Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 42
42
við stofnanalegt hlutverk sitt og tengsl við ríkisvaldið, stöðu innan stjórn-
kerfisins og samskipti við aðrar stofnanir.
Innan félagssögunnar er litið svo á að áhrifum yfirvalda séu á flestum
sviðum mannlífsins takmörk sett og að þau nái einungis til yfirborðs sam-
félagsins. Handan þess er daglegt líf fólks sem hugtakið raunmynd vísar til.
Það er annað en sú saga sem ímyndin og sjálfsmyndin draga upp af veru-
leikanum.39 Ímyndin er úthverf sýn þeirrar myndar, en sjálfsmyndin inn-
hverfa hennar.
Hjalti leggur megináherslu á raunmyndina og að sjálfsmynd kirkjunnar
taki mið af henni. Lagaleg umgjörð kirkjunnar (ímynd) og guðfræðilegar
útleggingar á veruleika hennar (sjálfsmynd) verði að endurspegla veruleika
raunmyndarinnar og tryggja þurfi gagnvirkni á milli þeirra. Hjalti veltir
upp hvaða kirkjulíkan komi til móts við það og nefnir í því sambandi fimm
gerðir líkana.40
Fyrst ber að nefna kirkjudeildabundið ríkisvald. Í þessu líkani er ekki, í
stofnanalegu tilliti, greint á milli ríkis og kirkju, að mati Hjalta. Líkanið
hafi verið áberandi í einveldisríkjum Evrópu fram að frönsku byltingunni.
Í annan stað er það ríkis- og þjóðkirkjulíkanið, þar sem kirkjan er stofnunar-
lega aðgreind ríkisvaldinu. Trúfrelsi sé leyft en á milli trúfélaga sé þó ekki
munur sem leiði til „mismunar einstaklinga“.41 Í þriðja lagi er það sam-
starfslíkanið, en þar starfar ríkisvaldið náið með einu eða fleiri trúfélögum.
Það byggist á grundvelli laga og þjónustusamninga, segir Hjalti. Sérstaða
eins trúfélags fram yfir annað grundvallist á þeirri þjónustu sem það veitir
fram yfir önnur sem réttlæti jákvæða mismunun. Fjórða er aðskilnaðar-
líkanið þar sem ríkisvaldið er trúarlega hlutlaust og hefur ekki afskipti af
trúarlífi þegnanna. Trúarleg tákn og trúariðkun er samkvæmt því ekki
leyfð í opinberu rými, enda þótt ríkisvaldið sé ekki andsnúið trúariðkun.
Þetta líkan segir Hjalti að sé mótandi í Frakklandi og Bandaríkjunum.
Loks má nefna það líkan þar sem ríkisvaldið er andsnúið trúariðkun þegn-
anna, jafnt í opinberu rými sem einkalífi, en það var áberandi í sumum
alræðisríkjum á 20. öld.
39 „Ímyndin sýnir t.d. hvaða stefnur og straumar voru uppi á opinberum vettvangi,
hvaða kenningar ríktu meðal lærðra stétta og hvernig áhrifamenn töldu að ætti að
skilja heiminn og lifa lífinu. Raunmyndin sýnir aftur á móti í hverjum mæli lögum
var hlýtt, hvaða áhrif stjórnvaldsaðgerðir, heimspeki- eða guðfræðikenningar höfðu
eða með öðrum orðum að hversu miklu leyti ímyndin varð að veruleika.“ Sjá Hjalta
Hugason, „Ímynd á nýrri öld“, bls. 28.
40 Hjalti Hugason, „Samband ríkis og þjóðkirkju á Íslandi“, bls. 43–44.
41 Sama rit, bls. 43.
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON