Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 49
49
frelsi og jafnræðisregla sitja í öndvegi. Þjóðkirkjan verði því sem stofnun
að fylgja þeim lýðræðisreglum sem samfélagið lúti. Gunnar Kristjánsson
hefur svipaða sýn, en hann leggur þó meiri áherslu á menningarlegt hlut-
verk þjóðkirkjunnar og virkni presta sem guðfræðinga í orðræðu hennar.
Innan samstæðilegrar guðfræði í Þýskalandi hefur nokkuð verið tekist
á um þessa „krísu“. Þar hefur jafnframt verið bent á leiðir til úrbóta sem
byggjast á sterkum guðfræðilegum rökum.68 Gunnar Kristjánsson hefur
lagt sig fram um að kynna þessa umræðu á Íslandi.
Gunnar Kristjánsson fjallar um hlutverk þjóðkirkjunnar í íslensku sam-
félagi innan frá, ef svo má að orði komast. Áherslan í framsetningunni
hvílir á vægi boðunarinnar í orðræðu samtímans.69 Gunnar lætur sig miklu
varða tengsl kristindómsins við menningu og listir. Að mati hans er það
kristindóminum eðlislægt að boðskapur ritningarinnar finni sér farveg í
menningunni, menn hafi löngum nýtt sér hugtök, myndir og kenning-
ar til að tjá inntak þeirrar sýnar á tilvist mannsins sem kristnin miðlar.
Menningin sé margslungið samspil táknkerfa sem taki sífelldum breyting-
um. Frjálslynd guðfræði virði það, en í þessu samhengi sé ókleift að leggja
hana að jöfnu við afstæðishyggju. Í henni sé miklu fremur gert ráð fyrir
því að táknheimur trúarinnar verði undirstaða menningarinnar þar sem
innan hans er eindregið tekist „á við þyngstu spurningarnar, tilvistarglím-
una sjálfa, spurningar um líf og dauða“.70 Í frjálslyndri guðfræði á sér stað
samtal við menninguna, að mati Gunnars, en flótta inn í játningabundinn
dogmatisma er aftur á móti hafnað. Táknheimur kristninnar lúti því svip-
uðum lögmálum og menningin almennt og orðræðu fortíðar þurfi því
að heimfæra til samtíðarinnar í krafti túlkunar. Af þessum sökum þurfi
að gera skýran greinarmun á trúnni og kenningum um trúna. Einkenni
íhaldssamrar guðfræði sé hins vegar að skipta trúnni út fyrir kenningar um
68 Um þessa umfjöllun í Þýskalandi og hvernig megi nýta sér hana er t.d. fjallað í grein
Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, „Er þörf á nýrri guðfræði?“, Skírnir haust/2006, bls.
378–402. Sjá einnig Sigurjón Árna Eyjólfsson, Ríki og kirkja, bls. 137–149; Sigurjón
Árna Eyjólfsson, „Boðun og afhelgun“, Kirkjuritið 2/2009, bls. 3–8; Sigurjón Árna
Eyjólfsson, „Trúarheimspeki og guðfræði“, Glíman 7/2011, bls. 273–303.
69 Nánar um guðfræðilega nálgun Gunnars Kristjánsonar, sjá Sigurjón Árna Eyjólfs-
son, „Fjallræðufólkið“, Skírnir haust/2005, bls. 431–442.
70 Gunnar Kristjánsson, „Trúmaður á tímamótum“, Tru.is, 30. nóvember 2011,
sótt 20. febrúar 2012 af http://tru.is/pistlar/2011/11/trumadur-a-timamotum. Sjá
nánar hjá Gunnari Kristjánssyni, „Í breytilegum táknheimi: um tákn og táknfræði
í kirkju og guðfræði“, Afmæliskveðja til Háskóla Íslands, Akureyri: Hólar, 2003, bls.
283–300.
ÞJÓðKIRKJA OG KRÍSA