Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 93

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 93
93 Skilningur framhaldsskólakennara á almennum námsmarkmiðum atli Harðarson Fjölbrautaskóla Vesturlands meðal nýmæla í Aðalnámskrá framhaldsskóla sem út kom árið 1999 var upptalning á almennum markmiðum framhaldsskóla. í annarri útgáfu, frá árinu 2004, var þessi markmiðskafli nokkuð breyttur og tekið sérstaklega fram að markmiðin snertu allar námsgreinar. með útgáfu þessarar námskrár settu yfirvöld skólunum ítarlegri markmið en áður hafði verið gert. Ég kannaði hvaða áhrif þessi markmiðssetning hafði á kennslu bóklegra greina til stúdentsprófs með viðtölum við sex raungreinakennara, sex stærðfræðikennara og sex sögukennara, þ.e. alls átján kennara í átta framhaldsskólum1. af orðum viðmælenda minna var ljóst að markmiðin, sem unnið skal að í öllum greinum sam - kvæmt því sem segir í almennum hluta Aðalnámskrár, hafa ekki mótað kennsluhætti þeirra þótt þeir álitu að hefðbundin kennsla í raungreinum, stærðfræði og sögu þjónaði að ýmsu leyti svipuðum markmiðum. Viðmælendur mínir töldu flestir að almennum markmiðum yrði náð með því að leggja rækt við námsgreinarnar: nám á forsendum þeirra færði nemendum upplýsingu, menntun eða þroska sem þokaði þeim áleiðis að markmiðum á borð við að tileinka sér gagnrýna hugsun, skilning á samfélaginu eða siðferðileg gildi. menntastefnan sem þeir orðuðu sór sig um margt í ætt við menntahefð sem kennd er við frjálsar listir þar sem hún fól bæði í sér að almenn markmið næðust með kennslu á forsendum námsgreinanna og að skilningur á þessum greinum væri eftirsóknarverður í sjálfum sér. Hagnýtt gildi: í Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 1999 var hluti af opinberri menntastefnu fyrir skólastigið settur fram sem almenn markmið. nú er unnið að nýrri aðalnámskrá þar sem til greind eru ný almenn markmið. í þessari grein er fjallað um það hvaða áhrif markmiðs setn ingin frá 1999 hafði á kennslu í nokkrum bóklegum greinum. Vitneskja um það hlýtur að vera gagn legt veganesti þeim sem vilja móta nýja menntastefnu með því að skilgreina almenn náms mark mið. meðal nýmæla í Aðalnámskrá framhaldsskóla sem út kom árið 1999 var upptalning á al - mennum markmiðum framhaldsskóla. í annarri útgáfu, frá árinu 2004, var þessi markmiðskafli nokkuð breyttur og tekið sérstaklega fram að markmiðin snertu allar námsgreinar. Bæði í upphaflegu útgáfunni frá 1999 og í út gáfunni frá 2004 eru tilgreind markmið eins og að hvetja nemendur til stöðugrar þekkingar - leitar, efla með þeim gagnrýna hugsun, dóm - greind og umburðarlyndi, veita þeim þekkingu á samfélagi sínu og búa þá sem best undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. (markmiðskaflinn frá 2004 fylgir hér í viðauka.) auk þessara almennu markmiða tilgreindi Aðal námskrá markmið einstakra námsbrauta en 1 Ég þakka leiðbeinendum mínum í doktorsnámi, þeim kristjáni kristjánssyni og ingólfi ásgeiri Jóhannessyni, og kennurum mínum í aðferða fræði, þeim Hönnu Björgu sigurjónsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur, fyrir aðstoð og góð ráð við samningu þessarar greinar. einnig þakka ég eiginkonu minni, Hörpu Hreinsdóttur, fyrir yfirlestur og ábendingar og sömuleiðis ritrýnum Tímarits um menntarannsóknir. síðast en ekki síst þakka ég viðmælendum mínum og þeim sem hjálpuðu mér að komast í samband við þá. Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.