Gripla - 01.01.1995, Qupperneq 78
76
GRIPLA
Ross dig ey seluer, om du noget gi0r
som lofflitt er och prises b0r;
thi dyd haffuer dog sin loff hoss dig,
sellross styker hoss fattid och rige.
Rausn þi'na siálfur haf ej hatt,
hröse þier adrir seigdu fátt,
sialfhrosun nidrun sannleiks er,
sialf af sier digdinn vitne ber.
HP fylgir einnig danska textanum: „Raupa sem sijst af sialfwn þier, /
þo sijnest nockud giórt sem ber, / eiged lof jafnn/t luktar vest, / lijfemed
fromt sier hrösar best.“ Einkennilegt er að hann notar hér orðalagið
eigið lof lyktar verst sem er að vísu þýðing á danska textanum selvros
stinker en orðalagið líkist í raun meira þýsku útgáfunni á þessum máls-
hætti, Eigenlob stinkt, sem þó kemur ekki fyrir í þýska frumtextanum,
hvorki á háþýsku né lágþýsku. Hér gæti auðvitað verið um tilviljun að
ræða. Ef það er rétt að Hallgrímur hafi dvalið um tíma í Glíickstadt í
Norður-Þýskalandi kynni hann hins vegar að hafa þekkt málsháttinn
þaðan.30 Hann gæti einnig hafa þekkt hann úr bókum. Loks kemur til
greina að til hafi verið enn annar þýskur texti kvæðisins.
I síðari hluta 18. erindis (S) er einnig mikill munur á þýska textanum
og dönsku þýðingunni. Þýski textinn er: „Sich dich wol fur, die zeit ist
bóB, / die Welt ist falsch vnnd sehr GottloB; / Wiltu der Welt viel han-
gen an / ohn schadt efft schandt kompst nicht dauon.“ Upphafið er
eins á dönsku en í lokin er uppörvandi hvatning í stað hótunar: „See
dig well for, fly wnd selskab, / som du kan snartt forffpres aff; / holtt
dig till dem som gudfryttig er, / itt fromtt naffn du selluer ber.“ OJ
fylgir að venju þýska textanum: „Sia þig vel vid þui vond er tijd, / ver-
olld gudlaus og oheil smijd / ef henne hnijgur þu ofmi'og ad / an skada
og skammar ei endast þad.“ NN fylgír hins vegar dönsku þýðingunni:
„Sindana vondan/i selskap flij, / sindugra rádum vert ej i', / ærlega
stunda umgeingne, / einz so þin dagleg hegdun sie.“ HP fylgir dönsku
þýðingunni þó enn fastar: „Siaa þ/g vel vm, þvi verólld er flá, / vondum
selskap þi'g sneider hiá, / gudhrædduz/i hallt þier ginman ad / gott nafn
þier vijst utvegflr þíid.“
í 19. erindi (T) er enn talsverður munur á þýska textanum og dönsku
þýðingunni. Þýski textinn er hvatning um að breyta rétt, jafnvel þótt
30 Jón Halldórsson í Hftardal segir um Hallgrím í prestasögum sínum í Lbs. 174-175
4to: „komst i þionustu hia hardradum Jarnsmid edur kolamanne (sumer seigia i Kaup-
enhafn enn adrer i Glycksted)". Sjá Jón Samsonarson. Ævisöguágrip Hallgríms Péturs-
sonar eftir Jón Halldórsson. Afmælisrit til dr. phil. Steingríms J. Porsteinssonar prófess-
ors 2. júlí 1971 frá nemendum hans. Reykjavík 1971, 85.