Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 35
35
m.a. um áhrif móderníseringar og sekúlaríseringar, eða veraldarvæðingar
og afhelgunar, á trúarlíf Íslendinga. Gunnar sækir aftur á móti í smiðju
frjálslyndrar þýskrar guðfræði þegar hann greinir sama veruleika af sjónar-
hóli kennimannlegrar guðfræði.8
Hjalti og Gunnar eiga báðir djúpar rætur í leikmannahreyfingunni
og KFUM og K. Þegar í námi sögðu þeir guðfræðilega skilið við hana,
Gunnar sneri sér að menningarguðfræði, m.a. Paul Tillich (1886–1965), og
Hjalti að sam- og hákirkjulegri guðfræði. Í skrifum sínum leggja þeir ríka
áherslu á að þjóðkirkjan eigi einungis samleið með þjóðinni sem menn-
ingarlega opin stofnun. Gunnar og Hjalti eru gagnrýnir á játningarbundna
og dogmatíska kirkjusýn. Að þeirra mati leiðir áherslan í henni á sérstöðu
trúarinnar til einangrunar kirkjunnar í samfélaginu. Í gagnrýni sinni fylgja
þeir áherslum frjálslyndu guðfræðinnar íslensku, en hún er frekar fráhverf
játningar- og kenningarbundnum kristindómi.9
Í umfjölluninni hér á eftir verður gerð grein fyrir kirkjusýn og gagnrýni
Hjalta á söguhyggjuna í íslenskri þjóðkirkjuguðfræði. Henni er sérstak-
lega beitt þegar kirkjustjórnin vill réttlæta stöðu og hlutverk kirkjunnar í
íslensku samfélagi. Gunnar Kristjánsson gagnrýnir frekar atriði sem snúa
beint að innri þáttum kirkjunnar. Í umfjöllun hans situr inntak og fram-
setning boðunarinnar í fyrirrúmi. Gunnar beinir spjótum sínum m.a. að
þeirri menningarfælni sem er innbyggð í þann hákirkjulega embættisskiln-
ing sem er ráðandi innan þjóðkirkjunnar. Í skrifum beggja kemur fram
kirkjuskilningur sem á djúpar rætur í siðbótinni, upplýsingunni, píetism-
anum, guðfræði Friedrichs Schleiermacher10 og frjálslyndu guðfræðinni.
2. Evangelísk-lúthersk kirkja og krísur
Þegar hugtakið krísa (g. κρισις) er skoðað og saga þess, kemur í ljós að
það var upphaflega notað um aðgreiningu, aðskilnað, sundurgreiningu,
8 Um er að ræða höfunda eins og Friedrich Wilhelm Graf, Wilhelm Gräb og Wil-
fried Engemann. Tveir síðastnefndu hafa tekið virkan þátt í prédikunarnámskeið-
um í Skálholti sem Gunnar hefur staðið fyrir um árabil. Frá 2005 hafa erindin verið
gefin út á vegum Kjalarnessprófastsdæmis í ritröðinni Prédikunarseminar: erindi flutt
í Skálholti.
9 Sigurjón Árni Eyjólfsson, Ríki og kirkja: uppruni og þróun þjóðkirkjuhugtaksins,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2006, bls. 137–149.
10 Um kirkjuskilning Lúthers og Schleiermachers og áhrif þeirra á mótun hugmynd-
arinnar um þjóðkirkju, sjá m.a. Sigurjón Árna Eyjólfsson, Ríki og kirkja.
ÞJÓðKIRKJA OG KRÍSA