Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Síða 61
61
Lúther byggði á skilningi Páls postula og Ágústínusar og hélt því fram
að hið rétta kynlíf bæri ávöxt í börnum og ætti heima í hjónabandinu sem
Guð hefði skapað fyrir manninn til að hafa hemil á girndum sínum og
losta.20 Sagnfræðingurinn Inga Huld Hákonardóttir telur siðbótarmenn
hafa óttast ringulreið frumhvatanna engu síður en munkar miðalda en hafi
valið gagnstæða lausn á vandamálinu: „Þeir vissu sem var að fjandinn sat
um hverja sál, og hvar skyldi hann eiga greiðari aðgang með kænskubrögð
sín en hjá veiklunduðu ógiftu fólki með höfuð og hjarta fullt af kynórum
sem leituðu útrásar. Aðeins í hjónasæng væru menn óhultir fyrir snörum
hans.“21 Hjónabandið var því svarið við líkamlegum losta og girnd, líkt og
hjá Páli postula og Ágústínusi. Lúther er þó jafnan talinn hafa haft mun
jákvæðari sýn á kynlíf en fyrirrennarar hans og það má á vissan hátt til
sanns vegar færa.22 Hér verður þó ekki farið nánar út í þá sálma heldur látið
nægja að benda á að lítill vafi leikur á því viðhorfi Lúthers að kynlífinu sé
best haldið innan ramma hins gagnkynhneigða hjónabands. Sams konar
viðhorf er ríkjandi hjá honum og sjá má hjá fyrri tíma kristnum hugsuðum:
Allt kynlíf í hjónabandinu – ekkert utan þess.
Ef gengið er út frá því að tortryggni og neikvæðni í garð kynlífs, eink-
um kynlífs utan hjónabands, megi finna hjá velflestum fulltrúum kristni
og kirkju allt frá fornkirkjulegum tímum og fram á miðaldir, hvað þá með
samtímann? Finnast slík neikvæð viðhorf enn? Svarið við þeirri spurn-
ingu er margþætt. Í fyrsta lagi má halda því fram að töluvert sé um kyn-
lífstortryggni og neikvæðni í samtímanum, ekki síst í garð margvíslegs
kynlífstengds atferlis utan hjónabands. Jafnframt má halda því fram að
slík neikvæð viðhorf þurfi tæplega á trúarlegum bakhjarli að halda. Að
því marki sem neikvæð viðhorf til kynlífs eru til staðar í samtímamenn-
ingu er fremur vísað til alls kyns heilsufarslegra og félagslegra ógna og
áhættuþátta, svo sem kynsjúkdóma, kynlífsofbeldis, vændis, mansals og
klámvæðingar. Þetta er þó margslungið umræðuefni sem ekki er talið
20 Marteinn Lúther, „Vom ehelichen Leben“ [1522], Martin Luther: Werke. Kritische
Gesamtausgabe (WA), 10. Band, Weimar: Hermann Böhlaus Nachfolger, 1910; Olof
Sundby, Luthersk äktenskapsuppfattning. En studie i den kyrkliga äktenskapsdebatten i
Sverige efter 1900, Stockholm: Svenska Kyrkans Diakonistyrelses bokförlag, 1959;
Paul Althaus, The Ethics of Martin Luther, Gutersloh: Gutersloher Verlagshaus
Gerd Mohn, 1965.
21 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur: öðruvísi Íslandssaga, Reykjavík:
Mál og menning, 1995 [1992], bls. 96.
22 Gunnar Kristjánsson, „Þinn elskandi og trúi Marteinn“, Kirkjuritið 45/1979 [2–3],
bls. 89–94.
KYNHNEIGð Í KRÍSU