Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 19
19
Kirkjan bregst við raunhyggjunni
Hér að framan hefur verið látið að því liggja að þjóðkirkjan hafi átt við
hugmyndasögulegt krísuástand að búa við upphaf 20. aldar. Viðbrögð
hennar við þeirri stöðu sem upp var komin, þ.e. stöðnun og/eða hnignun á
sviði kirkjuguðrækni, nýjum viðhorfum sem kenna má við nútímann, þ.e.
raunhyggju í ýmsum myndum, og jafnvel umræðunni um aðskilnað ríkis
og kirkju komu fram í tveimur stefnum á svið guðfræði og trúarlífs sem
tóku að ryðja sér til rúms á þessu skeiði. Er hér átt við aldamótaguðfræðina
svokölluðu, en hún hefur einnig verið nefnd nýguðfræði og frjálslynd guð-
fræði, og spíritismann. Má líta á báðar stefnurnar sem tilraun til trúvarnar
í viðsjárverðum heimi þótt íhaldssamari armar í kirkjunni snerust vissulega
til andsvara gegn báðum stefnunum.34
Aldamótaguðfræðin eins og hún þróaðist hér á einkum rætur að rekja
til Þýskalands og vega þar þyngst áhrif frá samstæðilegu guðfræðingunum
A. B. Ritschl (1822–1889), J. W. Hermann (1846–1922) og kirkjusagn-
fræðingnum A. Harnack (1851–1930) en jafnframt frá Englendingnum
R. J. Campbell (1867–1956), höfundi ritsins New Theology (1906).35 Helstu
einkenni stefnunnar voru annars vegar að hún gekk út frá nýjum vísinda-
legum, sögulega gagnrýnum sjónarhornum við biblíutúlkun og ritskýr-
ingu. útlegging ritningarinnar byggðist nú ekki fyrst og fremst á því að
um trúartexta væri að ræða sem túlka bæri á grundvelli kirkjulegrar hefðar
heldur bæri að nálgast textann á bókmenntalegri hátt og leggja hann út
með hliðsjón af sögulegum uppruna sínum, bókmenntaformi og öðrum
atriðum sem lögð voru til grundvallar við túlkun hvaða forns texta sem
var.36 Að þessu leyti svaraði aldamótaguðfræðin kröfu raunhyggjunnar
um vísindaleg vinnubrögð í biblíufræðum en skoða má þau sem ákveðna
þungamiðju lútherskrar guðfræði. Aldamótaguðfræðin hafði líka mikil
áhrif á framsetningu guðfræðinnar að öðru leyti, þar á meðal á sviði sam-
stæðilegrar guðfræði. Með sögulega gagnrýninni nálgun skyldi tryggt að
guðfræðin byggði á sama þekkingarfræðilega grunni og aðrar vísindagrein-
ar og héldi velli í umróti aldamótaáranna auk þess sem hún drægi að nýju
fram upprunalegan kjarna kristindómsins.
Annað einkenni aldamótaguðfræðinnar var fráhvarf frá játningarbundn-
34 Pétur Pétursson, „Haraldur Níelsson og Jón Helgason – stefnurnar og straum-
arnir“, Frjálslynd guðfræði í nýju ljósi, 2010, bls. 145–167, hér bls. 157–162.
35 Gunnar Kristjánsson, „Kirkjan í keng“, bls. 71.
36 Sama rit, bls. 72.
KIRKJA Í KRÍSU