nordic universities in iceland there are four public universities and three private universities that receive full per 39Hvert er eignarhaldsform norrænna háskóla? Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.