Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 57
57
hindrar þó ekki að hún geti verið félagslega samþykkt að einhverju leyti.
Mun afbrigðilegri er þó talin tvíkynhneigð og tilvist transfólks yfirleitt.
Þetta dæmigerða viðhorf í garð svokallaðs hinsegin fólks, þ.e. fólks sem
ekki upplifir sig sem gagnkynhneigt,6 gengur út frá þeirri forsendu að
grunnur sjálfsmyndar manneskjunnar tengist náið kynferði hennar og kyn-
hneigð og þetta tvennt, kynferði og kynhneigð, er álitið vera fasti fremur
en breyta. Til að skýra þetta má draga upp mynd, sem allflestum þykir
trúlega „eðlileg“ og jafnvel óumdeilanleg, en hún sýnir hin mikilvægu
krosstengsl kynferðis og kynhneigðar í vestrænum hugmyndaheimi:7
Hefðbundin kristin viðhorf til tengsla kynferðis, kynhneigðar og hjóna-
bands má auðveldlega telja til gagnkynhneigðarhyggju.8 Þau viðhorf eiga
sér djúpar rætur í túlkun á ákveðnum biblíutextum sem fjalla um sköpun
mannkyns þar sem talað er um tvö kyn, karlkyn og kvenkyn. Um aldir
6 Enska skammstöfunin LGBTI er yfirleitt notuð til að ná yfir það sem ég kalla hér
hinsegin fólk, þ.e. lesbíur, homma, tvíkynhneigða, transfólk og þriðja kynið. Sjá
nánar, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, Kynlíf, heilbrigði, ást og erótík, Reykjavík: Opna,
2009, bls. 17.
7 Sama rit, bls. 17.
8 Fjölmargir guðfræðingar hafa gagnrýnt kirkjur og kirkjuleiðtoga fyrir slíkt viðhorf
á undanförnum árum, sjá t.d. Patricia Beattie Jung og Ralph F. Smith, Heterosexism:
An Ethical Challenge, Albany og New York: State University of New York Press,
1993.
K Y N H N EIGð Í K R ÍSU
Gagnkynhneigð
Karlmaður Kona
Samkynhneigð
Tvíkynhneigð
Transfólk