Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 32
32
úTDRÁTTUR
Kirkja í krísu – Íslenska þjóðkirkjan mætir nútímanum
Snemma á 20. öld mætti íslenska þjóðkirkjan nýjum áreitum er raunhyggja og skyld-
ar hreyfingar tóku að hafa vaxandi áhrif meðal þjóðarinnar, m.a. í bókmenntunum
þar sem raunsæisstefnan ruddi sér til rúms sem og í menntakerfinu. Leiddi þetta til
krísu í samskiptum kirkju og þjóðar en þjóðkirkjan var þegar tekin að einangrast í
samfélaginu í lok 19. aldar.
Margir forystumenn þjóðkirkjunnar reyndu að mæta þessum áskorunum með
því að halda fram frjálslyndri guðfræði og spíritisma. Fyrrgreinda stefnan leitaðist
við að mæta raunhyggjunni með nýjum sögulega gagnrýnum aðferðum í biblíutúlk-
un og sú síðarnefnda að sanna ódauðleika sálarinnar með „vísindalegum“ aðferðum.
Stefnur af þessu tagi virðast hafa mótað trúarhugmyndir Íslendinga frá því á síðustu
áratugum aldarinnar.
Eftir síðari heimsstyrjöldina sneri kirkjan baki við þessum stefnum og lagði
aukna áherslu á eigin hefðir, m.a. á sviði helgisiða. Glímt er við spurninguna hvort
sú áherslubreyting muni rjúfa tengsl kirkju og þjóðar við upphaf 21. aldar og þar
með skapa þjóðkirkjunni nýja krísu.
Lykilorð: kirkjusaga, veraldarvæðing, frjálslynd guðfræði, spíritismi, kirkjuleg sögu-
hyggja
ABSTRACT
Church in Crisis – Icelandic Church and Modernity
In the 20th century the National Church of Iceland met new challenges in the
growing influence of positivism and related movements in society, including literat-
ure and education. This led to a crisis in relations between church and state, but
the National Church had already started to become isolated from society in the late
19th century.
Many leaders in the National Church tried to meet these challenges by
maintaining liberal theology and spiritualism, which sought to meet positivism
with new historical criticism and proof of the immortality of the soul. Policies
of this kind seem to have shaped the religious beliefs of Icelanders until the last
decades of the 19th century.
After World War II the National Church turned away from this course and
put more emphasis on its traditions, e.g. in liturgy. The analysis deals with the
question whether this paradigm shift will end the relationship between church and
nation at the beginning of the 21st century.
Keywords: church history, secularisation, liberal theology, spiritism, clerical roman-
ticism
HJALTI HUGASON