Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 67
67
ástarlífs okkar. Vissulega geta þessir þættir verið hluti kynverundar
en kynverund er miklu meira: hún er sá kraftur sem hvetur okkur til
að finna ást, tengsl, hlýju og nánd og lýsir sér í skynjun, hreyfingu og
snertingu. Hún fjallar um næmi, einnig á sviði kynlífs. Kynverund
hefur áhrif á hugsanir, tilfinningar, athafnir, samvinnu og þar með
andlega og líkamlega heilsu. Heilsa er grundvallar mannréttindi
allra og kynheilsa er hluti þeirra réttinda.33
Á þeim 30 árum sem liðin eru frá því kynverundarhugtakið var fyrst mótað
hefur það verið í stöðugri þróun. Innhald þess er þó í grundvallaratriðum
hið sama. Áhersla er lögð á að kynlíf sé mikilvægur hluti verundar og
vitundar manneskjunnar og tengist heilsu hennar og réttindum. Helsta
þróunin varðar framsetningu kynverundarréttinda (e. sexual rights) fyrir
alla.34 Árið 1999 samþykktu Alheimssamtök um kynfræði ályktun um kyn-
verundarréttindi og hvöttu samfélög heims til að virða og viðurkenna þau
sem hluta almennra mannréttinda. Í samþykkt Alheimssamtakanna segir:
Kynverundarréttindi eru mannréttindi byggð á þeirri sannfæringu
að hver maður sé jafnborinn til frelsis, mannhelgi og jafnréttis. Þar
sem heilsa tilheyrir grundvallarmannréttindum hlýtur kynheilsa
einnig að tilheyra grundvallarmannréttindum. Í því skyni að tryggja
að manneskjur og samfélög þrói með sér heilbrigða kynverund
verða öll samfélög að viðurkenna, stuðla að, virða og verja eftirfar-
andi kynverundarréttindi með öllum ráðum. Kynheilsa er árangur
umhverfis sem viðurkennir og virðir þessi réttindi í orði og verki.35
33 T. Langfeldt og M. Porter, Sexuality and family planning : report of a consultation
and research findings, Indiana University: World Health Organization, Regional
Office for Europe, 1986, bls. 5, þýðing greinarhöfundar, sótt 7. maí 2012 af http://
findarticles.com/p/articles/mi_m2372/is_1_39/ai_87080432/. Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin lítur þannig á að líkamlegir, andlegir, félagslegir og tilfinningalegir
þættir eigi drjúgan þátt í heilsufari fólks, vellíðan og velferð. Heilsa, í þeim skiln-
ingi, felst ekki eingöngu í að vera laus við sjúkdóma eða heilsubrest heldur snýst
hún um andlega, líkamlega og félagslega vellíðan.
34 Mikilvægt er þó að árétta að baráttan fyrir því að tengja kynverund og mannréttindi
nær mun lengra aftur í tímann. Dæmi um slíka baráttu má finna innan kvennahreyf-
ingarinnar á 7. og 8. áratug síðustu aldar þegar barist var fyrir líkamsrétti kvenna
(e. body right) og réttinum til fóstureyðinga.
35 Yfirlýsingu WAS um kynverundarréttindi (e. sexual rights declaration) frá 1999 má
finna á heimasíðu WAS: sótt 10. maí 2012 af http://www.tc.umn.edu/~colem001/
was/wdeclara.htm, þýðing greinarhöfundar.
KYNHNEIGð Í KRÍSU