Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Qupperneq 81

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Qupperneq 81
rannsóknarinnar var að kanna áhrifaríkar leiðir til að vinna með börnum með ólíkan menn - ingarlegan bakgrunn. Fylgst var með reyndum kennara, Tiffany, og starfi hennar, meðal annars til að kynnast henni og hvaða aðferðum hún beitti í slíkri kennslu. í ljós kom að mikil áskor - un fólst í því að hafa nemendur af erlendum uppruna í bekknum, bæði fyrir kennarann og aðra bekkjarfélaga. einnig var bent á að kennarar og stjórnendur skóla þyrftu að taka fjölbreytileika nemenda fagnandi því allir hefðu hag af samskiptum við fólk með mismunandi menningarlegan bakgrunn. Þá var bent á mikil - vægi þess að koma til móts við námslega getu nemenda og kunnáttu í nýju tungumáli því betri árangur náist í kennslu ef þess er gætt að nemandinn hafi verkefni við hæfi. Loks kom í ljós að kennarinn þyrfti að vera jákvæður, skilningsríkur og tilbúinn að kynna sér menningu og tungumál nemenda af erlendum uppruna. niðurstöður sýndu einnig að umræður um mismunandi menningartengda þætti efla áhuga nemenda og opna augu þeirra, en það er þáttur í því að efla jákvæð viðhorf og virðingu nemenda fyrir ólíkri menningu. Þá var bent á mikilvægi þess að virkja erlenda nemendur félagslega, þótt menningarmunur geti hindrað þátttöku þeirra í athöfnum bekkjarfélaga. einnig kom fram að auka þyrfti samskipti við foreldra erlendra barna með hjálp túlka. Loks kom í ljós gildi þess að bjóða foreldrunum að koma í bekkinn til að segja börnunum frá sinni menningu (Lee, Butler og Tippins, 2007). niðurstöður íslenskra rannsókna hafa verið nokkuð samhljóða þeim erlendu rannsóknum sem hér hefur verið fjallað um. í niðurstöðum rannsóknar Hönnu ragnarsdóttur (2008) árin 2002–2005 á stöðu og reynslu tíu innflytjenda - fjölskyldna á íslandi og barna þeirra fyrstu þrjú árin í skólum kemur fram að aðstæðum í skólum barnanna sé víða ábótavant hvað varðar þekkingu og skipulag til að mæta þörfum barnanna, svo og hinum fjölmenningarlega veru leika almennt. skólarnir mæti börnunum á nokkuð ólíkan hátt og það virðist fara eftir þekkingu og reynslu einstakra kennara og stjórnenda, fremur en eftir heildarsýn og skólastefnu. einnig fari upplýsingaflæði milli skóla og heimila einkum eftir frumkvæði og þekkingu einstakra kennara fremur en heildar - stefnu skólanna. nýlegar íslenskar og erlendar rannsóknir benda til þess að í fjölbreyttum kennarahópi hvað varðar menningu, uppruna, tungumál og trúarbrögð búi almennt fjölbreyttari reynsla, meiri styrkur og betri innsýn í málefni fjöl - breyttra nemendahópa en í einsleitari kennara - hópi (Björk Helle Lassen, 2010; Ladson- Billings, 2001; schmidt og Block, 2010). rann - sóknir Hönnu ragnarsdóttur og Hildar Blöndal á reynslu erlendra kennaranema af námi sínu og reynslu starfsfólks leikskóla úr minnihluta - hópum af starfi sínu í leikskólum á íslandi styðja þær niðurstöður (Hanna ragnarsdóttir, 2010; Hanna ragnarsdóttir og Hildur Blöndal, 2007, 2010). niðurstöður rannsóknar sigrúnar aðal bjarn - ar dóttur, Hafdísar ingvarsdóttur og eyrúnar m. rúnarsdóttur (2005) á viðhorfi kennara og skólastjórnenda sem höfðu nokkra reynslu af starfi með nemendum af ýmsum þjóðernum til hlutverks síns og starfs sýndu að þátttakendur höfðu almennt jákvætt viðhorf til vinnu með nemendum af erlendum uppruna, enda þótt það hafi einnig reynst þeim krefjandi á margan hátt að vinna með fjölmenningarlega bekki. Þau kristín aðalsteinsdóttir, guðmundur engilbertsson og ragnheiður gunnbjörnsdóttir (2007) gerðu rannsókn á fjölmenningarlegri kennslu í noregi, kanada og á íslandi fyrir nokkrum árum. Tekin voru viðtöl við sex kennara í hverju landi til að afla upplýsinga um hvernig kennarar yngri barna teldu sig búna undir það að kenna erlendum nemendum, hvernig komið væri til móts við einstaklings - þarfir og hvernig þeir teldu að nemendum gengi að aðlagast nýju menningar samfélagi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að enginn þátttakenda hafði fjölmenningarlega menntun. sumir þeirra töldu sig hafa þekkingu vegna fyrri reynslu eða uppruna. á íslandi og í noregi lögðu kennarar ýmist áherslu á að laga börnin að nýju skólaumhverfi eða þeir brugðust ekki við vandamálum þeirra. í kanada var markvisst unnið að jafnrétti allra nemenda og lögð áhersla á að kennararnir kynntu sér mis - munandi menningu. einnig kom fram að á íslandi töldu kennararnir að erlendu nemend - urnir hefðu aðlagast íslenskri menningu vel. 81Kennarar og kennarastarf í fjölmenningarlegu samfélagi Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.