Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 71
71
að tryggja að sérhver ákvörðun sem einstaklingar taka og tengist kynver-
und þeirra og frjósemi grundvallist á fullu, frjálsu og upplýstu samþykki.
Litið er á réttinn til menntunar sem mikilvægt tæki varðandi það að lifa
sem fullgildur þegn í samfélaginu, með jöfn réttindi á við aðra, bæði á
einkasviði og almannasviði.50 Níunda greinin undirstrikar, á líkan hátt og sú
fjórða, persónufrelsi og sjálfræði en tengir það hér sérstaklega hjónabandi
og fjölskyldu: Allir skulu hafa rétt til að ákveða á frjálsan og ábyrgan hátt
hvort þeir velji að ganga í hjónaband, stofna fjölskyldu eða eignast börn.51
Tíunda og síðasta greinin tjáir rétt allra til að gera sanngjarnar kröfur til
þeirra sem starfa á vegum samfélagsins og ríkisins að málefnum kynver-
undar – að þeir sinni skyldum sínum af kostgæfni. Þessir aðilar beri ábyrgð
á því að kynverundarréttindin séu virt.52
Skilningur minn á inntaki kynverundarréttinda er að á þau megi líta
sem ögrun gegn gagnkynhneigðu forræði og þeirri hugmyndafræði sem
að baki býr. Þannig má líta á þau sem siðferðilegt tæki til að vinna að
samfélagslegu réttlæti og mannréttindum þeirra einstaklinga og hópa
sem kúgaðir eru á grundvelli kynferðislegrar hegðunar sem tengist kyn-
hneigð þeirra eða kynvitund. Mannréttindaáhersla kynverundarréttinda
er siðfræðileg og krefur kristnar kirkjur líkt og aðrar stofnanir samfélags-
ins um að beina sjónum að hinum valdalausu og jaðarsettu fremur en að
halda fram ágæti hinna valdameiri líkt og kristin siðfræði hefur gert öldum
saman í ofuráherslu sinni á yfirburði hjónabandsins og kynlífs gagnkyn-
hneigðra innan hjónabands. Kynverundarréttindin má tengja við mynd
Gayle Rubin sem um var fjallað fyrr í greininni og siðferðilega ábendingu
hennar um að vestræn menning hafi lengst af fordæmt flest það kynlífs-
atferli sem ekki eigi sér stað innan hjónabandsins. Hugmyndafræði gagn-
kynhneigðarhyggjunnar upphefur, eins og áður er á bent, hina sterku á
kostnað hinna veiku með því að draga mörk hins siðlega og boðlega á sviði
kynlífs innan hjónabands og gagnkynhneigðar. Siðferðilegur boðskapur
kynverundarréttinda er sá að þá hugmyndafræði þurfi að endurskoða.
50 Sama rit, bls. 20.
51 Sama rit, bls. 20–21.
52 Sama rit, bls. 21.
KYNHNEIGð Í KRÍSU