Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 64
64
Myndin sýnir þrjá veggi. Háan vegg lengst til vinstri, lægri vegg í miðið
og lægsta vegginn lengst til hægri.26 Hái veggurinn til vinstri markar skýr
skil milli hins góða og viðurkennda kynlífs í kristinni menningu, þ.e.a.s.
kynlífs gagnkynhneigðra para innan hjónabandsins annars vegar og hins
vegar þess kynlífsatferlis sem er síður samþykkt, talið ófullnægjandi, synd-
ugt og fordæmt, þ.e.a.s. alls kynlífs utan hjónabands. Við miðjuvegginn á
myndinni má finna kynlíf sambúðarfólks, kynlíf lauslátra, sjálfsfróun, kyn-
líf samkynhneigðra para og kynlíf lesbía og homma sem eru ekki í föstum
samböndum. Um þess konar kynlíf telur Rubin að standi styr í menning-
unni, hluti þess sé samþykktur sums staðar, en hluti þess ekki. Lengst til
hægri, við þriðja vegginn, megi finna versta kynlífið samkvæmt kristinni,
vestrænni kynlífshefð: Hið afbrigðilega, ónáttúrulega, synduga og sjúka.
Þar er transfólkið að finna, klæðskiptingana, fólk með afbrigðilega kynlífs-
hegðun, samkvæmt skilgreiningum menningarinnar, fólk með kynlífs-
26 Gayle Rubin, „Thinking Sex“, bls. 282–283.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR
Bad sex
Abnormal, Unnatural,
Sick, Sinful, “Way Out”
Major area of contest
Unmarried heterosexual couples
Promiscous Heterosexuals
Masturbation
Long-term, stable lesbian and
gay male couples
Lesbians in the bar
Promiscous gay men at
the bathes or in the park
Heterosexual
Married
Monogamous
Reproductive
At home Transvestites
Transsexuals
Fetichists
Sado-masochists
For money
Cross-Generational
Good sex
Normal, Natural,
Healthy, Holy
“The Line”
Best Worst
(Gayle Rubin, 1984, bls. 282)