Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 73
73
lausu.56 Því má segja að hún sláist í för með Gayle Rubin sem hóf svipaða
vegferð fyrir um 25 árum,57 en um leið á hún samleið með stórum hópi
fólks víðs vegar um heiminn nú um stundir sem berst fyrir mannréttindum
jaðarfólks.58 Meginhugsun hinnar ósæmilegu guðfræði Althaus-Reid er að
mínu mati samhljóða greiningu Ilkkaracan og Jolly hér að framan á kjarna
kynverundarréttindanna um að virða skuli sjálfræði og frelsi allra til að
sækjast eftir þeim kynlífssamböndum sem veita einstaklingum kynferðis-
lega ánægju.
Líkt og bæði Gayle Rubin og Christine Gudorf telur Marcella Althaus-
Reid að mikilvægt sé að taka mið af kenningum kynjafræðinnar um kúgun
á grundvelli kyngervis þegar um er að ræða hinn fjölskrúðuga hóp hinseg-
in fólks en áréttar jafnframt nauðsyn þess að víkka sjónarhorn kynjafræð-
anna og horfa frekar til þekkingar á sviði kynfræði (e. sexology) og siðfræði.
Hinsegin fólk er kúgað vegna tjáningar þess á kynverund sinni. Kúgandi
kynverundarhugmyndir í menningunni sem greina að eðlilega og afbrigði-
lega kynhneigð og kynvitund leika þar stærsta hlutverkið. Þetta gildir um
samkynhneigða, tvíkynhneigða, transfólk og þriðja kynið en á líka við um
einstaklinga sem selja kynlíf, konur, karla og börn. Fátt hafa femínistar
tekið fastari tökum út frá hugtakinu kyngervi en einmitt sölu á kynlífi.
Kynverund og kyngervi eru náskyld en ekki það sama, hélt Rubin fram
á sínum tíma en telur jafnframt að því fari fjarri að femínistar hafi þekk-
ingarforskot varðandi skilning á kúgun á grundvelli kynverundar. Í þeim
málaflokki eigi kynfræðin og siðfræðin að koma til skjalanna.59 Þessi skoð-
un Rubin, um vægi kynfræði og siðfræði, hefur fengið aukinn hljómgrunn
56 Althaus-Reid skírskotar ekki beint til kynverundarréttinda sem slíkra en túlkun mín
á texta hennar er sú að hún tali á sömu nótum og um sama efni í sínum bókum.
57 Gayle Rubin, „Thinking Sex“, 1984.
58 Þrjár mikilvægar mannréttindaskýrslur sem allar ítreka mikilvægi kynverundarrétt-
indanna (e. sexual rights) má nefna hér: Promotion of Sexual Health. Recommendations
for Action, Pan American Health Organization, World Health Organization in
collaboration with World Association for Sexology, Antigua og Guatemala, 2000,
sótt 19. júní af http://www.paho.org/english/hcp/hca/promotionsexualhealth.
pdf; Sexual Health for the Millennium. A Declaration and Technical Report, World
Association for Sexual Health (WAS), Minneapolis: MN, 2008, sótt 19. júní af
http://www.kinseyinstitute.org/resources/SEXUAL%20HEALTH%20FOR%20
THE%20MILLENNIUM%20formated%20MRCH%201%202008LD.pdf; The
Yogacarta Principles. Principles of the Application of International Human Rights Law in
relation to Sexual Orientation and Gender Identity, 2007, sótt 19. júní af http://www.
rfsl.se/public/yogyakarta_principles.pdf
59 Gayle Rubin, „Thinking Sex“, bls. 307.
KYNHNEIGð Í KRÍSU