Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 33
33
1. Inngangur
Undanfarna áratugi hefur íslenska þjóðkirkjan þurft að takast á við erfið
mál og leita lausna á þeim.1 Afstaða til þeirra hefur skipt mönnum í fylk-
ingar og um tíma leit út fyrir að fulltrúar þjóðkirkjunnar réðu ekki við
vandann innan stjórnkerfis hennar, svo ekki sé talað um hinn guðfræðilega
vanda.2 Það þarf því ekki að koma á óvart þótt talað sé um að þjóðkirkjan
sé í krísu, að hún sé í sjálfsmyndarkreppu sem krefjist róttæks endurmats
á stöðu hennar og hlutverki í samfélaginu og þar fram eftir götum. Þessi
staða kirkju og kristni er ekki ný og má færa rök fyrir því að kirkjudeild
mótmælenda, sem evangelísk-lúthersk kirkja tilheyrir,3 mótist beinlínis
af hugmyndum um kreppu og leit að framtíðarsýn til að leiða hana út úr
kreppu.
Áður en fjallað verður um kreppu íslensku þjóðkirkjunnar er nauðsyn-
legt að huga að hugtakinu krísa og tengslum þess við evangelísk-lútherskan
kirkjuskilning. Í því samhengi verður sjónum beint að stöðu evangelísk-
1 Nefna má m.a. (a) umræðu um blessun á sambúðarformi samkynhneigðra
og skilgreiningu þess sem hjónabands, (b) ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni
biskupi um kynferðislega áreitni og meðferð þess máls innan stjórnsýslu kirkjunnar,
(c) fjárhagsstöðu safnaða og þjóðkirkjunnar, (d) stöðu kristindómsfræðslu innan
skólakerfisins o.s.frv. Fjöldi greina og pistla um þessi efni á vefnum tru.is vitnar
um stöðu þessarar umræðu.
2 Sigurjón Árni Eyjólfsson, „Hjónabandið sem rammi fyrir sambúðarform?“, Kirkju-
ritið 77/2011 [1], bls. 27–34.
3 Hugtakið kirkjudeild mómælenda er hér notað sem yfirhugtak yfir þær kirkjur og/
eða hópa er komu fram og þróuðust innan og í kjölfar siðbótarinnar. Hún hófst
þegar Marteinn Lúther birti 95 greinar um yfirbótina 31. október 1517. Volker
Leppin, „Die Monumentalisierung Luthers: Warum von Thesenanschlag erzählt
wurde, und was davon zu erzählen ist“, Luthers Thesenanschlag: Faktum oder Fiktion,
Leipzig: Evangelische Verlagsanstalt, 2008, bls. 69–92.
Ritið 2/2012, bls. 33–53
Sigurjón Árni Eyjólfsson
Þjóðkirkja og krísa