Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Qupperneq 36
36
ákvörðun og val.11 Hugtakinu var beitt til að lýsa ástandi þar sem skil verða
greinileg og það kallar á ákvörðun og/eða markvissa aðgerð. Óhætt er að
segja að merkingarsvið orðsins krísa hafi þanist út. Þannig var það snemma
notað í læknisfræði um þann tímapunkt í ferli sjúkdóms þegar brugðið gat
til beggja vona. Sú notkun opnaði fyrir þann möguleika að nota hugtakið
til að skilgreina þegar svipað ástand átti við um „líkama samfélagsins“ og/
eða menningarinnar. Viss skeið í sögunni voru metin sem krísutímabil
menningar, samfélaga, þjóða o.s.frv. Hið sama var upp á teningnum um
mat manna á ýmsum þáttum menningarinnar, svo sem gildismati, listum,
bókmenntum, trú o.s.frv. Í þroskasálfræðinni hefur hugtakið krísa miðlæga
stöðu. Rætt er um krísutímabil í uppvexti eða þroskaferli einstaklinga.12
Heimspekingar og guðfræðingar gripu til hugtaksins til að greina stöðu
og tilvist mannsins í þverstæðufullum heimi.13 Á fyrri hluta síðustu aldar
varð hugtakið eitt af lykilhugtökum díalektísku guðfræðinnar.14 Fulltrúar
hennar notuðu það til að varpa ljósi á þá krísu sem opinberunin í Kristi
veldur. Þeir álitu aftur á móti ekki að opinberunin drægi sérstaklega
fram hnignun vestrænnar menningar. Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar var umræðan um hana áberandi og var m.a. eitt meginviðfangsefnið
í verki Osvalds Spengler (1880–1936), Der Untergang des Abendlandes.15
Opinberunin í Kristi dregur mun fremur fram tilvistarkreppu mannsins,
að mati fulltrúa díalektísku guðfræðinnar. Mitt í þverstæðu tilverunnar er
hann umvafinn ógn þjáningar og dauða. Þessi tilvistarlega staða er krísa
11 Günther Schnurr, „Krise“, Theologische Realenzyklopädie. 20. bindi, Berlín: Walter
de Gruyter, 2000, bls. 61–65, hér bls. 61.
12 Sama rit, bls. 62–63.
13 Paul Tillich, Systematische Theologie, 1. bindi, Stuttgart: de Gruyter, 1956, bls.
175–184. Gunnar Kristjánsson byggir á greiningu Tillichs. Sjá m.a. Gunnar
Kristjánsson, „Lútherska þjóðkirkjan: um tvíþættan kirkjuskilning í lútherskri
guðfræði“, Ritröð Guðfræðistofnunar 6/1992, bls. 57–74, hér bls. 63–64; Gunnar
Kristjánsson, „Frjálslynd guðfræðihefð: um frjálslynda þjóðkirkju, guðfræði og
trúrækni“, Ritröð Guðfræðistofnunar 28/2009, bls. 22–36, hér bls. 23–24; Gunnar
Kristjánsson, „Samtal í fjöru“, Glíman 4/2007, bls. 99–123, hér bls. 109–110;
Gunnar Kristjánsson, „Frjálslynd guðfræði í nýju ljósi“, Frjálslynd guðfræði í nýju
ljósi, 2010, bls. 13–27, hér bls. 15–16.
14 Þ.e.a.s. stefnan kom fram um 1920, en henni tilheyrðu helstu guðfræðingar 20.
aldar, m.a. Paul Tillich, Karl Barth (1886–1968), Rudolf Bultmann (1884–1976)
og Friedrich Gogarten (1887–1967). Um hugtakið „krísu“ og díalektísku guð-
fræðina, sjá Nico Tjepo Bakker, In der Krisis der Offenbarung, Neukirchen-Vluyn:
Neukirchener Verlag, 1974, bls. 4–43.
15 Oswald Spengler, Der Untergang des Abendlandes, 1. og 2. bindi, München: C.H.
Beck’sche Verlagsbuchhandlung 1923.
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON