Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 53

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 53
ráða fólk sem hugsaði á svipaðan hátt og í sam - ræmi við stefnu skólans, væri á svipaðri bylgju - lengd. Það hefði svo komið í ljós þegar á reyndi að það var ekki alveg alltaf tilfellið. Deildarstjóri og kennarar sögðu ljóst að skólastjórinn hefði stuðst við ákveðinn ramma og leitað eftir ákveðinni sýn og eiginleikum hjá starfsmönnum í ráðningarviðtölum, svo sem fjölhæfni þeirra og vilja til að vinna með öðrum. Viðmælendur vissu af hverju þeir höfðu verið ráðnir til starfa við skólann. Hjá þeim öllum kom fram að þeir væru sveigjanlegir í hugsun, vildu vinna með öðrum og gætu gengið í öll störf. Jafnframt að þeim þætti það spennandi verkefni að taka þátt í að skapa og þróa nýjan skóla frá grunni. undantekningarlaust gáfu viðmælendur í skyn ánægju með starf sitt í skólanum og með störf skólastjórans. k5 sagðist hafa fundið það greinilega í ráðn - ingarviðtalinu að skólastjórinn var að leita að einhverju ákveðnu í fari hans, s.s. hvort hann gæti unnið með öðrum og hvort hann gæti tekið gagnrýni. Hann sagðist hafa getað mátað sig inn í þennan ramma og hefði þar að auki haft góð meðmæli annars staðar frá. k4 taldi ástæðuna fyrir ráðningu sinni vera meðal annars þá að hann hefði mikla og fjölbreytta lífs - reynslu, og „... svo hef ég sjálfstraust. Ég á auðvelt með að tjá mig og koma fram og svona, vinna með hluti, búa til eitthvað úr þeim og koma þeim frá mér.“ Deildarstjóri taldi sig hafa verið ráðinn til starfa vegna þess að hann hefði mikla og góða reynslu sem nýttist í starfi hans. einnig sagðist hann hafa sömu sýn á skólastarfið og skóla - stjór inn og taldi þá hafa mismunandi styrkleika svo að þeir gætu vegið hvor annan upp. k3 sagð ist hafa þann hæfileika að geta samsamað sig öðrum, væri næmur fyrir tilfinningum ann - arra og gæti sett sig í spor annarra. k1 sagð ist vera fjölhæfur og geta kennt meira en bekkjar - kennslu. Hann sagðist jafnframt vilja mikla sam vinnu en hefði orðið fyrir vonbrigð um með þann þátt hingað til. Hann sagði: „Ég hélt við mynd um vinna meira saman öll. Ég sá alltaf fyrir mér að við sem vær um með ...krakk ana... mynd um vinna saman sem eitt teymi en þannig hefur það ekki orðið. Ég er svolítið von svikinn með það. Það hefur bara verið samvinna kenn - ara tveggja árganga.“ Hann sagðist ekki vita af hverju þetta hefði orðið svona en taldi húsnæðið eiga þar hlut að máli, það væri of stórt til að þau gætu ráðið við þetta. Umræða meginmarkmið rannsóknarinnar var að skilja og varpa ljósi á hvaða viðfangsefni hafa forgang við undirbúning og upphaf skólastarfs í nýjum skóla og hvaða viðhorf og sýn liggur þar að baki. rannsóknarspurningarnar eru: • Hver er sýn skólastjóra á stjórnunarhlutverk sitt og skólastarf við undirbúning og upphaf skólastarfs í nýjum skóla og hver eru helstu viðfangsefnin? • Hvað lá til grundvallar við ráðningu kennara og deildarstjóra til skólans? niðurstöður gefa til kynna að skólastjórinn sé virkur þátttakandi í daglegu skólastarfi og vinni með starfsfólki innan skólans við að finna lausnir með samræðu og samvinnu að leiðar - ljósi. Hann leggur áherslu á nám, einstaklings - stuðning og virkni allra og leggur þannig drög að forystu til náms og námssamfélagi eins og Lambert (1998), macBeath (2006) og anna kristín sigurðardóttir (2006) skilgreina þá þætti. starfsfólki og nemendum líður vel í skólanum og má gera ráð fyrir að skólastjórinn hafi mikið um það að segja (geijsel o. fl., 2003; Fullan, 2007; Warrican, 2006). með því að veita ein - staklingsstuðning og vitsmunalega hvatningu, skapa andrúmsloft trausts og virðingar og hvetja kennara til virkrar þátttöku og ábyrgðar sýnir skólastjórinn vilja til að beita framsækinni for - ystu (mulford, 2006). Hann hefur skýrar vænt - ingar og sýn og kallar eftir umræðu um hana við kennara og vinnur með kennurum. Til að skólinn megi vaxa og dafna er mikilvægt að leggja rækt við sýnina og þróa hana áfram í skólasamfélaginu (Tubin, 2008). skólastjórinn lítur á faglegt innra skólastarf sem mikilvægasta hlutverk sitt í starfi. Hann segist ekki vilja loka sig inni í „pappírsflóðinu“ og vísar þannig til skrifræðishluta starfsins sem hann minnist að öðru leyti ekki á. Hann segist aðhyllast hugsmíðahyggju, vilja standa fyrir skýrri stefnu, vera á gólfinu með fólkinu, taka þátt í daglegu starfi og finna lausnir með kenn - ur um með samræðu og stuðningi. Þessar hug - myndir hans eru í samræmi við hugmyndir skólastjóra um hlutverk sitt og starfshætti sem 53Að undirbúa nám í nýjum skóla Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.