Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 7

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 7
7 ingar konunglegrar einveldisstjórnar fram á fjórða áratug 19. aldar. Fram til stofnunar heimastjórnar á Íslandi beittu leiðtogar sjálfstæðisbarátt unnar sér gegn uppgjöri við kirkjuskipan og guðfræði einveldisins. Síðustu ára- tugi 19. aldar kraumaði ólga undir yfirborðinu en ekkert uppgjör átti sér stað fyrr en frjálslynda guðfræðin kom fram á fyrsta og öðrum áratug 20. aldar og náði undirtökunum í kirkjunni á fáeinum árum. Á þriðja áratug 20. aldar braust fram ný kirkjukrísa út af afstöðunni til spíritismans. Þar var tekist á um það hvort hefði meira vægi sem frelsunarleið kristinnar trúar, stofnunin eða andinn. Þetta atriði telur Pétur kristallast í guðfræðilegum deilum Jóns Helgasonar biskups og Haralds Níelssonar prófessors, deilum sem mögnuðust svo að við lá að þjóðkirkjan klofnaði. Andinn og persónu- leg reynsla var kjarninn í boðun og starfi Haralds en fyrir Jóni Helgasyni var það stofnunin sem var hinn eini réttmæti rammi kristins trúarlífs. Í heftinu eru birtar fjórar greinar utan þema. Benedikt Hjartarson fjallar um yfirlýsingar evrópsku framúrstefnunnar og galdratrú í rússnesk- um fútúrisma og symbólisma. Björn Ægir Norðfjörð veltir upp kostum þess og göllum að skilgreina kvikmynd á borð við The King of Kings sem Jesúmynd. Heiða Jóhannsdóttir beinir sjónum að fyrstu bresku fræðslu- myndunum sem ætlað var að stuðla að forvörnum gegn kynsjúkdómum. Og Alda Björk Valdimarsdóttir og Guðni Elísson fara ofan í saumana á útrásardraumum Hallgríms og draga fram á hvaða hátt þeir beinast að íslensku listalífi og greinast frá algengari yfirlýsingum stjórnmálamanna og fjármálagreifa um efnahagsvöxt. Í þetta sinn er birt þýdd grein eftir kaþólska guðfræðinginn Elizabeth A. Johnson sem ber heitið „Glötun og endurheimt sköpunarverksins í kristinni hefð“ og er sú unnin upp úr fyrirlestri sem hún hélt á ráðstefnu guðfræðinga um náttúru- og umhverfismál skömmu fyrir árið tvö þúsund. Guðfræðingar hafa um hríð beint sjónum að náttúrunni og eyðingu henn- ar og telja sig hafa ýmislegt fram að færa inn í þann málaflokk. Gegn hefð- bundinni, mannmiðlægri kristinni guðfræði boðar Johnson það sem kalla má lífhyggjuguðfræði og siðfræði. Lífhyggjan leggur áherslu á að náttúran og lifandi verur aðrar en maðurinn hafi líka sjálfstætt gildi. Johnson telur að efla þurfi velferð dýra og lífríkisins í heild. Þessa skoðun, að allt lífríkið hafi sjálfstætt gildi, má að hennar mati rökstyðja út frá kristinni sköp- unartrú: Ekki aðeins allir menn, heldur allt líf er skapað af Guði. Allt líf er gott í sjálfu sér, ekki bara líf mannsins. Sólveig Anna Bóasdóttir og Þröstur Helgason KIRKJA OG KRÍSUR – Í FORTÍð, NúTÍð OG FRAMTÍð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.