Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 54

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Síða 54
fram koma í TaLis-rannsókninni (2009)4 (ragn ar F. ólafsson og Júlíus k. Björnsson, 2009). áhugavert væri að skoða hvort sú sé raunin á vettvangi, hvort skólastjórnendur taki virkan þátt í daglegum störfum með kennurum og eigi við þá samræðu og leiti lausna með þeim um kennslufræðileg málefni. samhljómur er í megindráttum í ummælum viðmælenda um störf og stefnu skólastjóra og viðmið hans við ráðningar. kennarar og deild - arstjóri vissu af hverju þeir höfðu verið ráðnir og nefndu gjarnan að það væri vegna þess að þeir væru fjölhæfir, gætu unnið með öðrum, hefðu þá sýn sem passaði og væru áhugasamir um að taka þátt í að byggja upp nýjan skóla. kennarar lýstu skólastjóra og starfi hans að mestu á svipaðan hátt og hann sjálfur; að það væri gott að leita til hans, að hann gerði kröfur og sýndi traust, að hann væri vel sýnilegur, að hann gengi í öll störf og að hann kallaði eftir samræðu og sameigin legri lausnaleit. einum kennara fannst þó stefnan óljós og taldi skólastjóra hafa haft takmarkaðan tíma til að sinna innra starfinu með kennurum því áreiti vegna ytri þátta væri mikið. annar kennari lýsti vonbrigðum sínum með minni sam vinnu kennara en hann hafði gert sér vonir um. Það kom líka fram hjá deildar - stjóra og skóla stjóra að faglegt starf hefði þurft að sitja á hakan um vegna aðkallandi ytri þátta. Þeir höfðu áhyggjur af þessu. Þetta eru þættir sem lúta að því að byggja upp náms samfélag og þróa einstaklings miðaða kennslu og því brýnt að bregðast við þeim. skólastjóri sagði að unnið væri að því að finna lausnir á þessu, til dæmis með auknum stuðningi í teymum og markvissri samræðu og ígrundun til að móta sameiginlegan skilning og þróa færni. Það mátti skynja vonbrigði og áhyggjur í rödd og fasi stjórnanda varðandi ringulreiðina sem seinagangurinn í byggingarframkvæmdum olli. miðað við allan þann undirbúning og þá fyrir - hyggju sem viðhöfð var hefði þetta ekki þurft að vera svona að hans mati. Hann fann fyrir þörf á faglegri umræðu til að móta og slípa leiðir í skóla starfinu. engu að síður var hann ánægður með hvernig til hafði tekist og var vongóður um framhaldið og þakkaði það áhugasömu og já - kvæðu starfsfólki sem hann sagðist hafa trú á og einnig þeim ramma sem var utan um skólann. Það má þó velta fyrir sér hvernig stendur á því að hin faglega umræða, sem þó hlýtur að vera grundvöllur skólastarfs ins, skuli lúta í lægra haldi fyrir hagnýtum þáttum. Við ráðningu kennara og deildarstjóra til skólans voru tekin viðtöl, jafnvel fleiri en eitt við hvern umsækjanda. skólastjórinn tók öll viðtölin við kennara en foreldraráð var með honum við ráðningu deildarstjóra. af orðum skólastjórans að dæma, um að hann hafi trú á starfsfólki sínu, má ætla að vel hafi tekist til með ráðningarnar. sá varnagli sem skólastjórinn hafði slegið, þ.e. að viðtölin gætu gefið ranga mynd af umsækjendum, reyndist þó á rökum reistur. skólastjórinn skuldbindur sig þó til að styðja við þar sem þess þarf eins og schaefers og Terhart (2006) telja nauðsynlegt. kennarar og deildarstjóri voru einhuga um að svo væri. sjá má að skólastjórinn réð fólk sem hugn - aðist sýn hans og vinnubrögð en það samræmist því sem einkennir mannaráðningar samkvæmt Delli (2003). Fjölhæfni, áhugi, samvinnuhæfni og sveigjanleiki með þarfir barnsins að leiðarljósi réð úrslitum um ráðningu, fram yfir mikla reynslu og jafna kynjaskiptingu (Broadley og Broadley, 2004). umsóknirnar stýrðu því þó að einhverju leyti þar sem fáir reyndir einstaklingar sóttu um og góðar umsóknir frá karlmönnum voru fáar. skýr skilaboð í auglýsingu, viðmið og við - tals rammi bera þess greinileg merki að ráðn - ingarferlið var skýrt og rík áhersla var lögð á að ráða rétt fólk til starfa og styrkleikar umsækj - enda ígrundaðir. Það er í samræmi við niður - stöður um mikilvægi þess að fá inn hæfileikaríkt fólk og byggja upp mannauð í skólanum (Torrington o.fl., 2008). skólastjóri virðist þó ekki síður hafa horft til ýmissa persónulegra þátta í fari umsækjenda en hæfni þeirra eða reynslu (Delli, 2003). Velta má fyrir sér hvers vegna fólk með tiltölulega litla reynslu sótti í mun meiri mæli um störf í skólanum en reynt fólk. Hugsanlegt er að efnahagsástandið hafi átt þátt í því; að þeir óreyndari hafi misst vinnuna eða ekki verið komnir með vinnu og að þeir 54 Birna María Svanbjörnsdóttir, Allyson Macdonaldog Guðmundur Heiðar Frímannsson Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 4 TaLis-rannsóknin (e. Teaching and learning international survey) er megindleg, alþjóðleg rannsókn gerð á vegum OeCD. á íslandi var rannsóknin framkvæmd í öllum skólum, meðal allra kennara og meðal skólastjórnenda á unglingastigi skólaárið 2007-2008. Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.