Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 37
37
mannsins. Fulltrúar díalektísku guðfræðinnar nýta hugtakið til að endur-
túlka syndarhugtakið og vægi þess í táknheimi kristninnar. Í guðfræðinni,
jafnt innan kirkjudeilda mótmælenda og rómversk-kaþólskra, er hugtakið
krísa notað til að skilgreina stöðu mannsins sem „réttlátur og syndari“ í
senn, svo gripið sé til orðalags Marteins Lúthers (1483–1546). Hugtakið
krísa er því notað til að lýsa viðvarandi ástandi og hefur fengið það hlut-
verk innan kristinnar mannfræði.16
Þegar hugtakið kirkja og krísa eru tengd saman, er þessi þáttur dreginn
fram. Í samtímanum er fjallað um þá kreppu eða krísu sem vestræn kristin
trú og trúarstofnanir eru í. Að mati Hjalta Hugasonar gjörbreytti „mód-
erníseringin“ og „sekúlaríseringin“ sem fylgdi í kjölfar hennar stöðu og
vægi kristninnar innan vestrænnar menningar. Það uppgjör sem hún hefur
leitt yfir kristna trú og trúarstofnanir er að hluta til „sér-vestrænt viðfangs-
efni“.17 Við þetta má bæta að kirkjudeild mótmælenda kom á sínum tíma
fram á sjónarsviðið sem siðbótarhreyfing innan háskólasamfélagsins. Hún
er því í kjarna sínum iðrunarhreyfing sem knúin er áfram af nauðsyn til að
endurmeta stöðu og hlutverk kirkju og kristni í hverri samtíð.18 Í evang-
elísk-lútherskri kirkjudeild hefur komið fram hver siðbótarhreyfingin eftir
annarri sem guðfræðin hefur verið hluti af. Innan þeirra greindu full-
trúar hennar krísu eigin samtíðar og bentu á leiðir til úrbóta. Um er að
ræða stefnur eins og siðbótina, rétttrúnaðinn, píetismann, upplýsinguna,
rómantíkina, þýska ídealismann, frjálslyndu guðfræðina, díalektísku guð-
fræðina, kvennaguðfræðina o.s.frv. Þessar stefnur mótuðu jafnan breiðan
farveg sem evangelísk-lúthersk kirkja fylgdi. Af þessu má draga þá ályktun
að innan evangelísks-lúthersks kristindóms sé krísa sífellt viðfangsefni ein-
staklinga, söfnuða og kirkjustjórnar.
3. Breytt staða kirkjunnar
Ef fjalla á um þessi áhrif á evangelísk-lútherska kirkju er áhugavert að
líta til Þýskalands. Þegar árið 1918 kom til aðskilnaðar ríkis og kirkju
þar í landi, samið var um að ríkið greiddi vissa upphæð á ári til kirkna og
16 Günther Schnurr, „Krise“, bls. 64.
17 Hjalti Hugason, „Trúarbrögð og trúarstofnanir í upphafi 21. aldar: Hlutverk og
áskoranir“, óbirt; Hjalti Hugason, „Ímynd á nýrri öld“, bls. 49–50.
18 Inge Lønning, „Buße VI Dogmatisch“, Theologische Realenzyklopädie, 7. bindi,
Berlín: Walter de Gruyter, 2000, bls. 473–492, hér bls. 473–474.
ÞJÓðKIRKJA OG KRÍSA